Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Qupperneq 47
Í lokaávarpi sínu fór saksóknari fram á fimm ára fangelsi yfir Blythe. Meðal annars með þessum orðum: „Jafnvel leikskólabörn gera sér grein fyrir því að fall úr slíkri hæð getur verið skaðlegt.“ Lofaði að gera ráðstafanir Blythe ávarpaði dóminn sjálfur og kvaðst ekki vilja víkja sér undan ábyrgð. Hefði honum fundist hann bera ábyrgð á dauða Noseks hefði hann lýst sig sekan fyrir dómi. Yrði hann sýknaður lofaði hann að grípa til ráð- stafana til að svona lagað myndi aldrei gerast aftur á tónleikum Lamb of God. Fjölskylda Noseks var að vonum harmi slegin. Pilturinn lést á afmæli föður síns og móðir hans hafði ekki getað unnið frá andláti hans vegna andlegra veikinda. Eftir að hafa hlýtt á frásögn vitna sagði talsmaður fjöl- skyldunnar hana þó ekki vera þeirrar skoð- unar að Randy Blythe bæri einn ábyrgð í málinu. Dómur var kveðinn upp í héraði 5. mars 2013. Sannað þótti að Blythe hefði hrint No- sek með þeim afleiðingum að hann féll á höf- uðið og lést af sárum sínum. Eigi að síður var það niðurstaða dómsins að söngvarinn bæri ekki lagalega ábyrgð á dauðsfallinu. Ábyrgðin lægi mun frekar hjá tónleikahöldurum og ör- yggisvörðum. Blythe hefði einfaldlega verið að verja sig. Fyrir vikið var hann lýstur sýkn saka. Dómarinn álasaði Blythe þó fyrir að hafa ekki sett sig í samband við fjölskyldu Noseks. Skaðabótakröfu Nosek-fjölskyldunnar var hafnað. Dómnum var áfrýjað til hæstaréttar í Prag sem staðfesti niðurstöðuna þremur mánuðum síðar. Randy Blythe í essinu sínu á sviði. „Árásargirni“ er ekki sögð vera partur af persónuleika hans. 31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Randy Blythe prísaði sig sælan með sýknudóminn en hefur margsagt að dómstólar hafi komist að réttri niðurstöðu. Hann segir málið allt hafa verið erfiða en lærdómsríka reynslu sem hann komi til með að búa að um aldur og ævi. Partur af úr- vinnsluferlinu var að skrifa endurminningar, Dark Days: A Memoir, sem komu út á síðasta ári og féllu í frjóa jörð. Fyrsta plata Lamb of God eftir að Blythe var sýknaður kom líka út í fyrra, VII: Sturm und Drang. Var hennar beðið með nokkurri óþreyju enda einsýnt að söngvarinn, sem semur lung- ann af textum sveitarinnar, myndi nota hana að einhverju leyti til að gera upp við þessa erfiðu lífsreynslu. Í stað þess að fjalla um dómsmálið sem slíkt yrkir Blythe í tveimur lögum um reynslu sína af fangavistinni í Pankrác- fangelsinu í Prag. Annað lagið kallast einfaldlega „512“ eftir númerinu á klef- anum sem Blythe mátti dúsa í. Klefinn virðist einna helst hafa líkst dýflissu en Blythe sá aldrei til sólar og átti fyrir vikið í erf- iðleikum með að fylgjast með tímanum; hvort það var dagur eða nótt. Hermt er að tíminn líði hvergi hægar en bak við lás og slá. Hann fann smám saman hvernig reynslan var að breyta honum og svartsýnin tók völdin. Eða eins og þar stendur: My hands are painted red My future’s painted black I can’t recognize myself, I’ve become someone else My hands are painted red. Eitt þúsund tekin af lífi Í hinu laginu, Still Echoes, stiklar Blythe á stóru í sögu fangelsins en nasistar höfðu það á sínu valdi í seinni heimsstyrjöldinni. Á árunum 1943 til 1945 líflétu þeir ríflega eitt þúsund manns með fallöxi í herbergi sem var rétt hjá klefa Blythes. Mest voru það Tékkar sem andmælt höfðu hernámi Þjóðverja. Fallöxi var beitt þar sem það var ódýrara en að skjóta fangana til bana og fljót- legra en að hengja þá. Blythe kynnti sér sögu fangelsisins með því að ræða við fangaverði og samfanga og komst ekki hjá því að hugsa til alls þessa fólks, karla og kvenna, sem týndu lífi handan við hornið. Þegar Þjóðverjar gáfust upp vorið 1945 var fallöxin tekin í sundur og fleygt í Moldána í Prag í þeim tilgangi að reyna að fela voðaverkin. Þangað var hún sótt skömmu síðar, sett saman aftur og komið fyrir í sama herberginu í Pankrác-fangelsinu. Þar er hún enn til minningar um þá Tékka sem féllu fyrir hendi nasista í stríðinu. Still Echoes hefur ómað á tónleikum Lamb of God undanfarna mánuði og Blythe hefur kynnt lagið með þessum orðum: „Þetta er handa Daniel!“ Fallöxin í Pankrác-fangelsinu í Prag. Minnisvarði um voða- verk nasista í seinna stríði. Svartmáluð framtíð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.