Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 Svona lýsir Gunnar Rögnvalds-son einu púsli í heimsmynd- inni:    Eftir að Sovét-ríkin féllu, þá féll Rússland í eins- konar dá. Það lagð- ist í trans með Bor- is Jeltsin við stýrið. Ekið var í hlutlaus- um gír fyrir engu afli þar til að sú stutta ökuferð stöðvaðist af sjálfu sér. Sumir héldu að þarna væri Rússland komið í sitt eðlilega ástand á ný. Þeir voru ekkert smá skrítnir sem hugsuðu þannig.    Á meðan Boris var úti að aka,notaði ESB og NATO tæki- færið til að gúffa í sig það sem annars hefði ekki verið hægt: sjálft öryggissvæði Rússlands öldum saman. Svæðið sem verndar Rúss- land gegn innrásum, því ekki gerir landslagið það fyrir þetta land- massaríki, sem er án náttúrulegra landamæra og þarfnast því mann- gerðra stuðara. Pólitískra stuðara.    Svo hætti Boris að dunda sér viðaksturinn á sjáfum sér, missti reyndar prófið, og þá hrökk Rúss- land í sinn gamla gír á ný. Og fór þar með að hugsa um hin gömlu utanríkisliggjandi öryggissvæði sín.    Þetta var svo ofur eðlilegt aðengum þurfti að koma þetta á óvart. Þeir sem eru hneykslaðir, eru það bara í þykjustunni. En þannig hefur utanríkispólitík ávallt verið. Þykjusta að mestu, en þó án þess að vera það að fullu.    Allt er við sitt gamla á ný. Þaðfer veröldinni best, því Útópía er og verður alltaf einungis klikk- unarmannadella er hvergi tollir við veraldlegt landakort.“ Gunnar Rögnvaldsson Rússland í gömlum gír STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.2., kl. 18.00 Reykjavík 2 rigning Bolungarvík 2 rigning Akureyri 4 alskýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 3 léttskýjað Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn -1 léttskýjað Stokkhólmur -5 skýjað Helsinki 0 léttskýjað Lúxemborg 1 alskýjað Brussel 5 léttskýjað Dublin 5 léttskýjað Glasgow 6 upplýsingar bárust ek London 6 léttskýjað París 5 léttskýjað Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 1 skýjað Berlín 2 skýjað Vín 7 alskýjað Moskva 1 skýjað Algarve 15 léttskýjað Madríd 8 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 13 skýjað Aþena 18 heiðskírt Winnipeg -7 skýjað Montreal -13 léttskýjað New York -6 alskýjað Chicago -4 þoka Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:21 18:03 ÍSAFJÖRÐUR 9:36 17:58 SIGLUFJÖRÐUR 9:20 17:41 DJÚPIVOGUR 8:54 17:30 Það er heilsársverk að viðhalda Laug- ardalsvelli. Kristinn Vilhjálmur Jó- hannsson hreinsaði snjó af vellinum í gær og er það liður í því að losa klaka af vellinum í þeirri hláku sem fram- undan er. Fyrir tveimur árum skemmdist hluti vallarins þegar grasið var undir klaka langtímum saman. „Ástandið er miklu betra núna en það var þá,“ segir Kristinn. Hreinsa snjó af Laugar- dalsvelli Ljósmynd/myndasafn KSÍ Snjóhreinsun Kristinn V. Jóhannsson hreinsar snjó af Laugardalsvelli í gær en völlurinn skemmdist í hittiðfyrra. www.fi.is Myndakvöld Ferðafélags Íslands Miðvikudagskvöld 17. febrúar kl. 20 í sal FÍ FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is Skaftárhlaup, fortíð, nútíð, framtíð. Tómas Jóhannesson, eðlisfr. Veðurstofu Íslands Afleiðingar Skaftárhlaupa á gróður og jarðveg Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri Aðgangseyrir kr. 600 innifalið kaffi og kleinur Allir velkomnir Abel Dhaira, knattspyrnumaður frá Úganda og leikmaður ÍBV, hefur í dag lyfjameðferð við krabbameini. Abel var skorinn upp í Úganda fyrir áramót vegna krabbameins í kviðar- holi en það hefur nú dreift sér í fleiri líffæri. ÍBV og styrktaraðilar standa þétt að baki Abel og til að tryggja honum bestu læknishjálp sem völ er á var hann sóttur til Úganda og flutt- ur til Vestmanna- eyja. Þá mun út- gerðarfyrirtæki borga kostnað af komu móður hans til landsins. Til að létta Abel þá fjárhagslegu byrði sem sjúkdómurinn orsakar hefur félagið í samstarfi við Vodafone ákveðið að standa fyrir fjársöfnun. Knattspyrnufélög á Íslandi létu ekki sitt eftir liggja. Reið Grindavík á vaðið og gaf Abel sektarsjóð sinn og skoraði um leið á önnur félög að gera slíkt hið sama. Þar sem sjóður Grindvíkinga var ekki í hæstu hæð- um bættu allir sem koma að meistaraflokknum 1.500 krónum við. Fram, Stjarnan og Keflavík fylgdu í kjölfarið, en fyrir leik ÍBV og Kefla- víkur í Lengjubikarnum á sunnudag var ÍBV afhent umslag með pening- um frá Keflvíkingum sem fara beint til Abels. „Ég veit ekki hversu mikið er komið í sjóðinn og í raun veit ég ekki hvað ég á að segja. Maður er hrærð- ur yfir þessum viðtökum og hvað all- ir hugsa fallega til hans,“ segir Ósk- ar Örn Ólafsson, formaður knatt- spyrnudeildar ÍBV. „Abel er frábær strákur og góð manneskja. Ég kann öllum bestu þakkir fyrir stuðninginn,“ segir Ósk- ar. benedikt@mbl.is Standa þétt við bakið á Abel  Knattspyrnulið gefa sektarsjóði Morgunblaðið/Eggert Frá keppni Abel Dhaira, markvörð- ur ÍBV, greindist með krabbamein. Óskar Örn Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.