Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Page 36
FALLEG FORM OG FÁGUN
Hátískan
í París
Í VIKUNNI SEM LEIÐ SÝNDU HELSTU
TÍSKUHÚSIN HÁTÍSKULÍNUR SÍNAR FYR-
IR SUMARIÐ 2016. MIKIÐ VAR UM
FALLEG FORM, EINSTÖK SMÁATRIÐI OG
SÍÐAST EN EKKI SÍST FÁGUN.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
CHANEL
Karl Lagerfeld yfirhönnuður Chanel sýnir glæsilega hátískulínu
fyrir sumarið 2016. Gull, perlur og falleg form einkenndu línuna
sem var afskaplega fjölbreytt og spennandi.
GIAMBATT-
ISTA VALLI
Dásamleg og
draumkennd lína
frá Giambattista
Valli. Bróderingar,
blómamunstur
og flæði ein-
kenndu línuna.
VERSACE
Hönnun hinnar ítölsku Donatellu
Versace fyrir hátískusumarlínu Ver-
sace 2016 var ákaflega falleg. Grafík,
bæði í litum, efnum og skurði vakti
athygli en fatnaðurinn var nánast allur
aðsniðinn og fengu því línur líkamans
að njóta sín í línunni. Litirnir og smá-
atriði virtust jafnframt innblásin að
hluta til úr sporti en á heildina litið
var línan spennandi og skemmtileg.
AFP
MAISON MARGIELA
Lína John Galliano fyrir hátískulínu Maison Mar-
giela var rosaleg. Galliano veit alveg hvað hann er
að gera þegar kemur að efnum og formum. Línan
var skemmtileg, áhugaverð og frumleg og ekki
skemmdi áhugaverð útfærsla á förðun og hári fyrir.
AFP
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016
Tíska