Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016 Leiga fjórfaldar fasteignaskatt Mjög algengt er orðið að fólkleigi íbúðarhúsnæði tilferðamanna, um skemmri eða lengri tíma, herbergi, íbúð eða jafnvel heilu einbýlishúsin. Lengi hefur verið eitthvað um þetta en sprenging orðið á síðustu árum, eins og glöggt má sjá á netinu, til að mynda á Airbnb.com sem margir kannast við. Leiga af þessu tagi telst atvinnu- starfsemi og af henni þarf því að greiða skatt. Ekki gera sér allir grein fyrir því sem eiga húsnæðið. Vel er fylgst með gangi máli á Ak- ureyri á vegum bæjarfélagsins, m.a. með því að skoða auglýsingar. Flestir sækja um leyfi „Sækja þarf um rekstrarleyfi til Sýslumanns, flestir gera það og við þá búin að fá veður af því áður en þeir auglýsa, en hina, sem ekki sækja um leyfi, sjáum við á netinu. Við skoðum Airbnb, booking.com og fleiri síður. Þetta er mjög víða og við skoðum allt sem okkur dettur í hug. Við sendum fólki alltaf bréf og bend- um á að það að leigja út rými til ferðamanna teljist atvinnurekstur samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga,“ segir Sædís Gunn- arsdóttir, verkefnastjóri fast- eignaskráningar hjá Akureyrarbæ, við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Fólk hefur þá samband við skipu- lagsdeildina og útskýrir hve stórt rými það leigir út. Ef aðeins er um að ræða eitt herbergi eru fast- eignagjöldin hækkuð í samræmi við stærð þess og svo framvegis. Ef öll íbúðin er leigð út í fjóra mánuði á ári, svo ég taki dæmi, er hlutfall gjalds- ins miðað við það í þann tíma. Við reynum að hafa þetta eins nálægt raunverulegri notkun og hægt er.“ Sædís tekur fram að ekki sé setið við daglega og leitað að auglýsingum heldur annað slagið. „Það er mest í desember og janúar þegar fast- eignafjöldin eru lögð á og svo aftur á vorin þegar margir auglýsa á ný fyr- ir sumarið.“ Margir vekja einungis athygli á húsnæðinu á Facebook. „Þegar við höfum samband við fólk kemur oft í ljós að margir hafa ekki gert sér grein fyrir því að regl- urnar séu svona. Margir verða hvumsa og hætta einfaldlega við en aðrir fara af stað og sækja um leyfi. En fólk hrósar manni ekkert sér- staklega fyrir að hafa samband! Maður verður ekki endilega mjög vinsæll en tekur því bara – þetta er hluti af djobbinu!“ segir Sædís. „Reykjavík hefur í mörg ár verið með fasteignagjöldin í atvinnuflokki þegar fólk leigir húsnæði sitt út en við biðum róleg eftir að fólk myndi kæra, jafnvel þótt bókstafurinn væri alveg skýr,“ segir hún. Eftir að yfirfasteignamatsnefnd úrskurðaði í nóvember 2013 að álagning fasteignaskatts vegna íbúð- ar sem leigð væri út til ferðamanna miðaðist við ferðaþjónustu var hins vegar ákveðið að gera breytingar á Akureyri. Dan Brynjarsson, fjármálastjóri Akureyrarbæjar, tekur dæmi um hvaða áhrif það getur haft fyrir eig- anda húsnæðis að leigja það út til ferðamanna á ársgrundvelli: Á Akureyri er álagsprósenta á íbúðarhúsnæði 0,35% af fast- eignamati en af öðru, gististöðum og annarri atvinnustarfsemi, er stuðull- inn 1,65% sem er leyfð hámarksá- lagning. „Ef fasteignamat húss er 50 millj- ónir króna er fasteignaskatturinn 190 þúsund á ári en færi í 825 þús- und ef húsið væri leigt undir ferða- mannagistingu. Það er rúmlega fjór- földun. Ef fasteignamatið er 25 milljónir, svo ég taki annað dæmi, þá væri skatturinn helmingi lægri,“ segir Dan. Til að átta sig á hlutunum getur fólk slegið inn heimilisfang sitt á skra.is á netinu, séð hve fast- eignamatið er hátt og reiknað út hve skatturinn myndi hækka mikið. Í janúar árið 2014 voru um 80 eignir á Akureyri skráðar á Airbnb, ári seinna voru þær um 200 en nú eru þær orðnar um 280, að sögn Sæ- dísar. Sprenging í framboði „Þróunin er stöðug og hröð. Þessi tala segir reyndar ekki alveg alla söguna því sumir eru skráðir á fleiri en einum stað og sumir þessara eru utan Akureyrar en koma samt upp þegar leitað er í bænum en þetta gef- ur þónokkuð góða mynd.“ Hún segir að þegar Akureyr- arbær fór að fylgjast með þessu árið 2014 hafi ekki mörg sveitarfélög önnur en Reykjavík gert það. „Nú hefur orðið sprenging í framboði á svona húsnæði, fleiri farnir að nýta sér þetta og mér heyrist önnur sveit- arfélag standa svipað að þessu og við. Í þeim minnstu er reyndar mjög auðvelt að fylgjast með því allir vita hverjir leigja út húsnæði,“ segir Sæ- dís. Þingholtin – 101 – Loft- mynd. Morgunblaðið/Eggert Það telst atvinnustarfsemi að leigja íbúðarhúsnæði til ferðamanna. Reglur eru mismunandi á milli sveitarfélaga en fasteigna- skattur, sem reiknaður er út frá fasteignamati, getur fjórfaldast. Dæmi: af 50 milljóna króna eign á Akureyri er skatturinn 190 þúsund á ári en hækkar í 825 þúsund ef leigt er út til ferðamanna. Sé eignin metin á 25 milljónir yrði skatturinn rúm 400 þúsund. Fyrir Alþingi liggur stjórn- arfrumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, þar sem gert er ráð fyrir að fólk geti leigt íbúðarhúsnæði sitt í allt að 90 daga á ári án þess að fasteignaskattur hækki. Í texta með frumvarpinu seg- ir: „Rýmkun heimagistingar felst enn fremur í því að aðilum verður nú heimilt að leigja út lögheimili sitt auk einnar ann- arrar fasteignar í eigu viðkom- andi. Er þar komið til móts við einstaklinga sem vilja geta leigt út sumarhús sitt eða frí- stundaíbúð til skamms tíma og er hugmyndin að ekki sé um að ræða tvær eignir í sama hverfi heldur lögheimili og frí- stundaeign annar staðar á land- inu. Á móti kemur að þeim að- ilum sem eru skráningarskyldir verður aðeins heimilt að leigja út viðkomandi eignir í 90 daga samtals á ári hverju. Er þar átt við að heildarleigutími, ekki samfelldur þó, megi ekki vera lengri en 90 dagar …“ 90 dagar án hækkunar? „Okkur þykir það sanngirn- ismál gagnvart þeim sem eru með allt sitt á hreinu, borga sína skatta og skyldur; bæði gagnvart hótelum, gistiheim- ilum og fólki sem leigir út eigið húsnæði og fer eftir öll- um reglum, að allir sitji við sama borð,“ segir Sædís Gunnarsdóttir hjá Akureyr- arbæ. „Við höfum unnið þetta í samvinnu við sýslu- menn, heilbrigðiseftirlit og aðra opinbera aðila sem koma að þessum málum. Við reynum að vanda okkur.“ Sá sem hyggst bjóða upp á heimagistingu verður að til- kynna sýslumanni í viðkom- andi umdæmi að hann hygg- ist leigja út lögheimili sitt eða eina aðra fasteign í sinni eigu. Endurnýja þarf skráningu árlega og við lok hvers almanaksárs á fólk að skila til sýslumanns yfirliti yfir þá daga sem húsnæði var leigt út. Rétt er að taka skýrt fram að þessar reglur hafa engin áhrif á fólk sem leigir skóla- fólki út herbergi eða stærra rými. Fasteignaskattur hækkar ekki hjá því. „Sann- girnismál“ ’ Margir verða hvumsa og hætta einfaldlega við en aðrir fara af stað og sækja um leyfi. En fólk hrósar manni ekkert sér- staklega fyrir að hafa samband! Maður verður ekki endilega mjög vinsæll en tekur því bara – þetta er hluti af djobbinu. Sædís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri fasteignaskráningar hjá Akureyrarbæ. INNLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.