Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016 V instristjórn Steingríms og Jóhönnu hafði kæki og voru sumir skrítnari en aðrir. Einn af kækjunum var reglubundin tilkynning um að hún ætlaði að láta „rannsaka“ söluferlið á tveimur ríkisbönkum á sínum tíma. Var jafnan látið að því liggja, með hálfkveðnum vísum, að söluferlið hefði ráðið miklu um það, að bank- arnir féllu haustið 2008. Kannski öllu. Aldrei var það þó útskýrt svo að það yrði umræðuhæft. Dylgjustíllinn einn var látinn duga. „Einkavinavæðingin“ varð tamt orð í munni, þótt ekki tækist jafnvel að spyrða einka- vinina saman. Rannsóknarprestar Í þessum leiða leik var skautað yfir margt. Til að mynda það, að Ríkisendurskoðun hefði þegar látið gera rækilega úttekt á bankasölunni, svo sem eðlilegt var, þar sem um var að ræða álitlegan þátt í ríkis- búskapnum og við þá sölu hafði þurft að þreifa sig áfram án gagnlegra fordæma. Þegar sett var samasemmerki á milli misheppn- aðrar einkavæðingar og bankahruns var skautað á fleygiferð fram hjá því, að fyrsti bankinn sem féll hafði ekki tilheyrt „einkavinavæðingunni“. Tilveru þess banka mátti að mestu rekja til aðgerða ríkisstjórnar sem sat 1988-1991, með Jóhönnu og Steingrím bæði innanborðs. Sú gjörð öll hefur sjálfsagt hvorki verið meiri eða minni „einkavinavæðing“ en sú sem fram- kvæmd var áratug síðar. Orðið „einkavinavæðing“ er snjallyrði og notadrjúgt í áróðri og ómerkingar komast upp með að slá um sig með því, án þess að vera krafðir um rök fyrir nafngift- inni. Hótanir um rannsókn á einkavæðingu bankanna voru settar fram á fárra mánaða fresti þau fjögur ár sem þessi ríkisstjórn tórði, raunar völt mjög seinni hlutann. Afstaða Morgunblaðsins til þessa málatilbúnaðar kom oft fram í ritstjórnargreinum. Hún var sú, að teldi ríkisstjórnin að eitthvað gruggugt hefði verið að einkavæðingunni sem slíkri, jafnvel svo mjög, að til hennar mætti jafnvel rekja fall bankanna, þá bæri að samþykkja tillögur um „rannsókn“ og hrinda þeim í framkvæmd sem fyrst. Það er auðveldara að rannsaka mál sé ekki langt liðið frá atburðum. En þrátt fyrir þennan eindregna stuðning Morgun- blaðsins (sem studdi vissulega ekki allt sem þessari stjórn datt í hug) hélt hótunarhjalið eitt áfram og ekk- ert varð úr neinu. Hvað hefði sést? Engin skýring hefur fengist á því, hvers vegna þetta „forgangsmál“ dagaði uppi. En í þá eyðu má geta. Þeir sérfræðingar, sem hljóta að hafa gluggað í mál sem ríkisstjórn setti í forgang, hafa fljótt séð að nið- urstaða rannsóknarinnar og dylgjurnar myndu ekki falla vel saman. Skýrslan hefði m.a. sýnt, að fengnir hefðu verið fær- ustu sérfræðingar að málinu, jafnt innlendir sem er- lendir. Ítrekaðar tilraunir til að fá kaupendur báru framan af ekki árangur. Fyrir liggja pappírar frá þessum alþjóðlegu ráðgjöfum um að erfitt væri að vekja áhuga manna á kaupum því ríkisstjórnin hefði óraunsæjar væntingar um verð. Ekki hefði það passað vel við fullyrðingar um að þáverandi ríkisstjórn hefði helst viljað gefa þessar eignir. Margvísleg viðhorf Það vantaði ekki, að í aðdraganda einkavæðingar banka höfðu margvísleg sjónarmið verið sett fram. Svo sem það, að mikilvægt væri að erlendir bankar kæmu að kaupunum og að hluti kaupverðs fengist í er- lendri mynt og þar fram eftir götunum. Þá voru þau sjónarmið bréfritara kunn að æskileg- ast væri að bankarnir yrðu í dreifðri eignaraðild eftir sölu þeirra. Eins og ýmsir láta nú kæmi það á óvart að sjá í skýrslu, að þessi sjónarmið fengu dræmar und- irtektir. Rök þeirra, sem andvígir voru sölu í dreifðri eignar- aðild, komu úr öllum stjórnmálaflokkum. Þeir voru einnig til, sem lögðust ekki gegn hugmyndinni sem slíkri. Afstaða þeirra litaðist af því, að þeir töldu að- ferðina ekki raunhæfa. Auðveldlega mætti komast framhjá slíkum kvöðum, með leppum eða öðrum und- irmálum. Skilgreiningar eftirlitsaðila síðar styrktu menn í þessari trú. Til að mynda voru feðgar ekki taldir tengdir aðilar varðandi annan bankann. Og fyrirtæki, sem voru með einum eða öðrum hætti öll á hendi eins og sama aðila, sem allir svo sem vissu, voru ekki talin tengd í skilningi þeirra laga sem fara þyrfti eftir. Engu breytti þótt sá sem héldi þar um alla þræði væri líka ráðandi maður í bankanum, þótt það sæist ekki á skipuriti. Fróðlegur dómur um furðuhluti Í þessu sambandi er fróðlegt að horfa til máls sem Hæstiréttur afgreiddi í þessari viku. Málið fjallaði um kaup á hlutafé í Williams Grand Prix Enginering Ltd. og kostunarsamningi tengdum því fyrirtæki. Það snýst um milljarða króna og Glitnir gekk í ábyrgð eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þetta var aðeins rúmlega mánuði áður en bankinn fór í þrot, svo veruleikafirr- ingin hefur verið á háu stigi. En kannski hefur verið óbragð í munni bankastarfs- manna, því að áskilið var, að í tryggingarskyni mundi Jón Ásgeir Jóhannesson leggja fram hlutabréf í Stoð- um að verðmæti 1.500.000.000 krónur. Tekið er þó fram, að Jón sé að vísu ekki eigandi þessara bréfa og því sé þetta eingöngu viljayfirlýsing! Nú stendur þannig á, að bréfritari á ekki eitt einasta hlutabréf, en hann gæti sjálfsagt heitið því að leggja fram hlutabréf í stöndugu fyrirtæki, t.d. Icelandair, svo sem 4.000.000.000 krónur, til að greiða fyrir per- sónulegum bankaviðskiptum sínum. Auðvitað myndi bréfritari taka fram að hann ætti engin slík bréf og þess vegna væri þetta einvörðungu viljayfirlýsing. Með öðrum orðum út í hött. Allt er þetta eins og fréttir úr fáránleikaleikhúsi. En var einhver skýring á því að banki hagaði sér svona undarlega? Hana má sennilega lesa út úr fyrrnefndu máli. Glitn- ir hf. segir í málinu: „Hann telur Jón Ásgeir Jóhann- esson hafa í reynd verið æðsta stjórnanda bankans, þótt hann skorti þá stöðu formlega. FL Group hafi verið ráðandi hluthafi í Glitni og að auki hafi Jón Ás- geir ráðið Lárus Welding sem forstjóra bankans. Jón Ásgeir og Glitnir banki hafi því verið nákomnir í skiln- ingi 3. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og reglna Fjármálaeftirlitsins.“ Málatilbúnaður saksóknara og niðurstöður dóm- stóla hafa sýnt fjölda dæma um stórámælisverða framgöngu. Og þegar horft er til þess dæmis, sem kom fram í Hæstarétti sl. fimmtudag, má betur skilja að ýmsir geti haft efasemdir um að áform um dreifða eignaraðild í bönkum myndu halda. Það var svo furðulegur millikafli í eignarhaldi á ís- lenskum bönkum þegar Steingrímur Sigfússon gaf er- lendum kröfuhöfum tvo af stærstu íslensku bönkunum án þess að nokkur umræða færi fram um þann gjörn- ing í þjóðfélaginu. Þann þátt þyrfti að rannsaka því að flest er enn á huldu um þá framkvæmd alla. Gömlu dansarnir eru fjörlegir, en sum danssporin hræða Reykjavíkurbréf 29.01.16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.