Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Page 4
* Í hópelti er það oft hreinlega „venjulegur“ hópur fólks sem ferað haga sér eftir ákveðnu mynstri. Hildur Jakobína Gísladóttir ÞjóðmálJÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR julia@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016 Hópelti algengara en einelti Hópelti er fremur nýtt hugtakyfir óæskilega hegðunstarfsmanna. Brynja Braga- dóttir, doktor í vinnusálfræði, varð bráðkvödd á síðasta ári en hún hafði verið að skoða þetta fyrirbæri ásamt starfssystur sinni, Hildi Jakobínu Gísladóttur. Hildur hefur haldið áfram rekstri Officium ráðgjafar, fyr- irtækis þeirra sem veitir þjónustu á sviði vinnusálfræði, stjórnunar og samskipta en hópelti er það sem Brynja og Hildur höfðu lagt áherslu á síðustu misserin áður en Brynja lést. „Hópelti er það sem er kallað „mobbing“ á ensku og styðjumst við að mestu við nýjustu fræðin frá Bandaríkjunum. Lengi hefur einelti og hópelti verið sett undir sama hatt en það eru í raun aðrir þættir sem liggja til grundvallar fyrir síðar- nefndu tegundinni af hegðun fullorð- ins fólks,“ segir Hildur Jakobína. „Venjulegt“ fólk í hópelti Til nánari útskýringar á fyrirbær- unum er einelti í hópi fullorðinna á vinnustað þegar einn einstaklingur sýnir öðrum einstaklingi endurtekna neikvæða framkomu og hegðun. Hópelti er hins vegar þegar hópur einstaklinga veitist að einum eða fleiri einstaklingum. „Þegar um einelti er að ræða get- ur verið auðveldara að uppræta vandann þar sem það er kannski ein manneskja, sem sýnir þessa hegðun. Í hópelti er það oft hreinlega „venjulegur“ hópur fólks sem fer að haga sér eftir ákveðnu mynstri og tekur einn eða fleiri fyrir.“ Hildur segir hætt við að hópelti geti myndast þar sem fyrirtækjum er meðal annars illa stjórnað með vanvirkri stjórnun, þar sem lélegt upplýsingaflæði er innan fyrirtæk- isins og starfslýsingar óljósar. Það sama eigi við um fyrirtæki þar sem ríkir pólitík eða að siðferðisgildi eru með óásættanlegu móti. „Við höfum verið að benda á að líklega er hópelti algengara en ein- elti. Það er óalgengara að þetta sé maður á mann; einhver illgjarn einn einstaklingur heldur en aðstæður sem myndast vegna óheilbrigðra stjórnunarhátta. Rannsóknir styðja það. Mörgum þykir það framandi þeg- ar byrjað er að tala um þetta þar sem flestir þekkja einelti eins og það birtist hjá börnum og tengja við það. Það er ekki hægt að nota alveg sömu nálgun á það.“ Hildur segir að sökum vanþekk- ingar hafi fyrirbærið hópelti ekki verið tekið nógu mikið inn í reikn- inginn þegar leitað er úrlausna á einelti. „Þetta hugtak er nýlegt og ekki margir sem þekkja það á Íslandi. Þess vegna skiptir fræðsla miklu máli og má segja að fræðsla til ann- arra fagstétta eins og lækna, félags- ráðgjafa og sálfræðinga sé mikilvæg þar sem það eru aðilar sem þolend- ur hópeltis leita til vegna líkamlegra og andlega einkenna sem tengjast þessari tegund ofbeldis. Það er líka mikilvægt að til dæm- is þjónustuaðilar í sálfélagslegum þáttum, svo sem frá Vinnueftirlitinu, búi yfir djúpri þekkingu á þessum þáttum. Vinnan í dag snýst of mikið um að skoða klínísk einkenni meints geranda fremur en að taka með í reikninginn þá félags-, umhverfis- og stjórnunarþætti sem geta haft mikil áhrif á eineltishegðun innan vinnustaða, hvort sem það er einelti eða hópelti. Við erum þá að tala um samspil einstaklings, einstaklinga og umhverfis. Það hefur jafnvel komið fyrir, og við Brynja höfum fengið þó nokkra til okkar í þannig aðstæðum, að fólk lendi að ósekju í því að vera stimpl- aðir gerendur í eineltismálum. Heimur þessara aðila er í molum og vanlíðan þeirra gífurleg. Jafnvel get- ur fólk í þeim sporum sýnt einkenni sem svipar til einkenna áfallastreit- uröskunar.“ Hildur segir þá einstaklinga eiga erfitt með að fá meðmæli og fá þá jafnvel ekki aðra vinnu en í slíkum tilfellum hafi vantað þekkingu til að taka með í reikninginn þætti í skipulagsheildinni og umhverfinu sem voru að valda vandanum. „Það felst mikil ábyrgð í því að finna út hvort einelti eigi sér stað eða ekki og mikilvægast er að okkar mati að finna úrlausnir til að tryggja að slíkt hendi ekki að nýju á þeim vinnustað sem unnið er fyrir. Hins vegar er auðvitað best og reyndar komið í lög að gera áhættu- mat svo að fyrirtæki lendi ekki í þessum eyðileggjandi málum sem geta svert ímynd vinnustaðarins og eyðilagt liðsheildina.“ Forvarnir skipta öllu máli til að koma í veg fyrir að hópelti geti myndast og á hverjum vinnustað eru þættir sem hægt er að „troða í götin“ eins og Hildur orðar það. „Það er mjög alvarlegt og mikill ábyrgðarhluti að stimpla einhvern sem geranda. Því er afar mikilvægt að fræða um hópelti einmitt í ljósi þessa.“ Afleiðingar hópeltis alvarlegri en eineltis En hversu algengt er einelti og hóp- elti? „Það hefur vantað mikið upp á rannsóknir á einelti hér á Íslandi. Nú er ein í gangi sem ég er spennt að sjá niðurstöðurnar úr en að með- altali hefur þetta verið að mælast 3-5%. Einelti og hópelti eru mjög al- varleg vandamál og stundum eru þau nær óleysanleg ef yfirmaðurinn tekur ekki á málunum eða tekur jafnvel þátt í þessari hegðun. Dæmi eru um slíkt og þá er í raun eina leiðin að yfirgefa vinnustaðinn áður en þolandinn hlýtur skaða af. En ef fyrirtæki vilja breyta þessu þarf fyrst og fremst sterkar manneskjur í stjórnunarstöður. Fyrirtækið þarf að gefa skýrt til kynna að einelti líð- ist ekki. Þá spila aðrir þættir inn í. Til dæmis er algengara að einelti og hópelti þrífist í umhverfi þar sem áhersla er lögð á afköst, samkeppni og árangur á kostnað samvinnu, ör- yggis og vellíðunar.“ Auk þess sem fyrirtæki ættu að vera með virka stefnu í eineltis og aðgerðaráætlun breytir öllu að áhersla sé lögð á opin og heiðarleg samskipti, fólki sé hrósað, hvatt og gefið tækifæri. Þá er umhyggja lykilatriði. Afleiðingar eineltis eru meðal annars versnandi andleg og lík- amleg heilsa, erfiðleikar í einkalífi, félagsleg einangrun og verri fjár- hagsleg staða. Rannsóknir í Banda- ríkjunum hafa sýnt fram á að afleið- ingar hópeltis séu jafnvel enn alvarlegri. Þar veitist hópur að einni manneskju sem fer að efast um sjálfa sig. „Fólk er til dæmis hrætt við að líða fyrir það að láta vita af einelti innan vinnustaðarins, er hrætt við að missa vinnuna og vera ásakað um að vera ekki nógu hart af sér. Það er hins vegar afar mikilvægt að leit- að sé aðstoðar áður en það er of seint. Leita til yfirmanns ef hann er umhyggjusamur, aðstoðar frá stétt- arfélagi og sérfræðinga svo sem sál- fræðinga og lækna. Rannsóknir sýna líka að mannauðsdeildir séu ekki bestar til þess að finna lausnir á slíku ofbeldi þar sem þau eru hluti af framkvæmdastjórn fyrirtækisins og því ekki hlutlaus aðili. Og að lok- um er mikilvægt að benda á að áður en lagt er af stað og sótt er um vinnu, er ekki vitlaust að grafast fyrir um stjórnun fyrirtækisins og veltu starfsmanna.“ Getty Images ÁÐUR EN VINNUSÁLFRÆÐINGURINN BRYNJA BRAGADÓTTIR LÉST HÖFÐU HÚN OG SAMSTARFSKONA HENNAR, HILDUR JAKOBÍNA GÍSLADÓTTIR, LAGT MIKLA ÁHERSLU Á SVOKALLAÐ HÓPELTI. NÝJUSTU RANNSÓKNIR VESTANHAFS GEFA TIL KYNNA AÐ AFLEIÐINGAR HÓPELTIS SÉU JAFNVEL ALVARLEGRI EN EINELTIS. Brynja Bragadóttir og Hildur Jakobína Gísladóttir. Brynja Bragadóttir, doktor í vinnu- og heilsusálfræði, lést á síðasta ári en hún var frum- kvöðull á sviði rann- sókna og bar- áttu gegn vinnustaða- einelti á Ís- landi. Minn- ingarsjóður hefur verið stofnaður í hennar nafni; Stofn- un dr. Brynju Bragadóttur, sem hefur það að markmiði að vinna gegn vinnustaðaeinelti. Í tilefni stofnunarinnar verður efnt til tónleika með valin- kunnum tónlistarmönnum í Bústaðakirkju í dag, sunnudag- inn 31. janúar. Tónleikarnir eru frá kl. 12-16. TÓNLEIKAR Í TILEFNI MINNINGARSJÓÐS Dr. Brynja Bragadóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.