Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
Loftslagsráðstefn-
unni í París í desem-
ber 2015 lauk með
því að öll ríkin sam-
þykktu áætlun ráð-
stefnunnar. Sá áfangi
þykir mikill sigur
enda er þetta líklega
þetta í fyrsta sinn
sem öll ríki heims
standa að ályktun
þar sem því er slegið
föstu að gróðurhúsaáhrif af manna-
völdum séu eitt bráðasta vandamál
mannkyns. Sumum þykir reyndar
lítið til koma, því að samkvæmt
ályktuninni munu þjóðir heims að-
eins gefa viljayfirlýsingar um að
draga úr útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda en ekki skuldbinda sig.
Svo virðist sem þjóðir heims hafi
notað tilefnið til að marka stefnu í
orkumálum sem gefur raunverulega
von um að þetta risavaxna vandmál
verði leyst.
Veðjað á tvíþætta leið
Vandann má leysa eftir tveimur
leiðum. Áherslan hefur hingað til
verið lögð þá fyrri, þ.e. að þjóðir
dragi úr orkunotkun sinni og
minnki þannig útblástur. Hér er þó
ekki hægt um vik, því að notkun á
orku er grundvöllurinn að efna-
hagslífi þjóða og hreyfiafl sam-
félaga. Stórþjóðir á borð við Kína
og Indland hafa ekki verið til við-
tals um að hægja á ferðinni meðan
þær eru að ná lífsgæðum Vestur-
landabúa.
Síðari leiðin felst í því að leggja
meiri fjármuni í þróun kolefnafrírra
orkugjafa á borð við kjarnorku.
Hún er eina kolefnislausa auðlindin
sem núverandi tækni
getur nýtt í því magni
að verulega muni um.
Nú virðist eiga að há-
marka árangur eftir
báðum leiðum samtímis.
MSR tæknin
Sú tækni sem virðist
ætla að greiða þessari
stefnu leið byggist á
MSR kjarnakljúfum
(Molten Salt Reactors)
af fjórðu kynslóð
kjarnaofna. Þar er bráð-
ið salt notað bæði sem kæli- og
burðarmiðill fyrir eldsneytið. MSR
kjarnakljúfar þykja bera af hefð-
bundnum annarrar kynslóðar
kjarnaofnum frá umhverfissjónar-
miði. MSR kjarnakljúfar nýta elds-
neytið allt að 100 sinnum betur en
annarrar kynslóðar ofnar og geta
að auki nýtt kjarnaúrganginn frá
þeim. Þannig minnkar vandinn við
geymslu geislavirks úrgangs veru-
lega.
Tæknin er reyndar ekki ný. MRS
ofninn var fundinn upp í Bandaríkj-
unum á sjötta ártugnum og tilraun-
ir stóðu í 20 ár. Þegar kalda stríðið
svonefnda var í algleymingi, var
þeim tilraunum hætt þar sem úr-
gangur þessara ofna er lítt hæfur
til þróunar yfir í kjarnorkuvopn.
Sú aukageta þótti nauðsynleg á
tímum ógnarjafnvægis milli þjóða
heims.
N-Ameríka í fararbroddi
Bandaríkjamenn standa fremstir
í þróun á MSR-ofnum. Bandarískt
fyrirtæki áætlar að taka fyrsta
MSR-ofninn til rafmagnsfram-
leiðslu í gagnið í Indónesíu árið
2021 og annað hyggst ljúka á þessu
ári fullnaðarhönnun MSR-ofna sem
ganga eingöngu fyrir kjarnaelds-
neytinu þóríum.
Kanadamenn eru einnig mjög
framarlega í þessari þróun. Þarlent
fyrirtæki áætlar að hefja fram-
leiðslu á fyrsta visthæfa raforkuveri
sínu snemma á næsta áratug og
áætlar að raforkuverðið verði strax
í upphafi mun lægra en verð frá
kola- og gasorkuverum.
Kínverjar einbeittir
Kapphlaupið er alþjóðlegt því að
Kínverjar ætla sér einnig að vera í
fremstu röð í þróun þessarar tækni.
Þar er stórt og mannaflafrekt verk-
efni í gangi við þróun tveggja gerða
fjórðu kynslóðar kjarnaofna. Kín-
verjar eru mjög áfram um að flýta
tæknilegu framvindunni, enda bún-
ir að fá upp í kok af kolarykskýinu
sem liggur iðulega eins og mara yf-
ir stórum hluta þessa víðlenda ríkis.
Stefnubreyting Breta
ógnar sæstrengsdraumum
Bretar tilkynntu á loftslags-
ráðstefnunni í París þá stefnubreyt-
ingu, að þeir mundu hætta niður-
greiðslum á allri kolefnafrírri orku
að undanskilinni vindorku frá hafi
(„offshore“) en leggja í staðinn
áherslu á þróun fjórðu kynslóðar
kjarnaofna sem hægt er að fjölda-
framleiða. Þessi stefnubreyting
þeirra getur haft áhrif á vilja okkar
til að leggja sæstreng til Bretlands.
Hún sýnir í hnotskurn þá pólitísku
áhættu sem því risaverkefni er
samfara enda illt að treysta á
breskar niðurgreiðslur sem tekju-
öflun til lengri tíma litið. Stefnu-
breyting Breta getur leitt til lækk-
unar orkuverðs um langa framtíð
og einnig í Evrópu allri, verði sama
stefna tekin upp þar.
Bretar stefna á að bæta við
kjarnorku um 16 GW til ársins 2030
og vera með 75 GW um miðja öld-
ina. Þeir hafa nú alls um 82 GW
uppsett afl, þar af 10 GW í kjarn-
orku og 10 GW í vindorku og end-
urnýjanlegri orku. Vatnsafl þeirra
er aðeins 1,6 GW. Því er við að
bæta að Bretar eru nýfarnir að
dæla gasi frá gríðarlega stórum
lindum sínum við Hjaltlandseyjar
og til lands. Í þessum áfanga er
gert ráð fyrir að orkan dugi fyrir
u.þ.b. tvær milljónir heimila eða
sömu tölu og sæstrengurinn frá Ís-
landi átti að geta skilað.
Tekur kaldur samruni flugið?
Einn spennandi og mikilvægan
orkukost er vert er að nefna við-
bótar. Það er svonefndur kaldur
samruni („cold fusion“) en nú hefur
verið vísindalega staðfest að unnt
sé að nota hann sem orkugjafa.
Þessi orkuuppspretta er talin um-
hverfisvæn, hættulaus og hag-
kvæmari leið en kjarnaklofningur.
Á það sérstaklega við í smáum stíl
á bilinu frá 1 kW upp í nokkur MW
sem hentar t.d. vel fyrir farartæki.
Taki notkun kalds samruna flugið,
getur tæknin hæglega skotist fram
úr þeirri tækni sem rædd er hér að
framan.
Það er því ljóst að við lifum á
spennandi tímum.
Gróðurhúsaáhrif og kjarnorka
Eftir Kjartan
Garðarsson » Síðari leiðin felst íþví að leggja meiri
fjármuni í þróun
kolefnafrírra orkugjafa
á borð við kjarnorku.
Kjartan Garðarsson
Höfundur er vélaverkfræðingur.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Bridsfélag eldri borgara
í Hafnarfirði
Föstudaginn 5. febrúar var spil-
aður tvímenningur með þátttöku 24
para.
Efstu pör í N/S (% skor):
Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 62,3
Björn Árnason - Auðunn R. Guðmss. 54,2
Bjarni Þórarinss. - Magnús Jónss. 53,9
Jón Sigvaldason - Katarínus Jónss. 53,7
Ágúst Vilhelmsson - Björn Arnarson 52,8
A-V
Sigurður Hallgrs. - Steinmóður Einarss.61,8
Tómas Sigurjss. - Björn Svavarss. 59,0
Sigurður Láruss. - Sigurður Kristjánss. 59,0
Jón M. Guðröðsson - Ómar Ellertss. 55,8
Kristján Þorláksson - Ásgeir Sölvason 54,2
Þriðjudaginn 9. febrúar var spil-
aður tvímeningur með þátttöku 30
para.
Bestum árangri náðu í N/S:
Auðunn Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 63,3
Jón Sigvaldason - Katarínus Jónss. 59,0
Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnsson 56,5
Hulda Hjálmarsd. - Hrafnh. Skúlad. 55,8
Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 55,0
A-V
Sigurður Hallgrs. - Steinmóður Einarss.62,3
Sturla Snæbjss. - Ormarr Snæbjörnss. 60,5
Viktor Björnsson - Hrólfur Guðmss. 59,9
Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss.. 55,5
Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss. 53,7
Föstudaginn 12. febrúar spiluðu
24 pör tvímenning. Efstu pör í N/S:
Jón Sigvaldason - Katarínus Jónsson 59,0
Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 55,8
Örn Einarsson - Pétur Antonsson 55,3
Albert Þorsteinss. - Björn Árnason 55,1
A-V
Ólöf Hansen - Alma Jónsdóttir 55,8
Tómas Sigurjss. - Björn Svavarsson 54,4
Ólafur Ólafsson - Anton Jónsson 53,7
Sigurður Kristjánss. - Sigurður Láruss. 52,5
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum í Hraunholti, Flata-
hrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 13.
Það þarf nokkuð til núorðið að maður setjist niður og dragi til
stafs en sjónvarpsfréttirnar á sprengidag drógu mig að púltinu.
Í tilefni dagsins heimsóttu báðar sjónvarpsstöðvarnar verta sem
hafa það að lifibrauði að selja út mat og að sjálfsögðu voru salt-
kjötið og baunirnar máltíð dagsins.
Skemmst er frá því að segja að fréttafólkið hélt beina leið að
kjötpottunum og mynduðu í bak og fyrir herlegheitin sem elduð
voru í misstórum pottum. Þá er komið að því sem mér þótti at-
hyglisverðast við innskotin. Nokkrir starfsmenn sáust í mynd,
sem og fréttamennirnir, en ég sá engan þeirra með hárnet eða
húfu. Ég þykist vita að það sé skylda að þeir sem starfa við
matseld og selja afurðirnar séu með höfuðfat eða net. Ég velti
því fyrir mér hvort þessi mál séu í þeim ólestri sem sjónvarps-
stöðvarnar upplýstu okkur um eða að þetta hafi verið tilviljun?
Það má líka segja við fréttafólkið, t.d. eins og Unu með sitt
síða fallega hár, að láta ekki mynda sig án höfuðfats. Þau eiga
að vita að það er ólöglegt að fara inn í eldhús með flaksandi
hár.
Guðjón.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Þjónn – Það er hár í súpunni minni
Augnhvílan
Margnota augnhitapoki
Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ
Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með
reglulegu millibili hefur hún jafnan jákvæð
áhrif á hvarmabólgu (Blepharitis), vanstarfsemi
í fitukirtlum, augnþurrk, vogris, augnhvarma-
blöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Þýskar innréttingar
EIRVÍK Innréttingar
Eirvík Innréttingar eru sérsmíðaðar í Þýskalandi. Einingarnar koma
samsettar til landsins sem sparar tíma í uppsetningu og tryggirmeiri gæði.
Sérstaða okkar fellst í því að bjóða heildarlausn fyrir eldhúsið.
Við höfum næmt auga fyrir smáatriðumog bjóðumpersónulega þjónustu.
Höfuðáhersla er lögð á lausnir sem falla að þörfumog lífsstíl hvers og eins.
Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna og eldhústækin
og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði.
Hönnun og ráðgjöf á staðnum.
NÝTT 2016 - 10% lægri verð