Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016 Fjölskyldan Krakkamengi, tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir 4-6 ára börn, verður haldið íannað sinn sunnudaginn 31. janúar klukkan 10.30 í Mengi við Óðinsgötu. Benedikt Hermann Hermannsson, tónlistarmaður og kennari, leiðir námskeiðið en gestir verða Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir) og Futuregrapher (Árni Grétar). Annað Krakkamengi Ungt fólk eyðir meiri tímaá netinu en í að horfa ásjónvarpsþætti, sam- kvæmt árlegri könnun sem gerð er í Bretlandi til að kanna sjón- varps- og netnotkun barna. Starfsfólk rannsóknarstofunnar Childwise segir þetta marka mikla breytingu. Hjá þeim sem horfa á sjónvarp er Netflix vin- sælla en hefðbundin sjónvarps- stöð. Fréttavefur BBC greinir frá þessu. Ennfremur hefur orðið mikil auking á spjaldtölvueign barna, eða um 50% frá fyrra ári. Könnunin náði til fleiri en 2.000 barna, fimm til sextán ára, og hefur verið gerð árlega frá því á miðjum tíunda áratugnum. Þetta er í fyrsta sinn sem netnotkun, þrír tímar á dag, er meiri en sjónvarpsáhorf, sem mælist að meðaltali 2,1 klukku- stund á dag. Á meðal 15-16 ára unglinga horfir minna en fjórðungur hópsins á sjónvarp í línulegri dagskrá. 32% þessa aldurshóps eiga sér engan uppáhalds- sjónvarpsþátt. Helmingur horfir á Netflix 50% höfðu horft á Netflix í vik- unni sem könnunin fór fram en sambærileg tala fyrir vinsælustu sjónvarpsstöðvarnar var 47% hjá ITV1 og 46% hjá BBC1. Ungt fólk vill þó ennþá helst horfa á sjónvarp í sjónvarpstæki og horfir lítill hópur á sjón- varpsþætti í farsímanum. Meðalnetnotkun barna er þrír tímar á dag en á meðal 15-16 ára unglinga er notkunin nærri því fimm tímar. Algengasta leið- in til að nota netið er í gegnum farsíma, sem er í almennri eigu þessa hóps. Á meðal yngri barna hefur verið mikil aukning á notkun spjaldtölva og er iPad þar vin- sælastur. Þetta er í fyrsta sinn í könnuninni sem spjaldtölvan er vinsælli en aðrar tegundir af tölvum. Börn fara á netið til að horfa á myndbönd, hlusta á tónlist, spila leiki og í heimildaöflun fyr- ir heimavinnu. Eldri hópurinn notar samfélagsmiðla, ekki síst stelpur. YouTube er einhver vinsælasti áfangastaðurinn á netinu og er vefurinn notaður af nærri helm- ingi allra fimm til sextán ára barna. Fyndin myndbönd vinsæl Vinsælasta efnið er fyndin myndbönd og kennslumyndbönd og horfa margir á kennslu- myndbönd um ýmsa tölvuleiki. YouTube er líka vinsæl leið til að horfa á sjónvarpsþætti en 74% ungs fólks horfa þannig samanborið við 40% sem horfa á BBC iPlayer, sem er vinsælasta sjónvarpsþjónustan af þessu tagi á Bretlandi. Annað sem vinsælt er að gera á netinu er að fara á Snapchat, skoða Instagram eða Facebook og spila Minecraft. Geislaspilarinn er á útleið en flestir hlusta á tónlist í gegnum farsímann sinn. Tímarit eru enn- fremur lesin af færri en áður. VATNASKIL Í MIÐLANOTKUN BARNA OG UNGLINGA Í BRETLANDI Á meðal 15-16 ára unglinga horfir minna en fjórðungur hópsins á sjónvarp í línulegri dagskrá. 32% þessa aldurshóps eiga sér engan uppáhaldssjónvarpsþátt. YouTube er vinsæl leið til að horfa á sjónvarpsþætti. Getty Images/iStockphoto BÖRN OG UNGLINGAR Í BRETLANDI EYÐA NÚ MEIRI TÍMA Á NETINU EN Í AÐ HORFA Á SJÓNVARPSÞÆTTI, SAMKVÆMT ÁRLEGRI KÖNNUN, OG ER ÞETTA Í FYRSTA SINN SEM TÖLVURNAR OG SNJALLTÆKIN ERU VINSÆLLI EN SJÓNVARPIÐ. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Meiri tími í tölvur en sjónvarp Skólastjóri í Bretlandi hefur skrifað foreldrum barna í skólanum og biðlar til þeirra um að hætta að fylgja börnunum í skólann á náttfötunum. Kate Chisholm, skólastjóri grunnskólans Skerne Park Academy í Darlington, skrifaði bréfið eftir að hún tók eftir því að sífellt fleiri foreldrar fylgdu börnum sínum í og úr skóla í náttfötunum, náttslopp og jafnvel inniskóm. Chisholm segir að kornið sem fyllti mælinn hafi verið þegar einhverjir foreldrar mættu í náttfötum á jólasýningu skólans og á foreldrauppákomur að kvöldi til í skólanum. Hún segist vera að gera þetta til að börnin fái betri fyrirmyndir í lífinu. „Ég er ekki að reyna að segja fólki hvað það eigi að gera við líf sitt en mér finnst mikilvægt að börn hafi góða fyrirmynd á morgnana, að foreldrar fari á fætur, klæði sig og séu tilbúnir í daginn þegar þeir fari út að morgni,“ sagði hún í samtali við BBC. „Mér fannst bara að þetta hefði gengið of langt,“ sagði hún. „Ég hef fengið mikinn stuðning frá nærsamfélag- inu og fólk hefur sagt við mig að það væri tími kom- inn til að taka á þessu. Ég hef fengið fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð,“ sagði Chisholm sem segir að besta tækifærið til að hlúa betur að börnunum sé í gegnum foreldrana. SKÓLASTJÓRI HVETUR FORELDRA TIL AÐ KLÆÐA SIG Engin náttföt á skólalóðinni Náttföt eru ekki skólaföt. Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Vinnuvistvænt • Minni vatnsnotkun Nýja ENJO vörulínan er komin á markað Ferskari, líflegri og enn meiri gæði  Margir foreldrar hafa áhyggjur af að börnin þeirra eyði allt of miklum tíma á netinu. Þetta get- ur valdið togstreitu á heimilinu, sér í lagi þegar áhyggjur foreldra brjótast út með stöðugu tuði og nöldri. Aðfinnslur foreldranna leiða til þess að barnið verður pirrað sem veldur foreldrunum enn þá meiri áhyggjum. Um tvennt er að velja vilji for- eldrar koma sér út úr þessum vítahring: að kynna sér netið af eigin raun með aðstoð barnanna og að ræða við börnin af yfirvegun.  Mælt er með að foreldrar gefi sér tíma til að kynna sér hvað börnin þeirra eru að gera á netinu, hvaða leiki þau spila og hvaða vefsíður þau nota mest. Þannig getur skapast samtal milli foreldra og barna, bæði um kosti þess að nota netið og aðra miðla og eins hvaða hættur það getur haft í för með sér. Samtal skilar alltaf betri árangri en stöð- ugar aðfinnslur og yfirgangur. Börn eiga líka rétt á að segja sína skoðun.  Setji foreldrar allt of strangar reglur um miðla- notkun á heimilinu er hætt við að börnin verði hvekkt og veigri sér jafnvel við að biðja um aðstoð síðar meir. Traust og opin samskipti eru lykilatriði eigi miðlanotkun barnsins að vera eins örugg og hægt er. Einnig er mikilvægt að foreldrar gangi á undan með góðu fordæmi og gjói ekki augum sífellt á símann eða sjónvarpið. Slökkvi jafnvel stundum á miðlunum og njóti friðar og samveru við börnin sín.  Börn og unglingar vita fátt skemmtilegra en að spjalla við foreldra sína og eiga athygli þeirra óskipta í smástund. Það getur líka verið gaman að lesa saman, læra að nota myndavél eða horfa á kvikmyndir saman. Það er ein besta kennsla í miðlalæsi sem foreldrar geta gefið börnum sínum. Með þessum hætti getur fjöl- skyldan farið saman í ferðalag um miðlaumhverfi 21. aldarinnar. Þetta snýst ekki bara um að setja ramma og reglur! Úr handbókinni Börn og miðlanotkun sem er að finna á heimiliogskoli.is Fjölskylduleiðbeiningar um miðlanotkun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.