Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 22
Rænd framtíðinni Miskunnarlaust stríð hefur staðið yfir í Suður-Súdan í tvö ár. „Þar skiptast stjórnarhermenn og uppreisnarhópar á að brenna niður þorp, nauðga konum og stúlkum, gelda drengi, drepa karlmennina eða þvinga þá til að slást í hópinn. Eins og svo oft áður er það saklaust fólk, aðal- lega börn, sem þjáist mest,“ segir Sunna Ósk Logadóttir í grein sinni sl. fimmtudag í Morgunblaðinu en hún heimsótti flóttamannabúðirnar í Adjumani-héraði í Úganda nýlega ásamt Kristínu Heiðu Kristinsdóttur sem fangaði mannlífið þar í myndum. Langflestir sem flýja stríðs- ástandið í Suður-Súdan fara til Úganda og konur og börn eru í miklum meirihluta. Mörg börn koma ein. Allar líkur eru á að þau verði árum eða áratugum saman í flóttamannabyggðunum, jafnvel ævina á enda. Þau hafa verið rænd framtíðinni. khk@mbl.is „Monsungu!“ (hvíti maður) kölluðu sum börnin í forundran þegar þau sáu bleiknefjaðan ljósmyndara og þyrptust að til að snerta ljóst hörund manneskju frá Íslandi. Sumum þeirra leist ekkert á þetta fyrirbæri og settu í brýrnar, önnur hlógu. Heimili fólks í flóttamannabyggðunum eru gerð úr leir með þéttu og regnheldu stráþaki. Þessi fjölskylda hafði skreytt hús sitt með teikningum. Örbirgðin er mikil og margir eiga enga skó og sumir engin klæði. Einhverjir eiga bros og passa vel hver upp á annan. Þessi kona bar þess merki að hafa reynt ýmislegt um ævina og yfir öxl hennar gægðist barnið á bakinu fullt undrunar. Í FLÓTTAMANNABÚÐUM Í ÚGANDA 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.