Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 18
ÁHUGALEIKHÚS 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016 Markvisst leiklistarstarf hefur verið íHörgárdal í Eyjafirði síðan 1928.Eins og víða annars staðar um land- ið hópast þar saman fólk árlega, æfir verk, smíðar leikmynd, saumar búninga og þar fram eftir götunum og allt í sjálfboðastarfi vita- skuld; einskær áhugi ræður för. Foreldrar Bernharðs Arnarsonar unnu ár- um saman með Leikfélagi Hörgdæla og son- urinn fékk leiklistarbakteríuna snemma. Steig fyrst á svið 11 ára, lék þá strák í Sveita- sinfóníunni eftir Ragnar Arnalds, tók upp þráðinn aftur seinna og er nú á kafi í leiklist- inni, 37 ára, og sennilega rétt að byrja … „Þau voru mjög virk og ég smitaðist,“ segir Bernharð og vísar til foreldra sinna. „Þau léku bæði og pabbi skrifaði auk þess mikið í gamla daga, til dæmis revíur og fyrir kvöldskemmt- anir sem settar voru upp í sveitinni. Ég hef lík- lega fengið delluna við að sjá þau á sviði; flækt- ist mikið með þeim sem krakki og drakk þetta í mig alveg frá bernsku.“ Flestir sem starfað hafa með félaginu hafa einhver tengsl við sveitina þótt margir séu nú búsettir á Akureyri en sumir tengjast Hörgár- dalnum reyndar ekki neitt heldur koma ein- ungis til starfa vegna einskærs áhuga á leik- list. Sýningar Hörgdæla hafa oft vakið töluverða athygli, engin þó sennilega eins mikla og þegar félagið setti á svið verkið The Full Monty, sem kallað var Með fullri reisn, þar sem berrass- aðir bændur stigu á svið! „Við eigum varla nokkurn tíma eftir að toppa það ævintýri. Sýndum þá 44 sinnum fyrir fullu húsi og fórum til Reykjavíkur þar sem við sýndum fjórum sinnum í Iðnó og uppselt var í öll skiptin.“ Þetta var 2011. Frumsýnt var snemma árs en gera varð hlé um vorið svo bændur gætu sinnt sauðburði og heyskap. Þráðurinn var svo tekinn upp að nýju að hausti. Bernharð nefnir til viðmiðunar að venjulega hafi verk félagsins verið sýnd 18-20 sinnum á undanförnum árum. „Þetta er svo mikil della hjá mér að ég er búinn að leika með leikfélögum alls staðar þar sem ég hef verið á landinu. Þegar ég flosnaði upp úr framhaldsskóla flutti ég til Dalvíkur og lék þar í tveimur sýningum, þegar ég fór svo í Bændaskólann á Hvanneyri var ég með leik- deild Ungmennafélagsins Íslendings og lék líka með Dagrenningu í Þverárhlíð. Konan mín er úr Landeyjum, við fluttum þangað í eitt ár og þá lék ég með Leikfélagi Rangæinga í einu verki og hef svo starfað með Leikfélagi Hörg- dæla eftir að við fluttum norður aftur 2002. Hef verið með í öllum sýningum nema tveim- ur.“ Þriðji ættliðurinn stígur nú fyrstu skrefin; sonur Benna lék í Verksmiðjukrónikunni 2014, er í leiklistarskóla á Akureyri og ljóst hvert stefnir. Félagsskapurinn er afar dýrmætur, að sögn Bernharðs. „Þetta er mjög skemmtilegur fé- lagsskapur,“ segir hann fyrst, þegar spurt er um ástæður þess að jafn margir og raun ber vitni taka þátt í starfi áhugaleikfélaganna. Vonandi finnst ekki lækning við bakteríunni Bernharð Arnarson, kúabóndi í Hörgárdal, hefur lengi starfað með leikfélaginu þar og segir þá tilfinningu ólýsanlega að standa á sviði fyrir framan fullan sal af fólki. Hann segir leik- starfsemi víða máttarstólpa í menningarstarfsemi sveitanna. Kolbrún Halldórsdóttir á Akureyri býrað þeirri óvenjulegu reynslu að hafastarfað með bæði Leikfélagi Hörg- dæla og Freyvangsleikhúsinu í vetur, þó dvöl- in í því fyrrnefnda hafi reyndar verið afar stutt. Hún stígur nú í fyrsta skipti á svið fyrir alvöru, í Saumastofunni eftir Kjartan Ragn- arsson. Henni brá að vísu fyrir í Freyvangi fyrir átta árum í söngleiknum Kabarett: „Ég lék unglingsstúlku, kom inn á svið, sagði hí hí hí og fór út af aftur. Ég tel það ekki með!“ segir hún. Kolbrún tengist félaginu aðeins. „Mamma, sem er úr Fellshlíð í Eyjafirði, er hárgreiðslu- kona og hefur greitt leikurum í Freyvangi. En þegar ég byrjaði núna þekkti ég engan í félag- inu nema séra Hannes [Örn Blandon] sem skírði bæði mig og öll börnin mín.“ Svo skemmtilega vill til að faðir Kolbrúnar er frá Hjalteyri og tengist félaginu í Hörg- árdal. „Ég byrjaði meira að segja þar í vetur. Mætti þegar auglýst var eftir fólki en kven- hlutverkin eru bara tvö og mér var boðið að verða aðstoðarleikstjóri. Eftir tvær vikur bauðst mér svo hlutverk í Freyvangi og fór þangað. Mig langaði frekar að leika, en var reyndar tilkynnt að ég yrði að koma aftur í Hörgárdalinn næst!“ En hvað varð til þess að hálfþrítug tók hún skrefið núna og hóf leiklistarferilinn? „Ég hafði verið búsett annars staðar um tíma, fimm ár erlendis þar sem maðurinn minn, Bjarki Ásbjarnarson, var í námi og tvö ár í Reykjavík, upptekin við að eignast börn, en eftir að við komum aftur norður var betra að fá pössun og ég gat látið drauminn rætast,“ segir hún. „Þetta er mjög skemmtilegt en erfiðara en ég hélt, ekki síst það að læra að átta sig á því að gagnrýni frá leikstjóra á hverjum degi er ekki persónuleg árás. Að leikstjórinn sé sem sagt ekki að segja að maður sé aumingi!“ Hún hlær. „Á hverju kvöldi fékk maður að heyra að hægt væri að gera betur, þótt maður hefði lagt sig allan fram og ekki fundist hægt að gera betur. Það er sumsé erfiðast að læra að taka þessu ekki persónulega. En ég vil bæta því við að hann Skúli okkar [Gautason] leikstjóri er aldeilis slunginn í því að byggja mann upp. Þó ég hafi bara farið grenjandi heim af tveimur til þremur fyrstu æfingunum þá talaði ég oft um það heima fyrir hvað Skúli er góður í því. Hann byrjar alltaf á því að hrósa fyrir það sem vel er gert, síðan koma athugasemdir og hann passar sig að segja ekki: Þú gerðir þetta ekki rétt, heldur segir hann frekar yfir allan hóp- inn: Það þarf að passa þetta, og þá reynir mað- ur að taka til sín þegar það á við. Ef ekki hefði verið fyrir Skúla þá hefði ég gefist upp eftir fyrstu æfingarnar því trúin er ekkert alltof „Leiklistin er rosalega góð sjálfssáluhjálp“ Starfsemi áhugaleikfélaga er víða í miklum blóma. Góð dæmi eru Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit og Leikfélag Hörg- dæla og hér er rætt við tvo áhugaleikara, annan margreyndan en hinn sem er nú að stíga í fyrsta skipti fyrir alvöru á leiksvið. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Kolbrún og börn hennar, Ant- on Bjarni (8 ára), Emil Rafn (2 ára) og Anna Soffía (1 árs). Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.