Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 Í umræðunni um frumvarpið um auk- ið aðgengi að áfengi hefur stuðningsfólki þess orðið tíðrætt um að með því sé verið að fara að vilja fólksins í land- inu. Nú er um það eins og fleira í rök- stuðningi þessara manna að þetta stenst engan veginn skoðun og fellur oftast nær um sjálft sig. Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir t.d. þvert á móti afgerandi meirihluta fólks gegn þessum tilburðum og kem- ur okkur ekki á óvart sem höf- um sterklega varað hér við. Sannleikurinn er einmitt sá að fólk almennt er með hina þokka- legustu dómgreind og þar þarf enginn langt að leita til að finna ömurleg dæmi um afleiðingar áfengisneyzlu, nokkuð sem flutningsmenn virðast ekki hafa leitt hugann að eða í raun þegja um, af því þessi dæmi eru í hrópandi mótsögn við eðli frum- varps þeirra. Fólk er líka sæmi- lega að sér um þær rannsóknir og kannanir sem benda allar í átt að því að þessi fyrirhugaða lagabreyting stuðli einungis að fleiri og alvarlegri vandamálum og er þó nóg af þeim fyrir. Grát- broslegir tilburðir fylgjenda þessa „frelsis“frumvarps til réttlætingar skoðun sinni eru býsna margir, s.s. að þetta sé til að tryggja hagfelldari verzlun á landsbyggðinni með því að leiða áfengi til öndvegis í matvöru- búðum hvarvetna, langsótt firra, enda veit ég að andstaða við þetta fyrirkomulag á vínsölu er áber- andi meiri úti á landi en hér á höf- uðborgarsvæðinu. Ein röksemdin með afnámi einkasölunnar er t.d. sú að þetta fyrirkomulag sé eitt- hvað gamaldags og úrelt í raun. Ólafur Haukur Árnason, sem lengi gegndi starfi áfengisvarnar- ráðunautar af mikilli prýði og röggsemi, benti einmitt í samtali okkar á það að einkasalan var blessunarrík nýjung miðað við hömlulausa sölu alls konar prang- ara hér áður fyrr, sölu kaupmanna sem leiddi oft til ómældrar ógæfu og örbirgðar fólks. Þar var nefni- lega hin gráa forneskja við lýði og er virkilega ástæða til að hverfa aftur til þess tíma? Eru ekki vandamálin næg nú þegar, þarf endilega að taka þá áhættu að bæta þar við og auka á vandann? Og enn að einkasöl- unni og atlögunni að henni. Það mál reifaði Ólafur Haukur einnig skýrlega við mig. Ein röksemdin væri sú að við værum ein þjóða með það fyrirkomulag sem nú gildir, við héldum með einkasölu ÁTVR heltekin aft- urhaldssemi sem hvergi fyndist á byggðu bóli. En ekki þarf nú langt að leita til að fá hrakið, einfaldlega getum við litið til frændþjóða okkar, þar hefur einu gilt hvort vinstri eða hægri öfl hafa farið með völd, þar hafa menn ekki hreyft við einkasölunni. Menn þar hafa heldur ekki séð samfélagslegan ávinning af að láta einkaaðila græða ómælt á sölunni, þó ekki væri, en slíkt virðast sumir sjá hér í hillingum. Og mætti biðja fulltrúa fólks- ins á Alþingi að hlýða á rödd þeirra er horfast daglega í augu við ógæfuna sem af áfenginu og öðrum vímuefnum stafar og er ekki einfalt að hafna öllum til- raunum sem mjög líklega, svo ekki sé meira sagt, fjölga að- göngumiðunum að ógæfunni? Og ættu menn ekki að líta í niðurstöður virtustu heilbrigð- isstofnana heims sem vara allar eindregið við auknu aðgengi sem einungis myndi leiða til aukinn- ar neyzlu með alþekktum afleið- ingum? Aldrei er minni ástæða til að opna allar flóðgáttir en nú þegar sannað er að æ færri unglingar neyta áfengis, neita sér sem sagt um það til ómældra heilla fyrir framtíðina. Einnig það mætti hafa í huga þegar fulltrú- ar fólksins í landinu gera upp hug sinn. Á að fjölga að- göngumiðum að ógæfu fólks? Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Fólk er almennt er með hina þokkaleg- ustu dómgreind og þar þarf enginn langt að leita til að finna ömurleg dæmi um afleiðingar áfengisneyzlu. Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. Allar lífverur eru gerðar af frumum. Þar á lífið sér í raun stað. Fruma er afmörkuð með himnu eða vegg og innan hennar er frymið með vel á ann- an tug mismunandi líf- færa eins og kjarna og hvatbera (nema í rauðu blóðfrumum spendýra, bakteríum og blágrænum þörungum) sem sjá um brennslu (oxun) efna eins og glúkósa, fitusýra og amínósýra með súefni loftsins. Við brunann mynd- ast vatn og kolsýra (CO2) auk úr- gangsefna. Úr efnaorku þessara þriggja efnaflokka lagera hvatber- arnir orku í efnasambandinu ATP til að knýja alla vinnu í frumunni (samdrátt, flutning, osmósu, efna- smíði sykra, fitu, prótína og kjarna- sýra). Efnið ATP afhleðst en er stöðugt hlaðið upp aftur. Allt til 1969 héldu líffræðingar því enn fram að sjúkdómar kæmu í líkamann utan frá! Lífið er í frum- unum og efnaskiptin í aðalatriðum þau sömu fyrir dýra- og plöntu- frumur. Margt bendir til þess að öldrun okkar myndist í frumunum og komi af stað mörgum krónískum bæði líkamlegum og andlegum sjúkdómum auk þess sem ellin sjálf er sjúkdómur sem vex með hækk- andi aldri. Hún sé afleiðing upp- söfnunar eitraðs úrgangs sem frumurnar ná ekki að brjóta niður né losa sig við. Þetta háir hægt og bítandi starfsemi frumnanna frá 25 ára aldri okkar og fyllir að lokum mestallt pláss milli líffæra þeirra í fryminu. Árið 1938 gaf próf. dr. Reichinstein út 340 bls. bók í Prag á þýsku um öldrun og lífefnahvörf í frum- unum þar sem þekk- ing til þess tíma var tíunduð. Þar kemur fram að vísindamenn höfðu fundið litarkorn í dýra- og plöntufrumum sem fundust dreifð í fyminu fljótlega eftir myndun frumnanna en jukust með tímanum. Var talið að frumurnar tækju við meira af brennsluefnum en fruman brenndi eftir 25 ára aldur hjá manninum og staðfestu að jafnt og þétt drægi úr starfsemi hennar og þar með alls líkamans til 80 ára ald- urs einstaklingsins vegna þess að vökvi innan frymisins yrði sífellt minni og frumulíffærin eyddust eða visnuðu. Að lokum deyr fruman. Var talað um þreytu í frumunum og ráðlagt að auka brennsluna með líkamlegri áreynslu auk bætts mataræðis úr jurtaríkinu. Það er svo dr. Harman sem 1969 kemur með líklegustu skýringu á þessu sem tók vísindaheiminn um 20 ár að melta. Það er nú einu sinni svo að tvö frumefni eru bundin saman með tveimur rafeindum (ein- faldur efnabindingur) í lífrænum efnasamböndum. Við brennsluna í frumunum myndast hvarfleif (free radical, sindurefni) sem vantar eina rafeind. Þessi hvarfleif er mjög hvarfgjörn og getur opnað veikan binding í umfram-næringarefnum í frumunni og bundist því en nú verður aftur ein rafeind þar laus og heldur þetta því áfram sem keðju- hvörf. Útkoman verður loks nýtt efni: 30-50% oxuð prótín, 19-51% oxuð lípíð (fita og kólesteról) og þá geta steinefni o.fl. líka fest í þessu óreglulega mjög oxaða þvers og kruss bundna efni sem kallast lípó- fúscín (elliblettir, lifrarblettir) og eru sama gulbrúna litakornaefnið og gömlu vísindamennirnir höfðu fundið í frumunum. Þetta efni getur fruman ekki losað sig við né brotið niður og ekki leysist það heldur upp í vatni. Sama skeður líka hjá gróðri og öðrum dýrum. Hvað varð- ar manninn þá eru einkum heilafrumur, þar sem efnið safnast með tímanum og svo taugafrumur verst settar en þessar tvær frumu- gerðir endurnýja sig ekki. Þær frumur sem skipta sér ná að helm- inga styrkinn af lípófúscín við hverja frumuskiptingu sem geta víst orðið 45-50. En hvað er til ráða? Jú, Harman ráðlagði að neyta andoxunarefna eins og t.d. C- og E-vítamína og beta-caroten auk þess sem ávextir og grænmeti eru full af andoxunar- efnum. Andoxunarefnin (sindur- varar) eru álitin vera fljót að stöðva þessi keðjuefnahvörf í frumunni með því að bindast hvarfleifunum en þau þurfa að vera til staðar í nægjanlega miklum styrk og þau eyðast hratt. Það ætti því að vera unnt að hægja á ellinni og ellihrörnuninni með réttu mataræði og hugsanlega lengja líf okkar. Frumurnar og öldrunin Eftir Pálma Stefánsson »Ellin er líklega vegna uppsafnaðs úrgangs í frumunum sem getur valdið ýmsum krónískum líkamlegum og heilakvillum vegna hindrunar í starfsemi frumnanna Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum Íslands Hummel Útsöluaðilar: Útilíf – allar verslanir Intersport – allar verslanir Skór.is – allar verslanir Debenhams Steinar Waage Englabörn Sportver Akureyri Toppmenn og Sport Akureyri Nína Akranesi K Sport Keflavík Borgarsport Borgarnesi Siglósport Siglufirði Sentrum Egilsstaðir Pex Reyðarfirði Sportbær Selfossi Axel Ó Vestmannaeyjum Músik & Sport Efnalaug Vopnafirði Verið getur að auglýstar vörur séu ekki til hjá útsöluaðila. Umboðsaðili: DanSport ehf. Nýjar vörur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.