Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 2
Hvernig var að vinna með svona góðum gamanleikurum? Þetta var hræðilega erfiður tími. Orkan í þeim á æfing- um var þvílík að ég lagðist bara beint í rúmið þegar heim kom. Svo lenti ég í sjálfsálitskrísu. Bæði konan mín og mamma hafa oft sagt mér að ég sé frekar fynd- inn, en í þessum félagsskap var grínið mitt einhvern veginn ekki neitt neitt. Get ekki mælt með þessu við nokkurn mann. Hvaðan fenguð þið innblástur fyrir tón- listina? Þið notið margar tegundir af hljóðfærum. Við Baldur vildum reyna að endurskapa tónlistarleg einkenni þjóðanna sem við heimsækjum, án þess þó að spila bara gömul þjóðlög. Þá hjálpar að nota viðeigandi hljóðfæri og/eða söngstíl þar sem hægt er. Harmónikka kveikir t.d. hugrenningar um Frakkland, sítar tengist Indlandi beint, samstígar ferundir tengjum við beint við kínverska tónlist (hvort sem við þekkjum fræðiheitið eða ekki) o.s.frv. Svo er líka lag þar sem ekki er notast við hljóð- færi heldur líkamann ekki satt? Eitt lag er sungið án undirleiks. Þá rekur Filías Fogg ferða- áætlun sína, en hópurinn syngur fjölraddað Tikk Takk undir. Það er gaman að hafa svona söngfært fólk á sviðinu, og alls ekki sjálfgefið að leikhópur geti sungið í mörgum röddum. Hvernig var að standa sjálfur á sviði í þessu hlut- verki? Í indjánabúningi og með húðflúr á hausn- um? Indjáninn minn er yndislegur, hann fékk svo fallegan boðskap í texta sem var auðvelt að semja laglínu við. Það sama má reyndar segja um Frakkann minn (annar karakter sem ég leik). Höf- uðflúrið er stórkostlegt, eins og allt útlit sýningarinnar. Hvernig myndir þú ferðast umhverfis jörðina á 80 dögum? Einhverjir draumaáfangastaðir? Ekki siglandi, svo mikið er víst. Ég verð allt of sjóveikur til þess. Ég myndi vilja nota ferðalagið til að kynnast áhugaverðri tónlist. Eyða kannski mánuði í að flakka um Afríku, og öðrum mánuði í Ástralíu. Vika eða tvær á Balí í millitíðinni, og restin færi svo í flug og millilendingar. Morgunblaðið/Árni Sæberg GUNNAR BEN SITUR FYRIR SVÖRUM Sjóveikur indjáni Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016 Nei, veistu, það er bara það ógeðslegasta sem ég veit. Birna Guðrún Þórðardóttir Nei, ekki að staðaldri. Ég borða harðfisk og lýg því að sjálfum mér að hákarl sé góður. Ég smakka hann bara til að vera meiri Íslend- ingur. Ari Stefán Hróbjartsson Nei, ekki neitt svoleiðis. Nema harðfisk. Ívar Dór Orrason Já, og líklega er hákarlinn í uppáhaldi. Ég er alin upp við þetta. Arna Eir Gunnarsdóttir Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR BORÐAR ÞÚ ÞORRAMAT? „Mér finnst ég vera að fást við allan skala mannlegra tilfinninga,“ segir Sigga Björg Sigurðardóttir myndlistarkona þegar hún er spurð um furðuleg mannskoffínin sem birtast í verkum hennar. Sigga Björk sýnir nú í Hverfisgalleríi stórar blekteikningar og þrívíð dýr. Menning 48 FURÐUHEIMUR BLEKFÍGÚRANNA Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Sítróna er ávöxtur sem nýta má til allrar matargerðar en safinn, kjötið og börkurinn er dásamlegt krydd í kjöt-, fisk- og eftirrétti svo ekki sé minnst á kökur. Nokkrar dásamlegar uppskriftir sem innihalda sítrónur má finna í blaðinu í dag. Matur 28 Roller Derby, eða hjólaskautaruðningur, er nýtt sport á Íslandi. Leikmenn þeysa hring eftir hring á hjóla- skautum í mikilli baráttu til að koma manni sínum fram- úr andstæðingnum. Mikil harka er í leiknum. Heilsa 16 „Borgarastríðið hvílir enn í dag þungt á mörgum hér,“ segir Finninn Kjell Westö, sem fékk bók- menntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir bókina Hilling 38 sem nú er komin út hérlendis. Aðalpersóna bókarinnar er enn að gera upp við hörmungarnar frá 1918. Bækur 50 Gunnar Ben og Baldur Ragnarsson úr Skálmöld semja tónlistina í Umhverfis jörðina á 80 dögum sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Leik- arar eru m.a. Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfs- son og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.