Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016 Útvarpsleikhúsið á Rás 1 Ríkisútvarpsins frumflytur á morgun, sunnudag, klukkan 13.05, verkið „Svefngrímur“ eftir Höllu Þór- laugu Óskarsdóttur í leikstjórn Guðjóns Pedersen. Svefngrímur er fyrsta útvarps- leikrit Höllu Þórlaugar en hún er menntuð í myndlist og ritlist. Verkið fjallar um þrítugt ljóðskáld sem fer ásamt unnusta sínum í afmælisboð móður hans, móðurinni til nokkurs ama. Þegar unn- ustinn er kallaður á bakvakt skilur hann unn- ustuna eftir í boðinu og þegar hann snýr aft- ur virðist lífið enn í föstum skorðum en í raun hefur allt breyst. Meðal leikenda eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Davíð Guðbrands- son og Hanna María Karlsdóttir. FRUMFLYTJA ÚTVARPSLEIKRIT SVEFNGRÍMUR Guðjón Pedersen leikstjóri og höfundur verks- ins, leikskáldið Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Ingunn Huld Sævarsdóttir flytur lögin af plöt- unni Fjúk á útgáfutónleikum í Tjarnarbíói. Morgunblaðið/Styrmir Kári Ingunn Huld Sævarsdóttir gaf í haust sem leið út sína fyrstu breiðskífu, Fjúk. Útgáfunni verð- ur fagnað í Tjarnarbíói á útgáfutónleikum í kvöld, laugardag, og hefjast þeir klukkan 20.30. Á tónleikunum flytur hópur tónlistarmanna lögin á plötunni ásamt Ingunni Huld, auk nokk- urra annarra laga eftir hana sem ekki fengu að fljóta með á Fjúki. Á plötunni eru ellefu lög og textar eftir Ing- unni en með henni á plötunni leika Ásgeir Ás- geirsson, Birgir Bragason, Ólafur Schram, Erik Qvick, Unnur Birna Björnsdóttir, Hallgrímur Jónas Jensson og Stefán Örn Gunnlaugsson. Ingunn Huld útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2013 og voru mörg laganna á plötunni flutt á burtfarartónleikum hennar það sama ár. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR INGUNNAR LÖGIN AF FJÚKI Veitingastaðurinn Bryggj- an við Grandagarð 8 held- ur úti tónleikaröð með djassleikurum á sunnu- dagskvöldum sem kallast SunnuDjass. Og á sunnu- dagskvöldið 31. janúar koma fram nokkrir af kunnustu djassleikurum þjóðarinnar með Sunnu Gunnlaugsdóttur, píanó- leikara og tónskáld, í broddi fylkingar. Með henni koma fram Sigurður Flosason saxófón- leikari, Þorgrímur Jónsson bassaleikari og trymbillinn Scott McLemore. Sunna hefur verið mikilvirk á sviði djassins á undanförnum árum og vakið töluverða at- hygli í hinum alþjóðlega djassheimi fyrir tón- list sína og lifandi flutning. Hún hefur gefið út fjölda platna, haldið tónleika víða um lönd og verið leiðandi afl í Jazzhátíð Reykjavíkur. DJASSAÐ Á BRYGGJUNNI SUNNUDJASS Sunna Gunnlaugsdóttir Völundarhús plastsins kallar myndlistarkonan Jonna, Jónborg Sig- urðardóttir, sýninguna sem hún opnar í Vestursal Listasafnsins á Akureyri í dag, laugardag, klukkan 15. Um er að ræða innsetningu sem á að gera áhorfendur meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkun- ar. Undanfarin ár hefur Jonna unnið ýmiskonar verk innblásin af of- neyslu og sóun. Hún kveðst vilja vekja athygli á því að hver mann- eskja getur lagt sitt af mörkum í umhverfismálum, svo sem með endurnýtingu og notkun fjölnota innkaupapoka. Hún mun ennfremur vinna verk úr endurunnu plasti í Klefanum í safninu meðan á sýning- unni stendur og segir listina gott tæki til að opna augu fólks. „Með þessari sýningu er ég líka að ala sjálfa mig upp,“ segir Jonna. „Ég er að verða fimmtug og umhverfisvitund mín hefur verið að vakna síðustu árin. Með því að vinna með efni eins og endurunnið plast er ég að fræðast á margskonar hátt og geri líka úr þessu lista- verk sem vekja vonandi þá sem sjá til umhugsunar um allt plastið í heiminum.“ Jonna segist hafa sett upp fyrir tveimur árum í Ketilhús- inu sýningu sem hún kallaði Flóðbylgja og þar hafi hún verið að skoða alla neyslu – „drulluna, spillinguna, náttúruspjöllin, plastið og matarsóunina. Þar var ég með allt. Nú einblíni ég á plastið.“ Í sýningunni notar Jonna endurvinnsluplast, frá einni hús- gagnaverslun og nokkrum heimilum. „Svo vinn ég inni í klefanum á sýningunartímanum en sýningin stendur stutt, til 11. febrúar.“ Jonna útskrifaðist úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1995 og sem fatahönnuður frá Københavns Mode- og Design- skole 2011. Myndlist hennar spannar vítt svið, allt frá málverki til innsetninga. Hún hefur verið mjög virk í listalífinu á Akureyri síð- ustu árin; haldið einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og staðið fyrir uppákomum. efi@mbl.is SÝNINGIN VÖLUNDARHÚS PLASTSINS Vekur til umhugsunar Á veggspjaldi sýningarinnar, sem sést hér að hluta, má sjá Jonnu mýlda með plasti. Hún vonast til að vekja sýningargesti til umhugsunar. LISTAKONAN JONNA SETUR INNSETNINGU ÚR END- URUNNU PLASTI UPP Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI. Menning Óveru kallar myndlistarkonan SiggaBjörg Sigurðardóttir sýningu sínasem þessa dagana stendur yfir í Hverfisgalleríi neðst við Hverfisgötu. Sigga Björg er þekkt fyrir ævintýralegar teikningar með misfrýnilegum og jafnvel fáránlegum karakterum sem hafa venjulega mannsmynd en eru dýrslegir um leið. Í innra sýning- arrými gallerísins hafa nokkrar þrívíðar furðufígúrur listakonunnar komið sér fyrir úti í horni, undir skjá þar sem ganga fjórar stuttmyndir með þær í aðalhlutverki og Sigga Björg hefur gert með heimasmíðaðri „stop- motion“ tækni. Í þessum stuttu kvikmyndum nota furðudýrin blek til að búa til hluti eða atvik. Í aðalsal gallerísins gefur síðan að líta stórar blekteikningar Siggu Bjargar af ein- kennilegum karakterum. Til hliðar við alla rammana hefur hún skrifað á veggina stuttar, ljóðrænar og súrrealískar sögur, sem mynd- irnar virðast dregnar út úr. „Ég hef gert stórar myndir áður en ekki einungis með bleki,“ segir Sigga Björg þar sem hún stendur á miðju gólfi milli mynd- anna. „Ég hef líka lengi skrifað mikið en hef ekki tengt skrifin við myndheiminn, teikning- arnar, fyrr en nú. Stundum hef ég reynt að skrifa eftir á um myndirnar en ekki náð að tengja þetta saman. Nú fór ég í hina áttina, valdi fyrst þessa sex texta og fór síðan að vinna myndir í stemningu textanna – þetta eru ekki myndskreytingar við þá. Texti og mynd fara að vísa hvort í annað. Og það að halda sig við svart blek gerðist í ferlinu og það fannst mér skemmtileg áskorun.“ – En nú kom textinn fyrst, segirðu. „Já, og þá fór eitthvað að gerast. Í raun- inni vinn ég texta og myndir á sama hátt. Ég sest niður og tæmi hugann, byrja svo að skrifa og hætti ekki fyrr en sagan er komin; ég geri ekkert hlé til að íhuga meðan ég skrifa textana, heldur klára þá strax; reyni að fanga augnablik. Eins vinn ég að teikning- unum, reyni að útiloka hugsun og meðvituð plön um hvað ég sé að gera.“ – Þannig að þessir furðuheimar og skrímsli falla fram úr undirmeðvitundinni? „Það má segja það,“ svarar hún brosandi. „Þetta varð einhvernveginn sama vinnuað- ferðin – ósjálfráð skrift og ósjálfráð teikn- ing.“ Og hún viðurkennir að hafa ekki áhuga á að greina sögur sínar og teikningar eftir á. „Stundum er eitthvað mjög persónulegt í þeim, bæði sögur og myndir geta vísað í eitt- hvað sem gerðist, eitthvað úr daglega lífinu, en það fer í einhvern hrærigraut í undir- meðvitundinni og kemur svona út. Þá vil ég ekki ritskoða textana eftir á, fyrir utan stafsetninguna. Þeir verða að standa eins og þeir verða til, eins og myndirnar.“ – Nú eru þetta ólík form; myndir geta allir skilið og skynjað, hvaða tungumál sem þeir tala, en þú skrifar textana á íslensku á veggina og þá skilja bara þeir sem eiga þennan málheim sameiginlegan. „Já, en ég þýddi textana sjálf á ensku og þeir liggja hér frammi. Ég bjó lengi í Skot- landi og byrjaði í rauninni að skrifa á ensku. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa á ís- lensku – mér finnst þægilegt að skrifa á tungumáli sem er ekki alveg mitt, þá leyfist mér að segja hluti sem eru kannski ekki al- veg réttir,“ segir hún og brosir. „Ég var feimin við það í byrjun þegar ég fór að skrifa sögur á íslensku fyrir þessa sýn- ingu. Mér fannst þetta óþægileg opinberun! Ég kann að teikna en er feimnari við textana en myndirnar.“ Mannlegt og dýrslegt eðli Eftir að hafa lokið BA-námi í myndlist við LHÍ árið 2001 stundaði Sigga Björg fram- haldsnám í Skotlandi og útskrifaðist með MFA-gráðu árið 2004. Hún hefur haldið einkasýningar hér á landi og beggja vegna Atlantshafsins, auk þess að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga í galleríum og á söfnum. Í haust verður hún með einkasýningu í Teckn- ingsmuseet í Svíþjóð. Úr fígúrunum á veggj- um Hverfisgallerís vella allskyns líkams- vessar og það er oft talsverður hroði í myndunum. Hvert sækir hún það? „Þetta er allt til staðar! Þegar maður fer í svona óritskoðað ferli með sjálfan sig, þá verður að láta þetta allt flakka. Þetta vellur allt út í myndunum og þá þarf ég ekki að burðast með það með mér.“ Hún hlær. „Stundum hefur þetta sem þú kallar hroða með sjónrænar ákvarðanir að gera eða að mér finnist eitthvað fyndið – þegar hugurinn fer að velta því upp hvers vegna þessi hryll- ingur sé í myndunum. Mér finnst ég vera að fást við allan skala mannlegra tilfinninga og sæki efniviðinn ýmist í sjálfa mig eða um- hverfið. Það er eins og ég æli þessi líka út úr SIGGA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR SÝNIR STÓRAR BLEKTEIKNINGAR Í HVERFISGALLERÍI „Þetta vellur allt út í myndunum“ „ÉG HEF MJÖG GAMAN AF ÞVÍ AÐ ÝTA Á MÖRK, OG AF ÞVÍ HÖMULEYSI SEM BRÝST FRAM ÞEGAR FÓLK FER AÐ HAGA SÉR EINS OG DÝR,“ SEGIR SIGGA BJÖRG ÞEGAR RÆTT ER UM FURÐUFÍGÚRURNAR Í VERKUM HENNAR. Í HVERFISGALLERÍI SÝNIR HÚN NÚ BLEKTEIKNINGAR MEÐ TEXTUM, ÞRÍVÍÐAR FÍGÚRUR OG MYNDBANDSVERK. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Heimsókn“, eitt verkið á sýningu Siggu Bjargar í Hverfisgalleríi. Blek á pappír.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.