Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 12
FORSETAVAKTIN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016 R ólegt hefur verið á for- setavaktinni eftir páska og þegar þessi orð eru skrifuð síðdeg- is á föstudegi eru fram- bjóðendurnir ennþá bara þrettán. Já, „bara“ þrettán. Birgir Guð- mundsson, dósent við félagsvís- indadeild Háskól- ans á Akureyri, á hins vegar von á því að líf færist í tuskurnar strax í næstu viku og tveir til þrír kandídatar með talsverða vigt á bak við sig komi til með að stíga fram og breyta landslaginu verulega. Fólkið sem honum þykir á þessu stigi líklegast til að blanda sér í baráttuna eru Sig- rún Stefánsdóttir, forseti hug- og fé- lagsvísindasviðs Háskólans á Ak- ureyri, Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og rithöfundarnir Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason. Hann vill heldur ekki útiloka að Össur Skarphéð- insson alþingismaður og Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, eða jafnvel Ei- ríkur Björn Björgvinsson bæj- arstjóri á Akureyri, gefi kost á sér en telur hin fjögur þó líklegri. „Til- kynni einhver af þeim sem ég hef nefnt hér framboð sitt eftir helgina myndi það gjörbreyta stöðunni,“ segir Birgir. Þrátt fyrir allan fjöldann nú á Birgir ekki von á því að fleiri en fimm eða sex verði í kjöri 25. júní. „Hinir munu tínast út, einn af öðrum, sérstaklega eftir að fyrstu skoðanakannanir fara að birt- ast. Það er greinilega mismikil al- vara á bak við þau framboð sem fram eru komin. Kannanirnar koma til með að ráða miklu og virka þann- ig lagað séð eins og forkosningar. Hegðun kjósenda mun breytast hratt þegar kannanirnar fara að koma.“ Af þeim þrettán sem þegar eru í kjöri þykir Birgi Halla Tómasdóttir, Hrannar Pétursson og séra Vigfús Bjarni Albertsson líklegust til að hafa úthald til að halda baráttu sinni áfram. Þau séu næst því að falla inn í þá staðalmynd sem hann ímyndar Kanónur stíga fram eftir helgina! Ef marka má orð Birgis Guðmundssonar, dós- ents við Háskólann á Akureyri, mun færast fjör í kosningabarátt- una í næstu viku. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ekki er úr vegi að rifja upp hverjir eru þegar í kjöri. Það eru þrettán manns, níu karlar og fjórar konur. Þau eru: Ari Jósepsson, Ást- þór Magnússon, Bæring Ólafs- son, Elísabet Kristín Jökulsdótt- ir, Guðmundur Franklín Jónsson, Guðrún Margrét Páls- dóttir, Halla Tómasdóttir, Heimir Örn Hólmarsson, Hild- ur Þórðardóttir, Hrannar Pét- ursson, Sturla Jónsson, Vigfús Bjarni Albertsson og Þorgrímur Þráinsson. Sjötti forseti lýðveldisins frá stofnun þess verður kjörinn 25. júní næstkomandi og mun taka við embætti af Ólafi Ragnari Grímssyni 1. ágúst. ÞAU ERU Í KJÖRI NÚ ÞEGAR Níu karlar og fjórar konur 12 vikur TIL KOSNINGA Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is BSÍ - Umferðarmiðstöðin Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Kauptu miða núna á www.flugrutan.is *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr. 2.200 kr.* FYRIR AÐEINS Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur & brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Birgir Guðmundsson Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs HA. Morgunblaðið/G.Rúnar Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.