Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 44
Hulduher á heimsvísu 237 RÆÐISMENN ERU Í ÞJÓNUSTU ÍSLENSKA RÍKISINS VÍTT OG BREITT UM HEIMINN. ÚRLAUSNAREFNIN ERU AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM OG Á ÖLLUM TÍMUM SÓLARHRINGSINS ENDA GERA VANDRÆÐI EKKI ALLTAF BOÐ Á UNDAN SÉR. UM ÓEIGINGJARNT STARF ER AÐ RÆÐA Í ÞÁGU LANDS OG ÞJÓÐAR EN RÆÐISMENN FÁ EKKI GREIDD LAUN. SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS SLÓ Á ÞRÁÐINN TIL FJÖGURRA RÆÐISMANNA Í ÞREMUR HEIMSÁLFUM OG FÉKK INNSÝN Í STARFIÐ. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is RÆÐISMENN ÍSLANDS ALBANÍA BAHAMAEYJAR BRASILÍA SÍLE KÝPUR LÚXEMBORG EKVADOR MEXÍKÓ ÞÝSKALAND MÓSAMBÍK GVATEMALA NOREGUR ÁSTRALÍA BÚLGARÍA KOSTARÍKA DANMÖRK MALDÍVEYJAR FINNLAND GRIKKLAND NÝJA-SJÁLAND PANAMA ARGENTÍNA BANGLADESS JERSEY TÉKKLAND MALASÍA EISTLAND MÓNAKÓ GÍBRALTAR UNGVERJALAND AUSTURRÍKI BELGÍA KANADA KRÓATÍA DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ MALTA FRAKKLAND GRÆNLAND NÍKARAGVA PERÚ ÍTALÍAPÚERTÓ RÍKÓ LAOS SERBÍA ÍRLAND PÓLLAND RÚMENÍA LIECHTENSTEIN SLÓVENÍA FILIPPSEYJAR JAMAÍKA SUÐUR-KÓREA LETTLAND SINGAPÚR ÍSRAEL PORTÚGAL LITHÁEN SLÓVAKÍA SPÁNN SVÍÞJÓÐ SUÐUR-AFRÍKA SRÍ LANKA SVISS TAÍLAND TÓGÓ SÝRLAND HOLLAND BANDARÍKIN ÚRÚGVÆ VÍETNAM BRETLAND VENESÚELA JEMEN 1 RÚSSLAND2 10 31 2 2 HVÍTA-RÚSSLAND1 ÚKRAÍNA1 TYRKLAND3 TÚNIS1 MAROKKÓ2 KASAKSTAN1 MONGÓLÍA1 KÍNA1 JAPAN4 ÍRAN1 PAKISTAN2 NEPAL1 INDLAND2 1 1 1 1 3 1 3 1 3 2 1 1 1 14 1 7 10 4 10 3 1 3 1 1 1 1 5 1 1 3 1 1 2 1 1 1 1 2 8 2 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 8 5 8 11 2 1 3 1 1 1 1 1 1 INDÓNESÍA Í sland er lítil þjóð og utanríkis- þjónustan ber þess að sjálf- sögðu merki. Starfræktar eru 22 sendiskrifstofur á erlendri grundu sem þykir ekki mikið í alþjóðlegu samhengi. Net kjörræð- ismanna er á hinn bóginn þétt og eru þeir nú 237 talsins – í hinum og þessum löndum. Langflestir í Bandaríkjunum, eða 31. Oftast er um ríkisborgara viðkomandi lands að ræða en í fáeinum tilfellum eru ræðismennirnir frá Íslandi eða þriðja landinu, þá helst öðrum nor- rænum ríkjum. Allt á þetta fólk það sameiginlegt að vera með afbrigðum bóngott en starfið er ólaunað. Verkefni geta knúið dyra á öllum tímum sólar- hringsins og það er ekki fyrir hvern sem er að rísa úr rekkju um miðja nótt til að greiða götu vandalausra sem viðkomandi hefur yfirleitt ekki hitt áður. Hvað þá meira. Hjá utan- ríkisráðuneytinu er símavakt allan sólarhringinn sem sinnir málum Ís- lendinga í vanda erlendis og frá henni er beint samband við sendi- ráðin og ræðismennina, og öfugt. Jónína Sigmundsdóttir og Jóhann Jóhannsson, starfsmenn utanríkis- ráðuneytisins, sem bera hitann og þungann af samskiptum við ræðis- mennina, segja framlag þessa fólks ómetanlegt. Það sé yfirleitt reiðubú- ið að leggja meira á sig en hægt sé að ætlast til við hinar ýmsu að- stæður. „Í 99% tilvika erum við mjög heppin með fólk,“ segir Jón- ína. Umhyggja fyrir náunganum Þau líkja ræðismönnunum við björgunarsveit eða hulduher sem erfitt væri að vera án. Yfirleitt sé Bjargvættir í útlöndum 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 Elizabeth Sy, aðalræðismaðurÍslands í Manila, höfuðborgFilippseyja, hafði engin tengsl við Ísland og hafði aldrei komið til landsins þegar henni var boðið að taka að sér starf aðalræðismanns. Mörgum árum áður hafði hún að vísu rekist á grein um Ísland í bæklingi um ferðalög, þar sem fegurð og und- ur landsins voru vegsömuð. „Ég var svo heilluð að ég geymdi bæklinginn og hét mér því að ég myndi einhvern tíma heimsækja og upplifa Ísland,“ segir hún. Sy var skipuð aðalræðismaður í maí 2013. „Síðla árs 2012 kom ís- lenskur kaupsýslumaður í Asíu, Haukur Harðarson, að máli við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að taka starfið að mér þar sem þáver- andi ræðismaður væri að hætta. Fljótlega eftir það hitti ég Stefán Stefánsson, sendiherra Íslands í Jap- an, Indónesíu og á Filippseyjum, og hann mælti með mér við utanrík- isráðuneytið í Reykjavík,“ segir hún. Hjónavígslur algengar Sy segir starfið alls ekki íþyngjandi. Tvö til þrjú mál komi upp á mánuði. Vegabréfamál eru algeng en einnig þarf reglulega að aðstoða Íslendinga að sækja um leyfi til að ganga í hjónaband en býsna algengt er að Ís- lendingar gangi að eiga Filippsey- inga. „Einnig kemur endrum og sinn- um fyrir að ég þurfi að hjálpa íslenskum ríkisborgurum sem lent hafa í ögrandi aðstæðum,“ segir hún án þess að skilgreina það nánar. Það hefur vakið athygli Sy hversu víðsýnir og lausnamiðaðir Íslend- ingar eru upp til hópa sem geri starf hennar mun auðveldara og skemmti- legra. „Ég sé líka hversu mikla um- hyggju Íslendingar bera fyrir land- inu sínu. Þeir eru yfirleitt mjög stoltir af að vera Íslendingar. Þetta kemur gjarnan í ljós á ræðismanns- skrifstofunni minni en íslenski fáninn og kortið af landinu fyrir aftan skrif- borðið mitt gleðja þá nánast án und- antekningar. Þegar þeir eru fjarri heimahögum skiptir máli að hafa „lít- inn part“ af landinu í Manila,“ segir hún. Fastur á flugvelli í Kína Sy segir eftirminnilegasta málið snúa að Íslendingi sem lenti í hremm- ingum á leið sinni frá Íslandi á ráð- stefnu í Manila. Hann þurfti að milli- lenda í Peking og þar sem innan við sex mánuðir voru eftir af gildistíma vegabréfsins hans neitaði Philippine Airlines að hleypa honum um borð í flug sitt til Manila. Maðurinn sendi Sy strax tölvupóst en þar sem þetta var á sunnudegi og hún í helgarfríi í sumarbústað með stopulu netsambandi sá hún bréfið ekki fyrr en morguninn eftir. Sy hringdi strax út um allar trissur til að freista þess að greiða götu mannsins sem átti að halda erindi á ráðstefnunni og tíminn var að verða naumur. „Á sama tíma var maðurinn orðinn mjög áhyggjufullur, þar sem hann ráfaði um flugvöllinn í Peking, enda var hann ekki með dvalarleyfi í Kína. Átti bara að millilenda þar,“ segir hún. Ekki er hlaupið að því að fá til- skilin leyfi fyrir neyðarvegabréfi og það var ekki fyrr en á hádegi á þriðjudegi að Sy var komin með pappíra sem dugðu manninum til að komast um borð í vélina í Peking. „Ég tók sjálf á móti manninum á flugvellinum í Manila og afhenti hon- um neyðarvegabréfið sem kom hon- um inn í landið. Áður en leiðir skildi greindi hann mér frá þessari hræði- legu lífsreynslu á flugvellinum í Pek- ing. Þar sem hann hafði ekki áritun til Kína mátti hann, lögum sam- kvæmt, ekki vera þar lengur en sem nam millilendingunni. Fyrir vikið hafði honum varla komið dúr á auga, þessar 48 klukkustundir sem hann var á flugvellinum; þorði ekki að halla ELIZABETH SY, AÐALRÆÐISMAÐUR Í MANILA Dularfullur arfur sem aldrei skilaði sér Elizabeth Sy segir Íslendinga upp til hópa víðsýna og lausnamiðaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.