Morgunblaðið - 17.02.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.02.2016, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur ósk- að eftir tilboðum í borun á nýrri vinnsluholu á Hellisheiði. Um yrði að ræða 2.600 metra háhitaholu, niðursetningu hennar og steypingu fóðringa. Framkvæmdatími er áætlaður frá 15. apríl til ágústloka á þessu ári. Þetta er önnur vinnsluholan á jafnmörgum árum sem Orka nátt- úrunnar, ON, lætur bora á Hellis- heiði. Síðasta sumar var hola boruð, sú fyrsta frá árinu 2009, en vegna erfiðrar fjárhagsstöðu Orkuveit- unnar lágu boranir niðri við Hellis- heiðarvirkjun frá 2009 til 2015. Borsvæðið er á svipuðum slóðum, á milli Helluskarðs og Reykjafells. Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, segir reglulega borun vera eðlilegan hluta af rekstri jarð- varmavirkjana. Hann segir árang- urinn af boruninni síðasta sumar vera viðunandi, hún hefur verið að gefa 5,5 MW. Er það við meðaltal svæðisins en Páll segir vonir jafnan standa til meiri árangurs. Holan sem bora á í sumar ætti að geta náð meðaltali í afli, um 5 MW. Páll segir þessar boranir hluta af áætlun fyr- irtækisins til nokkurra ára, sem miðast við að bora meðalholur. Alls eru um 35 holur tengdar Hellisheiðarvirkjun hverju sinni. Kostnaður við hverja vinnsluholu á háhitasvæði er á bilinu 600-800 milljónir króna. Um það hver kostnaðurinn verði af boruninni í sumar segir Páll að útboðið muni leiða það í ljós. bjb@mbl.is Meira borað á Hellisheiði Morgunblaðið/RAX Háhitasvæði Við Hellisheiðarvirkjun eru tengdar um 35 vinnsluholur.  ON býður út borun á nýrri holu  Önnur holan frá 2009 „Ég reikna með því að við dokum aðeins við og athugum hvort eitt- hvert frumkvæði verði af hálfu Ak- ureyrarbæjar í kjölfar dóms Hæstaréttar til þess að leiðrétta þetta. Framhaldið verði síðan met- ið eftir því hvort einhver viðbrögð koma frá bænum og hver þau verða. En það verða settar fram kröfur um einhverjar bæt- ur. Það er alveg á hreinu.“ Þetta segir Snorri Óskars- son í samtali við mbl.is en hann var sýknaður í Hæstarétti í síðustu viku af kröfum Akureyrarbæjar. Bærinn sagði honum upp störfum árið 2012 vegna ummæla hans, um samkyn- hneigð, á bloggsíðu sinni utan vinnutíma. Var uppsögnin dæmd ólögmæt en áður hafði Héraðsdóm- ur Norðurlands eystra komist að sömu niðurstöðu. Eftir að dómur héraðsdóms lá fyrir var haft eftir Snorra að hann hefði í hyggju að höfða skaðabótamál gegn Akureyr- arbæ en hann segir að framhald málsins hafi beðið niðurstöðu Hæstaréttar. Málið fór í gegnum allt kerfið „Ég hugsa að það hljóti að vera óþægilegt fyrir bæinn að hafa þetta hangandi yfir sér því þetta er í rauninni alveg ótrúlegt mál. Ekki síst hvernig þetta fór af stað,“ seg- ir Snorri. Bendir hann á að málið hafi farið í gegnum allt kerfið, þar á meðal innanríkisráðuneytið, og alls staðar hafi niðurstaðan verið honum í hag. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði uppsögn Snorra ólög- mæta árið 2014 en fyrir Hæstarétti krafðist Akureyrarbær þess að úr- skurðurinn yrði felldur úr gildi. Því hafnaði dómstóllinn hins vegar. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að Akureyrarbæ hafi skort lagastoð til að grípa til uppsagnar vegna ummæla sem Snorri hefði látið falla utan starfs síns og án tengsla við það. „Mér finnst athyglisverðast hversu afgerandi niðurstaða Hæstaréttar er. Það er ekki eitt atriði sem þeir nefna sem ég hefði átt að gera öðruvísi. Ég held að þetta sé afskaplega mikilvægur dómur fyrir kennara og líka aðra starfsmenn grunnskóla,“ segir Snorri. Málið snúist um miklu meira en eingöngu þau sjónarmið sem hann hafi sett fram. Það snú- ist um tjáningarfrelsið og rétt kennara og annarra skólastarfs- manna til tjáningar utan vinnu- tíma. Ætlar að sækja bætur  Uppsögn var dæmd ólögmæt Snorri Óskarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.