Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 2

Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Tveir af hverjum þremur fé- lagsmönnum Eflingar sem sóttu launaviðtal á síðasta ári hlutu launa- hækkun umfram kjarasamnings- bundnar hækkanir. Þetta kemur fram í árlegri viðhorfskönnun Gallup meðal félagsmanna Flóabandalags- ins. Í niðurstöðunum könnunarinnar kemur einnig fram að 65,4% fé- lagsmanna telji vinnuveitanda sinn hafa mikið svigrúm til að greiða hærri laun. Könnunin var gerð frá nóvember og fram í janúar, en fjöldi svarenda í könnuninni var 997, eða 41,8% af upp- haflegu úrtaki. Að þessu sinni sýna niðurstöður könnunarinnar aðeins myndina á al- mennum markaði. Í niðurstöðun- um kemur einnig fram að 41,1% fé- lagsmanna sé ósátt við laun sín, 30,2% séu sátt við þau og 28,7% hvorki né. 45,7% hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni og 47,3% félagsmanna telja vinnuálag sitt of mikið. Hvetja félagsmenn í viðtöl Að sögn Hörpu Ólafsdóttur, sviðs- stjóra kjaramála hjá Eflingu, bólar á meiri bjartsýni félagsmanna nú en fyrri ár. Hún segir Eflingu munu hvetja félagsmenn til að fara í launa- viðtöl. „Það er alveg ljóst að launa- viðtölin skila árangri, en það fer vissu- lega svolítið eftir hópum. Þeir sem starfa við ræstingar eru til dæmis síður að ná árangri,“ segir hún. Harpa segir niðurstöður um starfs- öryggi og fjárhagsstöðu hafa batnað milli ára. „Sá hópur sem lægstar hef- ur tekjurnar er hjá okkur og hátt hlutfall lýsir því yfir að erfitt sé að ná endum saman. Ef horft er á þróun milli ára gætir þarna ákveðinnar bjartsýni og ýmis atriði koma betur út nú en í fyrra,“ segir hún. Hún áréttar þó að tölurnar eigi að- eins við um þá sem starfi á hinum al- menna vinnumarkaði, ekki um þá sem starfi hjá hinu opinbera. Saman- burður við fyrri ár sé erfiður enda þurfi að bera saman sömu hópa. Laun kynjanna misjöfn Heildarlaun karla í fullu starfi eru að meðaltali um 443 þúsund krónur og meðallaun kvenna 341 þúsund krónur, um 102 þúsund krónum lægri. Karlar telja að sanngjörn laun sín séu um 63 þúsund krónum hærri en konur svöruðu 69 þúsund krónur. Minni munur er þó á meðaldagvinnu- launum kynjanna, um 42.000 krónur. „Við höfum enn áhyggjur af launa- muninum en förum alltaf varlega í að bera tölurnar saman,“ segir hún. Yfir- gnæfandi hluti félagsmanna sem starfa hjá hinu opinbera er konur en karlmenn eru í meirihluta á almenn- um markaði. Launaviðtölin skila hækkun  Tveir þriðju hlutar félagsmanna Eflingar sem fóru í viðtal fengu launahækkun  Niðurstöður könnunar benda til bjartsýni  41,1% félagsmanna ósátt við laun sín Harpa Ólafsdóttir Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Þjóðin mun eiga þarann en land- eigendur þangið ef frumvarpsdrög til laga um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni verða óbreytt að veruleika. Frumvarpsdrögin voru kynnt á vef atvinnuvegaráðuneyt- isins í gær. Vinnuhópur fulltrúa sjávarútvegsráðuneytisins, Fiski- stofu og Hafrannsóknastofnunar hefur unnið að undirbúningi frum- varpsins. Jóhann Guðmundsson, skrif- stofustjóri í atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytinu, segir að við- miðunin sem notuð er eigi við um svokölluð netlög, þar sem tilgreint er hve langt út í sjó landeigandinn getur gert tilkall til þess sem nátt- úran gefur af sér. Miðað er við tæpa 113 metra frá stórstraums- fjörumáli, en þangið vex í fjörunni en þarinn utar. „Fram til þessa hefur verið lítill rammi utan um þessa hluti í löggjöfinni,“ segir Jó- hann, en nýlunda er að sjávar- gróður sé nýttur í atvinnuskyni í svo miklum mæli sem raun ber vitni. „Þangið er í fjörunni en þar- inn vex alla jafna fyrir utan netlög og því getur enginn landeigandi helgað sér hann. Því tilheyrir hann ríkinu,“ segir Jóhann. Hann segir þó að ef þari vaxi innan 113 metra frá stórstraumsfjöru megi landeig- andi nýta sér það kjósi hann svo. Þang landeigenda en þari ríkis Morgunblaðið/Jim Smart Þang Þarinn mun tilheyra ríkinu en þangið geta landeigendur nýtt.  Frumvarp kynnt um öflun sjávargróð- urs í atvinnuskyni Aftakaveðri er spáð fyrri hluta dags í dag. Vindhviður gætu farið upp í 50 m/sekúndu í Skagafirði og Eyjafirði í morgunsárið. Um suðvestan- og vestanátt er að ræða og mun lægðin verða dýpst um norðanvert landið frá vestri til austurs en hennar mun einnig gæta um sunnanvert landið snemma dags. Veðurfræðingar breyttu spám sínum í gærkvöldi og búast má við meðalvindi upp á 20-25 sekúndur. Upp úr hádegi mun lægja um allt land, mest um sunnavert landið, og klukkan 18 verður það versta gengið yfir þó að enn verði hvasst. Frost verður víðast hvar 2-6 gráður. vidar@mbl.is Hviður allt að 50 m/sek Morgunblaðið/Rax Íslenskt listafólk var í kastljósinu á norrænu kvikmyndahátíðunum HARPA og Nordic Lights um helgina, en tvö íslensk tónskáld unnu til verðlauna á fyrri hátíðar- innar og íslensk leikkona á þeirri síðari. Hátíðirnar fóru fram í húsa- kynnum norrænu sendiráðanna í Berlín, en þar í borg fór einnig fram hin árlega kvikmyndahátíð Berlin- ale. Atli Örvarsson hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatónlistina, í myndinni Hrútum eftir Grím Há- konarson. Í áliti dómnefndar um tónlist Atla í Hrútum segir að með harmonikk- una í forgrunni kalli Atli fram ein- manaleika og náttúruna en einnig jarm sauðfjárins sín á milli. Þar seg- ir einnig að tónlistin, andrúmsloftið og myndefnið passi fullkomlega saman. Kvikmyndin Hrútar hefur unnið flest verðlaun allra íslenskra kvikmynda. Auk Atla voru tilnefnd til verðlaunanna tónskáldin Jonas Struck frá Danmörku, Knut Avenstroup Haugen frá Noregi, Pessi Levanto frá Finnlandi og Lisa Holmqvist frá Svíþjóð. Nanna Kristín Magnúsdóttir leik- kona hlaut Nordic Lights-verðlaunin fyrir leik sinn á ferlinum en alls voru níu leikarar tilnefndir. Jóhann fékk heiðursverðlaun Jóhann Jóhannsson hlaut heiðurs- verðlaun verðlaunahátíðarinnar fyrir verk sín, en hann hefur samið tónlist fyrir 28 kvikmyndir og verið tilnefndur til fjölda verðlauna. Í áliti dómnefndar segir að Jó- hann hafi einstakan starfsferil, ekki einungis á Norðurlöndum heldur líka á alþjóðavettvangi. Tónverk hans séu flókin en heilsteypt og í verkum hans sé mikil orka og mikill listrænn metnaður. Auk Jóhanns voru tilnefnd tónskáldin Ginge An- vik frá Noregi, Frans Bak frá Dan- mörku, Lauri Porra frá Finnlandi og Adam Nordén frá Svíþjóð. Kvikmyndahátíðirnar HARPA og Nordic Lights fóru fram um helgina Ljósmynd/María Rúnarsdóttir HARPA Atli Örvarsson tónskáld, Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona og Jóhann Jóhannsson tónskáld stilla sér upp í myndatöku að lokinni verðlaunaafhendingunni. Íslendingar fylltu öll verðlaunasæti hátíðanna tveggja. Íslenskt listafólk í forgrunni FYRIRTÆKI TIL SÖLU Rekstur bill.is og hjól.is er til sölu • Öflug bílasala og hjólasala á besta stað. • Blasir við fjölförnustu götu Íslands. • 550 m2 sýningarsalur og 70-100 bíla plan. • Langur leigusamningur. • Mjög góð framlegð. • Selst saman eða í sitt hvoru lagi. • Verð 20 milljónir. Frekari uppl. birnir@bill.is bíll.is hjól.is Stjórn Borgunar sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem alvar- legar athugasemdir eru gerðar við framgöngu Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, í fjöl- miðlum. Í tilkynningu segir að Stein- þór fari ítrekað fram með dylgjur og óbeinar ásakanir um óheiðarleika og illan ásetning stjórnenda Borgunar sem standist enga nánari skoðun. Segja stjórnendur Borgunar ásak- anir Steinþórs alvarlegar og að þeir frábiðji sér að vera gerðir að blóra- bögglum í málinu. Gerir stjórn Borgunar fjórþættar athugasemdir við málflutning Stein- þórs og segir m.a. Steinþór marg- saga um hvort og hvernig Lands- bankinn hafi kynnt sér mögulegan valrétt Visa Inc. Þá segir að Lands- bankinn hafi haft aðgang að öllum gögnum við kaup Borgunar á hlut Landsbankankans, þar með talinn aðgang að samningum við VISA. „Landsbankanum var í lófa lagt að fá ytri sérfræðinga til þess að yfir- fara hverjar þær upplýsingar sem hann vildi um málefni Borgunar, hefði hann kosið að gera slíkt,“ segir m.a. í tilkynningunni. Steinþór var í viðtali í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær þar sem hann sagði m.a. að bankinn hefði ekki haft vísbendingar um möguleg verðmæti vegna kaupa Visa Inc. á Visa Eu- rope, en eignir Borgunar í Visa Eu- rope voru þar á meðal. „Við vorum grandalaus,“ sagði Steinþór. Gagnrýna Steinþór harðlega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.