Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016 Heilsa og hreyfing N ý íþróttagrein er að líta dagsins ljós hér á landi þar sem kepp- endur eru á hjóla- skautum. Tvö lið skipuð fimm manns hvort keppa á spor- öskjulaga braut og skauta hring eftir hring á miklum hraða. Valinn er einn lykilleikmaður í hvoru liði sem merktur er með stjörnu á hjálminum. Hann er kallaður djammari sem er þýðing úr enska orðinu jammer. Það lið sem kem- ur sínum djammara oftar fram úr andstæðingum vinnur leikinn. Mynda mannlega veggi Alexandra Dögg Steinþórsdóttir, sem stundar sportið af miklum móð, útskýrir leikinn. „Tilgang- urinn er að koma djammaranum í gegnum hópinn, hring eftir hring í kringum brautina. Hún fær stig fyr- ir hverjar mjaðm- ir sem hún kemst framhjá,“ segir Alexandra. Á vellinum er hart barist. „Bæði liðin þurfa að vera innan sex metra, annars myndu allir tvístrast út um alla braut. Bæði liðin eru að spila sókn og vörn á sama tíma. Þetta er mikið af fólki á sama svæði sem er að slást um að koma sinni manneskju í gegn og að passa að hin manneskjan komist ekki í gegn. Við myndum mannlega veggi því það er auðveld- ara að stoppa manneskju fjórar saman heldur en ein. Þegar djamm- arinn er búinn að skauta hringinn og er kominn á rosa hraða er mikið högg sem kemur þegar hann er stoppaður af. Ruðningurinn kemur þegar hann er stoppaður en það má ekki nota hendur og ekki olnboga og það má ekki sparka,“ útskýrir Alexandra. „Það má bara nota frá miðjum lærum og upp að öxl þann- ig að þú slengir öllum líkamanum,“ segir hún og viðurkennir að það sé alveg hægt að meiða sig en þess vegna eru notaðar hlífar. „Það er hættulegast ef þú dettur og tekur fjölda manns með þér af því að það er svo mikill hraði,“ segir hún. „Það er ekkert algengt að fólk slasi sig illa, maður er bara svolítið lemstraður.“ Skauta eins og brjálæðingar Engin mörk eru í leiknum heldur teljast stig þegar djammarinn kemst framhjá andstæðingi. „Ef þú ferð framhjá fjórum manneskjum færðu fjögur stig. Svo reynirðu að hlaupa annan hring og fá fleiri stig. Þú ert í raun að skauta eins og brjálæðingur ef þú ert djammari og síðan að slást til að komast í gegn,“ segir hún en hver lota er einungis tvær mínútur. Hinir í liðinu kallast „blocker“ en þeir eru þá í vörn og hjálpa sínum djammara að komast í gegn. Hún segir liðið velja hverjir eru bloc- kerar og hver er djammari. „Við veljum oft sterka einstaklinga sem geta gefið stór högg og sem eru mjög stöðugir sem blockera. Djammararnir eru oft fólkið sem er með gott úthald og getur skautað rosalega hratt. En þær þurfa líka að vera mjög sterkar því þær eru í raun með fjórar á móti sér á meðan blockarar eru fjórar á móti einni,“ segir hún. Ekki tekin alvarlega í byrjun Roller Derby er upprunalega frá Bandaríkjunum og byrjaði þar um ROLLER DERBY ER NÝ ÍÞRÓTT Á ÍSLANDI Hart barist á hjólaskautum ROLLER DERBY, EÐA HJÓLASKAUTARUÐNINGUR, ER NÝ ÍÞRÓTTAGREIN SEM ER AÐ SKJÓTA RÓTUM HÉRLENDIS. UM FJÖRUTÍU MANNS STUNDA NÚ ÍÞRÓTTINA EN FER FJÖLGANDI. Í LEIKNUM Á LYKILLEIKMAÐUR AÐ SKAUTA FRAM ÚR ANDSTÆÐ- INGUM OG SAFNA STIGUM TIL AÐ VINNA LEIKINN. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ljósmynd/Marko Niemelä Alexandra Dögg Steinþórsdóttir Keppt er við erlend lið tvisvar á ári. Í fyrra léku þau á móti sterku liði Finna. Litríkur matur er ekki bara augnayndi. Sterkir litir í mat benda oft til þess að maturinn sé holl- ur og fullur af vítamínum og andoxunarefnum. Borðaðu mörg handfylli af litríkum ávöxtum og grænmeti daglega og þú þarft ekki sleppa úr venjulegum máltíðum. Hlaup og M&M telst ekki með, þótt litríkt sé. Hvað er betra en mangó, bláber og jarðarber til að lífga upp á daginn? Borðaðu litríkan mat Í vikunni stóð sálfræðisvið og náms- og starfsráðgjöf Háskólans í Reykjavík fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigði. Fyrirlestrar voru haldnir um ýmis geðheilbrigðismál en aðalfyrirlesari var David M. Clark, prófessor við Háskólann í Ox- ford og einn þekktasti sérfræðingur heims á sviði gagnreyndrar sál- fræðimeðferðar. Hann fjallaði um umfangsmikið og árangursríkt verk- efni sem snýr að því að auka vægi sálfræðimeðferðar í almennri heilsu- gæslu í Bretlandi. Jón Friðrik Sigurðsson, sálfræð- ingur og prófessor í HR og HÍ sagði að fyrirlestrarnir, sem voru bæði fyrir nemendur og almenning, hefðu verið vel sóttir. Hann er hlynntur hugmyndum David M. Clark og myndi gjarnan vilja sjá þessa að- ferðafræði hér á landi. „Það eru til úrræði, sérstaklega við þunglyndi og kvíða og geðröskunum, sem eru hagkvæm, en þær standa fólki ekki til boða. Læknar hafa fá úrræði og oft eru lyf eina úrræðið, það þekkj- um við vel hér á landi. Við förum fram úr öllum tölum í lyfjagjöf, t.d. hvað varðar þunglyndislyf. Það eru til aðferðir sem gagnast mjög vel, í sumum tilfellum jafnvel eða betur en lyfjameðferð og hafa ekki auka- verkanir,“ segir Jón en um þetta fjallaði fyrirlestur David M. Clark Sálfræðimeðferð oft betri en lyfjagjöf ÞÚF ÆRÐ VÉLS LEÐA - FATN AÐIN NHJ ÁOK KUR STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.