Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016 VETTVANGUR Þetta er sérkennileg fyrirsögnsem þarfnast útskýringar.Tilvísunin er ekki til Geysis í Haukadal, heldur til Klúbbsins Geysis sem tengist Fountain House- hreyfingunni, sjálfshjálparhreyfingu sem upphaflega spratt upp í New York og hafði að markmiði að virkja fólk sem átti við geðræna sjúkdóma að stríða til atvinnuþátttöku eða náms, samhliða endurhæfingu. Undir síðustu aldamót fluttu nokkrir eldhugar þessar hugmyndir hingað til lands og er skemmst frá því að segja að nú er svo komið að fé- lagar í Klúbbnum Geysi eru á fimmta hundrað og fer fjölgandi. Boðið er upp á atvinnuúrræði og að- stoð við að komast í nám við hæfi en jafnframt er haldið úti öflugu fé- lagsstarfi þar sem félagar fá hvatn- ingu og stuðning til að ná sér á strik eftir veikindi. Til marks um árangurinn má nefna að nú munu 44% félaga vera í vinnu eða námi! Eins og jafnan gerist í öllu frum- kvöðlastarfi þurfti hugsjónafólk, eld- heitt í andanum, til að ryðja braut- ina. Þar var á ferðinni fólk sem sjálft þekkti geðsjúkdóma af eigin raun, og aðstandendur, en í fararbroddi stóðu iðjuþjálfar sem kunnu að laga hina erlendu hugmynd að íslenskum veruleika. Ég hef það fyrir satt að gæfa Klúbbsins Geysis hafi síðan verið að þangað hafi jafnan valist til starfa og þátttöku jákvætt fólk sem knúið er áfram af ríkri hugsjón. Nú sýnist mér þetta vera að endurtaka sig á öðrum vettvangi, nefnilega á meðal fólks sem orðið hefur fyrir heilaskaða. Það sem þessar tvær sjálfshjálparhreyfingar eiga sammerkt er að vilja rjúfa ein- angrun fólks og efla það í hvívetna með félagslegri virkni. Fyrir fáeinum vikum gengu á fund allra þingflokka tvær ungar konur til að kynna stjórnmálamönn- um félagið Hugarfar og hugmyndir sem uppi væru þar á bæ um að koma á fót svokölluðu Höfuðhúsi, að danskri og breskri fyrirmynd, fyrir fólk sem orðið hefði fyrir heilaskaða eins og hent hefði þær sjálfar. Mark- miðið væri að tengja saman fólk með sambærilega reynslu og verða jafn- framt hvati að framþróun á þessu sviði. Báðar höfðu þessar konur lent í bílslysi og hlotið af alvarlegan heila- skaða. Þær skýrðu fyrir okkur hvernig fólk sem yrði fyrir slíkum áföllum bæri það ekki utan á sér. Það sæist ekki þótt hluti heilans yrði óvirkur, sjónin skert, lyktarskynið horfið, minnið ekki sem áður, skert samskiptahæfni og viðvarandi þreyta. Jafnvel verstar væru þó per- sónuleikabreytingarnar. Þær lýstu ævintýralegum árangri sem mætti ná með markvissum úr- ræðum og var meðal annars vísað til meðferðar á Reykjalundi. Slík úr- ræði hefðu síðan verið skorin niður við nögl í kjölfar hrunsins og stæð- um við öllum okkar samanburð- arþjóðum langt að baki á þessu sviði lækninga og endurhæfingar. Hugarfar þótti mér í fyrstu undarlegt heiti á félaginu. Sam- kvæmt minni málviltund væri hug- takið lýsandi um viðhorf, jafnvel sál- arástand, fremur en um stofnun eða félag. En eftir því sem ég kynnti mér málefnið nánar fannst mér nafnið betra. Hugarfarið skiptir nefnilega öllu máli þegar einstaklingur stend- ur frammi fyrir því nánast ofur- mannlega verkefni að læra að lifa líf- inu upp á nýtt. Og hugarfarið í samfélaginu skiptir líka máli þegar á okkar fund koma einstaklingar fær- andi áríðandi boðskap. Skellum við skollaeyrum við slíkum boðskap eða ákveðum við að leggja okkar af mörkum til að lagaðar verði brota- lamir sem eru – sem betur fer – oft- ast ekki verri en svo að þær má bæta og laga? En þá þarf líka að gera það! Geysir og hugarfarið ’Nú sýnist mér þetta vera að endurtaka sig áöðrum vettvangi, nefnilega á meðal fólks semorðið hefur fyrir heilaskaða. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Morgunblaðið/G.Rúnar Margir hafa gaman af því að segja aprílgabb eða fræða aðra. Stefán Pálsson sagnfræðingur skrifaði á Facebook síðdegis á fimmtudag: „Á nákvæmlega þessari stundu er neyð- arfundur á öllum fréttastofum lands- ins … hvernig er hægt að hafa aflandsreikn- inga-spin á aprílgabbi ársins?“ Gerður Kristný rithöfundur lét ekki blekkjast. „Gefins hamborgarar í Morgunblaðinu og í Fréttablaðinu eru það Jói og djús- inn sem bjóða á upp á í Alþingishúsinu. Blaðamenn eru uppteknir af skyndi- fæði í ár.“ Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur hefur sína sýn á málið: „1. apríl. Vegna þess að alla aðra daga fáum við bara að heyra sann- leikann.“ Örn Úlfar Sævarsson auglýs- ingamaður gaf á þessum gabbdegi í skyn að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta: „Jæja, búinn að bjóða nokkrum fjölmiðlum í kaffi á Reynimelinn. Spennandi vikur fram undan í samtali við þjóðina! #ísland- fremst.“ Aflandsreikningamálið hefur verið mörgum hugleikið, þar á meðal Höllu Gunnarsdóttur fram- kvæmdakonu. „Ég skil alveg þetta bankamál. Þegar ég var í mennta- skóla fann ég einu sinni fimmþús- undkall í gallabuxunum mínum. Ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti pening. Bekkjarbróðir minn sem varð vitni að ofsa- fenginni gleði minni neitaði hins vegar að trúa að ég hefði ekki vitað af hon- um. Mér sárnaði það dálítið.“ Halldór Björnsson veður- og haf- fræðingur ræddi málið líka: „Vinnu- félagar mínir segja áreiðanlegar heimildir (Landnáma) fyrir því að Ís- land hafi upphaflega verið skatta- skjól frá Noregi.“ Andrés Jónsson almannatengill reyndi að útskýra aflandsreikninga á mannamáli í færslu undir yfir- skriftinni Af hverju eru skattaskjól slæm? Svarið var langt og má lesa hluta af því hér: „Þau eru mismunun á milli þeirra stóru og smáu í land- inu. Þeir stóru hafa efni á lögfræð- ingum og endurskoðendum sem koma hagnaðinum undan en þeir litlu skila sköttunum sínum til sam- rekstrarins; í rekstur Landspítalans, skóla- kerfisins, vegagerð, fæðingarorlofs- greiðslur og fleira sem við teljum gott og erum stolt af. Sama efnahagslega starfsemin býr undir en eigendurnir búa í sitt hvor- um veruleikanum. Sá litli býr á Ís- landi. Sá stóri býr þar líka en hans fé ávaxtast margfalt hraðar og það er ekki af því að hann sé duglegri held- ur af því að hann færði lögheimili peninganna sinna. Hann vill ekki við- urkenna að hann búi á sama heimili og þeir. Svona eins og sambýlisfólk sem skráir sig í sundur til að fá meiri bætur,“ skrifaði hann. AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.