Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016
Bækur
Margt er líkt með skyldum. „Hverniger veðrið í Reykjavík?“ er þaðfyrsta sem finnski rithöfundurinn
Kjell Westö spyr að, sitjandi við símann í
heimalandinu. „Ég er nýkominn frá Portúgal,
þar sem ég sat við skriftir í þægilegum hita
en hér í Helsinki er skítkalt.“
Blaðamaður Íslandsmegin: „Ég er ekki
viss. En það er mjög gott hér norður í
landi.“
Westö: „Fyrir norðan! Ertu kannski bú-
settur einhvers staðar nálægt Akureyri?“
Blaðamaður: „Ég bý einmitt þar.“
Westö: „Þangað hef ég einu sinni komið.
Staldraði reyndar bara við í klukkutíma,
borðaði súpudisk og fór aftur af stað til
Reykjavíkur!“
Liðlega tveir áratugir eru síðan. Westö var
um þrítugt og svo flughræddur á þeim árum
að hann kaus að fara norður með rútunni.
Ferðin dróst á langinn vegna óveðurs, banda-
ríski herinn þurfti að koma til hjálpar, segir
hann, og loks þegar komið var á leiðarenda
var tími til kominn að halda suður á ný með
sama bíl! Þó var tími fyrir súpu. Síðast var
Westö á Íslandi í haust til að afhenda Jan
Fosse bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs,
sem hann hlaut sjálfur í fyrra. „Þá stoppaði
ég í 36 tíma en verð vonandi lengur næst.
Mér barst í vikunni boð frá Norræna húsinu
um að koma næsta vetur, eftir að næsta bók
mín kemur út, og ég ætla að þekkjast boðið.“
Westö fékk Norðurlandaráðsverðlaunin
fyrir bókina Hilling 38 (Hägring 38), sem
kom út ytra 2013 en hérlendis í fyrra.
Tíminn er afstæður. „Eitt ár er langur tími
þegar maður er ungur en með aldrinum
kemur í ljós að mörg ár eru andartak. Árásin
í New York var gerð 2001 og mér finnst það
hafa verið í gær,“ segir höfundurinn við
Sunnudagsblað Morgunblaðsins.
„Ég hafði mikinn áhuga á sögu sem ung-
lingur og fannst þá sem heimsstyrjöldin síð-
ari hefði átt sér stað fyrir margt löngu. Gerði
mér seinna grein fyrir því að ég þegar ég
fæddist, 1961, voru einungis 15 ár frá því
henni lauk og þegar Hilling 38 gerist eru
ekki nema 20 ár frá lokum finnsku borgara-
styrjaldarinnar. Minningin um stríðið og
ástandið 1938 hefur mikil sálræn áhrif á fólk.
Það heillaði mig sem viðfangsefni.“
Finnska borgarastyrjöldin 1918 er fólki of-
arlega í huga í sögunni og aðalpersónan er
enn að gera þær hörmungar upp. „Borgara-
stríðið hvílir reyndar enn í dag þungt á
mörgum hér. Ég skrifaði áður um það í bók
sem kom út 2006. Það var söguleg skáldsaga
sem hófst 1905 en lauk 1938 og þó í raun
ekki fyrr en 1944 því ég skrifaði langan eft-
irmála. Mér fannst ástæða til að fjalla um
ungu kynslóðina, fólk sem fæddist um 1900
og hafði upplifað tvær heimsstyrjaldir um
fertugt og að auki hryllilegt borgarastríð,
sem hafði gríðarleg áhrif á samfélagið. Stríð
eru alltaf ömurleg en borgarastyrjöld er sér-
staklega sorgleg, í Finnlandi sem annars
staðar; þegar nágrannar berjast og pólitík
skiptir jafnvel fjölskyldum í mismunandi
fylkingar. Að bræður eða feðgar berjist hat-
rammlega vegna mismunandi skoðana.“
Eftir tvö ár verður öld liðin frá finnska
borgarastríðinu og málefnið er enn afar við-
kvæmt. „Stríðið skildi eftir sig djúp ör á
samfélagssálinni sem tekur kynslóðir að gróa
og einhver tími þarf enn að líða þar til hægt
verður að ræða um það hlutlægt og af yfir-
vegun.“
Westö nefnir að sumir tali ætíð um frelsis-
stríðið; þegar Finnar slitu sig loks endanlega
lausa frá Rússum. Enn aðrir kjósi að kalla
borgarastyrjöldina atburðina 1918. „Það
finnst mér heigulsháttur; 37.000 manns létu
lífið og ótækt að ræða um það sem atburði.
Sagnfræðingar mæla með því að talað sé um
borgarastríð, þess vegna fer ég þá leið. Ég
hef engan áhuga á að finna blóraböggla eða
kenna öðrum hópnum um því báðir frömdu
mikil grimmdarverk, meðal annars morð. Ég
vildi einfaldlega reyna að skilja hvað stríðið
þýddi fyrir fólkið.“
Helsinki er gjarnan sögusvið bóka Westö.
„Fólk ferðast reyndar töluvert í bókum mín-
um, líklega af því að ég hef gaman af að
ferðast, og svo er líka alltaf hljómsveit í sög-
unum vegna þess að ég er músíknörd! Ég er
meira að segja amatörgítarleikari og kem
stundum fram með hobbíbandi …“
Honum finnst best að skrifa inn í ákveðið
umhverfi: „Ég hef búið á mörgum stöðum í
Helsinki og þekki borgina eins og lófann á
mér.“ Hún hentar því vel.
West segir það hafa breytt ýmsu að fá
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
„Ég fékk auðvitað peninga en verðlaunin
breyttu reyndar ekki miklu í daglegu lífi
mínu, þegar allt komst aftur í hefðbundnar
skorður. Það besta var að ég kynntist vel
öðrum rithöfundum sem voru tilnefndir, til
dæmis Eiríki Erni Norðdahl sem var með
stórkostlega bók.“
Hann kann best við sig í hversdagslegri
rútínunni. „Frá því snemma árs í fyrra hef
ég getað einbeitt mér að bókinni sem ég er
að skrifa núna. Hún verður vonandi enn betri
en Hilling, því maður vill alltaf gera betur.
Þannig vinna metnaðargjarnir rithöfundar;
ekki endilega með það að markmiði að fá
alltaf verðlaun heldur er þetta keppni við
sjálfan sig. Það var yndislegt að fá bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs en ég er
ekki mikið fyrir að baða mig í jarðneskum
dýrðarljóma; mér finnst best að sitja við
skriftir. Ég vinn hægt, tel mig um það bil
hálfnaðan með næstu bók og þarf því að
vinna vel allt þetta ár.“
Westö er nýkominn frá Portúgal þar sem
honum finnst gott að skrifa. „Uppáhalds-
staðurinn er þó sumarhúsið mitt við hafið
þar sem ég skrifa töluvert en svo finnst mér
líka mjög gott að vinna í Helsinki. Það er
mín borg og bækur mínar gerast að miklu
leyti þar. Ég hef reyndar áttað mig á því að
stundum skrifa ég betur um Helsinki þegar
ég er í burtu; þá verður til einhver galdur,
þess vegna er líka gott að þvælast um. En
næstu mánuði verð ég hér heima og skrifa
næsta skammt.“
FINNINN KJELL WESTÖ FÉKK BÓKMENNTAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS 2014
Sár úr borgarastríðinu enn opin
Ljósmynd/Katja Lösönen
HILLING 38, BÓKIN SEM KJELL
WESTÖ FÉKK BÓKMENNTAVERÐ-
LAUN NORÐURLANDARÁÐS FYRIR
2014, KOM ÚT HÉR Á LANDI Á
SÍÐASTA ÁRI. HANN VINNUR
NÚ AÐ NÝRRI SKÁLDSÖGU.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
* Ég vildi einfaldlegareyna að skilja hvaðstríðið þýddi fyrir fólkið.
„Stríð eru alltaf ömurleg
en borgarastyrjöld er sér-
staklega sorgleg,“ segir
Kjell Westö.
Ég hef alltaf haft gaman af því að lesa allskonar texta. Ég les yf-
irleitt alltaf á kvöldin en það eru nú stundum bara örfáar línur áð-
ur en bókin fellur í andlitið á mér og ég er sofnuð. Lestur er ein-
hverskonar slökun fyrir mér en líka leit að
einhverju nýju – nú eða bara skemmtun.
Sem barn átti ég ekki mikið af bókum en
heima hjá ömmu og afa var til mikið af bókum
svo þar náði ég mér oft í lesefni. Afi átti mikið
af bókum eftir Laxness en mér tókst ekki að
finna mig með Nóbelsskáldinu fyrr en í seinni
tíð þegar ég las Sölku Völku sem er algjör
snilld. Á unglingsárunum las ég þónokkuð af
bókum Gunnars Gunnarssonar og hann er enn í töluverðu uppá-
haldi. Ég væri alveg til í að fara að lesa Sögu Borgarættarinnar aft-
ur. Þegar ég var í sveitinni sem krakki þá voru Íslenskar þjóðsögur
til þar og las ég þær margoft og kannski hefur áhugi minn á þjóð-
legum fróðleik byrjað þar. Ég leita alltaf uppi sögur í kringum mig
t.d. á ferðalögum og vil vita hvað hefur gerst í umhverfinu og
hverjir mótuðu söguna þar. Þegar ég var í háskólanum fékk ég
nóg af lestri um tíma en áhuginn kom aftur sem betur fer. Ég hef
alltaf lesið fyrir börnin mín og tel það mjög mikilvægt bæði til að
efla orðaforða og til að eiga góðar stundir. Maður var samt
stundum búinn að fá nóg af því að lesa um grísina þrjá kvöld eftir
kvöld!
Ég fæ alltaf bók frá eiginmanninum í jólagjöf og í ár var það Stóri
skjálfti eftir Auði Jónsdóttur sem ég hafði mjög gaman af að lesa.
Tók mig ekki langan tíma að klára hana enda of spennandi bók til
að dotta yfir um leið. Ævisaga Einars Benediktssonar eftir Guð-
jón Friðriksson er ein besta ævisaga sem ég hef lesið enda ævi
Einars ótrúlega viðburðarík og hann margslungin persóna. Góðir
vinir gáfu mér fyrir nokkrum árum bókina Jarðlag í tímanum eftir
Hannes Pétursson og snart sú bók mig enda frásögn sem er ekki
svo langt frá manni í tíma en lýsir aðstæðum sem nútíma Íslend-
ingnum eru afar framandi en sagan gerist jafnframt á mínum
heimaslóðum, undir Nöfunum á Króknum. Textinn er svo mynd-
rænn að maður á auðvelt með að setja sig inn í umhverfið sem
einu sinni var. Eins hef ég gaman af ljóðum og örsögum og þar
hefur Gyrðir Elíasson alltaf getað komið manni á óvart.
BÆKUR Í UPPÁHALDI
SIGRÍÐUR HULD JÓNSDÓTTIR
Jarðlag í tímanum eftir Hannes Pétursson snart mig, segir Sigríð-
ur H. Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson