Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 27
Bretinn Zaha Hadid fæddist íÍrak. Hún lærði stærðfræði íameríska háskólanum í Bei- rút áður en hún flutti til London árið 1972 til þess að nema arkitektúr við Architectural Association School of Architecture. Árið 1980 stofnaði hún sína fyrstu stofu í London og hlaut breskan ríkisborgararétt. Hadid er fyrsta konan sem hlotið hefur heiðursverðlaun The Royal Institute of British Architects. Um 400 manns starfa hjá Zaha Hadid-arkitektum í Clerkenwell í London. Drottning boga- dregnu línunnar Verk Hadid eru bæði nútímaleg og framúrstefnuleg með áherslu á bogadregnar línur sem framkalla ákveðinn kvenleika í módernismann en Hadid var gjarnan kölluð drottn- ing bogadregnu línunnar. Arkitekt- inn Peter Cook sagði í viðtali við BBC að Hadid hefði framkallað form sem arkitektar hefðu ekki gert sér grein fyrir að væri yfirleitt hægt að framkvæma. Þegar Zaha Hadid hóf störf sem arkitekt átti hún erfitt uppdráttar. Í viðtali við BBC greindi hún frá því að hugmyndum hennar hefði oft ver- ið hafnað og segir hún ástæðuna að- allega þá að hún var kona og gerði óhefðbundin verk. Hún sagðist jafn- framt hafa fundið fyrir mikilli kven- fyrirlitningu. Arfleifð hennar sýnir þó að með dugnaði og þrautseigju er hægt að ná gríðarlega langt og er hún mikil fyrirmynd í dag og þá sérstaklega fyrir konur. Hún skilur eftir sig stórkostleg verk sem eiga eftir að standast tím- ans tönn. Sundhöll Lundúna, Stratford (2012) Sundhöllin er í Ólympíugarðinum í Stratford í London og var reist fyrir Ólympíuleikana 2012. Í byggingunni eru tvær 50 metra sundlaugar ásamt 25 metra dýfingalaug. Steypt þakið er reist á þremur burðarveggjum og stórir gluggar hleypa birtunni inn í rýmið. Zaha Hadid skilur eftir sig stórkostleg- ar byggingar víðsvegar um heiminn. Framúrstefnu- leg fyrirmynd Einn merkasti arkitekt samtímans, Zaha Hadid, lést 65 ára gömul af völdum hjartaáfalls síðastlið- inn fimmtudag. Höggmyndaleg nálgun á arkitekt- úr einkennir byltingarkenndar byggingar hennar. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Vitra-slökkviliðsstöðin, Weil am Rhein (1994) Vitra-slökkviliðsstöðin, sem innblásin er af kúbisma, kom Zaha Hadid á kortið. Hún er vissulega mjög frábrugðin seinni byggingum arkitektsins sem flestar byggjast á lífrænum formum og mjúkum línum. Byggingin þótti of geómetrísk í laginu fyrir slökkviliðsmennina og er því nú viðburðasalur. Óperuhúsið í Guangzhou, Guangzhou (2010) Byggingin hefur verið kölluð eitt magnaðasta óperuhús heims. Gluggar umlykja bygginguna og skapa áhugaverð form og gefa góða birtu. Hadid sjálf lýsti bygg- ingunni sem steinvölum í straumi. Phaeno-vísindamiðstöðin, Wolfsburg (2005) Byggingin er 154 metra löng og er arkitektúrinn ákaflega framúrstefnulegur. Gagnrýnendur hafa nefnt að byggingin gæti breytt sýn okkar á framtíðina. Zaha Hadid hlaut RIBA European Award árið 2006 og Institution of Structural Engineers Award sama ár fyrir verkið. 3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 LOKAHELGIN SÝNINGAREINTÖK MEÐ ALLT AÐ 40%AFSLÆTTI * Taxfree tilboðið gildir bara á LA-Z-BOY og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar og gildir til 31. mars 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.