Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Page 17
31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 1940. Þá var litið á íþróttina frek- ar sem skemmtiatriði en íþrótt. „Þetta var svolítið eins og fjöl- bragðaglíman sem var rosalega of- beldisfull en líka bara leikrit. Þetta var ekki alvarleg íþrótt og einungis konur voru í henni. Svo voru það stelpur í Texas sem tóku íþróttina og löguðu hana til og bjuggu til reglugerðir og gerðu þetta að alvöru sporti. Núna er þetta risa samfélag í heiminum. Og nú eru líka karlar í þessu,“ segir Alexandra. Hún segir að konur og karlar spili á ólíkan hátt. „Konur spila þetta meira með mjöðnunum en karlar með öxl- unum,“ segir hún. Sjö dómarar fylgjast með Sjö dómarar eru á vellinum en íþróttin er svo hröð að það þarf marga dómara til að fylgjast með. Dómarar dæma þá villur á leik- menn ef þeir brjóta af sér. „Ef þú færð sjö villur ertu rekinn af vellinum og þá þarftu bara að gefa skautana og helst að fara úr húsinu. En það er algengt að fólk fái villur. Það er mikið af reglum. Þá ferðu í skammarkrók í 30 sek- úndur, sem er frekar mikið af tveimur mínútum en þá máttu fara að skauta aftur inn á,“ út- skýrir hún. Hjálmar og hlífar Roller Derby á Íslandi heldur oft nýliðanámskeið og fá þá þátttak- endur allan búnað lánaðan, nema hjálminn. En staðalbúnaður er hjólaskautar, hjálmur og hlífar á munn, hné, olnboga og úlnliði. „Við komum þeim af stað og síð- an kaupa þau eigin útbúnað ef þau vilja vera áfram með okkur,“ segir hún og nefnir að meðlimir séu fjörutíu en að þau séu tutt- ugu hér á landi sem stundi þetta reglulega. Alexandra segir þau vera búin að sækja um að komast í Íþrótta- félag Íslands og leita þau að góðu íslensku nafni yfir Roller Derby. „Þetta er viðurkennd íþrótt og er stefnt að því að hún verði á ól- ympíuleikunum einn daginn,“ seg- ir hún en íslensku nöfnin sem hafa verið nefnd eru skautaat og hjólaskautarallý. Eina liðið á landinu Íslenska félagið hefur verið til í fjögur ár en fór á fullt skrið fyrir tveimur árum. Keppendur þurfa að vera átján ára og er fólk upp að fimmtugsaldri að æfa sportið. Æft er þrisvar í viku í 2-3 tíma í senn. Það hefur verið vandamál að keppa í greininni þar sem þau eru eina liðið á landinu. „Við höf- um verið að keppa tvo heimaleiki á ári við fólk erlendis frá,“ segir Alexandra. Hún segir að liðið sé að verða nógu stórt til að þau geti skipt í tvö lið og keppt við hvort annað. „Þá munum við keppa mun oftar,“ segir Alex- andra og vonast hún til að sjá fleiri Íslendinga á hjólaskautum í framtíðinni. Morgunblaðið/Styrmir Kári * Svo reynirðuað hlaupa ann-an hring og fá fleiri stig. Þú ert í raun að skauta eins og brjálæðingur ef þú ert djammari og síð- an að slást til að komast í gegn. Roller Derby er nýtt á Íslandi og er æft þrisvar í viku. Mikil harka er í leiknum en leik- menn eru á hjólaskautum. Læknirinn getur hjálpað þér að halda heilsunni en ábyrgðin er alltaf hjá þér. Fáðu annað álit ef þú ert í vafa og haltu heilsufarsdagbók. Skráðu þar niður allt sem viðkemur þínum sjúkdómi, lyfjanotkun og heimsóknum til lækna. Kynntu þér vel sjúkdómasögu ættingja þinna. Vertu ábyrgur sjúklingur* Ef þú býrð ekki yfir sjálfstrausti muntu alltaf finna leið til að tapa. Carl Lewis Manneskjan, sem íbúi jarðar, verð- ur að huga að sjálfbærni í neyslu- venjum sínum til að ganga ekki á auðlindir jarðar. Ekki viljum við skilja eftir sviðna jörð fyrir kom- andi kynslóðir og því þarf hver og einn að líta í eigin barm. Á vefsíð- unni heilsanokkar.is er ítarlega far- ið yfir þessi mál. Fólksfjölgun er gríðarleg og er talið að jarðarbúar verði yfir 9 milljarðar eftir 25 ár. Til að tryggja fæðuöryggi verður að huga að þessum málum strax í dag. Til þess að leggja þitt af mörkum eru hér gefin fimm góð ráð: Veldu plöntuafurðir Þá stuðlar þú að minni notkun á ferskvatni auk þess að minnka eyðingu skóga. Minnkaðu kjötneyslu Kjötfram- leiðsla veldur mikilli losun gróð- urhúsalofttegunda en það þarf 11 sinnum meiri orku til að framleiða eina hitaeiningu af dýrapróteini en eina hitaeiningu af plöntupróteini. Veldu sjávarafurðir Þær eru hollar og góðar og er bleikur fiskur sérstaklega ríkur af omega-3 fitu- sýrum og D-vítamíni. Verslaðu í nærumhverfi. Þar er oft að finna lífrænt ræktaðan mat. Slík ræktun stuðlar að minnkun í orkunotkun og flutningskostnaði og tilsvarandi minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda. Vertu meðvitaður um það sem þú borðar Hugsaðu út í hvaðan maturinn kemur, hvernig hann er ræktaður og hvernig hann nærir líkamann. SJÁLFBÆRAR NEYSLUVENJUR Hugað að sjálfbærni Verslaðu lífrænt grænmeti í versl- un nálægt þér. Morgunblaðið/Árni Sæberg sem hefur starfað sem ráðgjafi fyrir síðustu þrjár ríkisstjórnir í Bret- landi. Í Bretlandi hafa þessar sál- fræðiaðferðir verið notaðar með góðum árangri. Jón segir þessar að- ferðir sálfræðinga skila sér vel til sjúklingsins sem kemst þá aftur út á vinnumarkaðinn en einnig skilar það sér í ríkiskassann á endanum. Hann segir að margir ráðamenn hafi sótt fyrirlestur Clarks. „Ráðherra heil- brigðismála er áhugasamur, hann hefur sýnt það. Það er alltaf byrj- unin. Það þarf að setja pening í alla hluti til að fá þá til baka. Það þarf líka að þjálfa fólk og við þurfum að gera það,“ segir hann. Stjórn- málamenn vilja þetta þegar þeir átta sig á því að við getum alltaf sýnt hvað við erum að gera,“ segir Jón og nefnir að þetta virki vel í Bretlandi. Þarf að vera niðurgreitt „En til þess að þetta verði að veru- leika þarf að leggja svolítið í þetta og menn þurfa að vera óhræddir og treysta því að það komi eitthvað til baka. Nú eru fleiri lönd að skoða þetta módel,“ segir hann og bendir á að það sé ekki verið að segja að lyf séu gagnslaus. Þetta snýst fyrst og fremst um það að það sé til úrræði sem er aðgengilegt en nú er gang- verðið á sálfræðiviðtali 14 þúsund krónur. „Fólk veigrar sér oft við að borga fyrir svona,“ segir Jón sem vill fá slíka þjónustu niðurgreidda af rík- inu. „Það er hægt að breyta þessu á skynsamlegan og gagnlegan hátt. Sjúklingurinn á að fá bestu meðferð sem völ er á; hann á að fá ódýrustu meðferðina og hún á að skila árangri,“ segir Jón að lokum. Fyrir áhugasama má lesa um verkefnið en það nefnist Improved Access to Psychological Therapies. Á slóðinni http://www.ru.is/ haskolinn/vidburdir/nr/32553 má sjá fyrirlesturinn sem David M. Clark hélt í vikunni. Morgunblaðið/Ásdís Sjá útsölustaði Crabtree & Evelyn á www.heggis.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.