Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 33
3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Konur sem þjást af endómetríósu gætu verið í meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma en aðrar að því er ný rannsókn sýnir fram á. Rannsóknin sem gerð var af fræði- mönnum við Brigham and Women’s Hospital í Boston var unnin út frá gögnum um heilsufar ríflega 116 þús- und kvenna á árunum 1989-2009. Þátttakendur með sögu um hjarta- sjúkdóma og hjartaáföll voru ekki hafðir með. Um einn tíundi hluti hópsins var með endómetríósugrein- ingu. Þegar sá hópur kvenna í rann- sókninni sem voru með greinda endómetríósu var borinn saman við þær sem ekki voru greindar með sjúkdóminn kom í ljós að fyrri hóp- urinn var 52% líklegri til að fá hjarta- áfall, 91% líklegri til að þjást af brjóst- verk og líkur á því að þær þyrftu aðgerð vegna hjartasjúkdóma voru 35% meiri en hjá hinum. Þessi tengsl milli endómetríósu og hjarta- sjúkdóma mældust meiri meðal kvenna yngri en 40 ára. Tíðni hjartaáfalls meðal kvennanna í rannsókninni var 21 af hverjum 100.000. Þegar sama hlutfall var skoðað fyrir konur undir fertugu með greinda endómetríósu kom í ljós að það hækkaði í 65 af hverjum 100.000. Þá kom í ljós að tengsl voru milli legnáms (sem fleiri konur sem eru með endómetríósu höfðu gengist undir en þær sem eru ekki með greininguna) og þess að fá hjarta- sjúkdóma, sem rannsakendur telja að skýri að einhverjum hluta tengslin milli hjartasjúkdóma og endómet- ríósu. Konur með endómetríósu í meiri hættu á hjartaáfalli Endómetríósa er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Æ fleiri stunda gönguskíði hér á landi og nú fer hver að verða síð- astur að nýta snjóinn og prófa þessa heilnæmu íþrótt áður en sumarið skellur á. Með skíðagöngu er hægt að byggja upp úthald enda fáar íþróttir sem hægt er að brenna jafnmiklu á að stunda. Með vorinu fara að detta inn til- boð og útsölur á skíðabúnaði. Það er því upplagt að nota tækifærið og endurnýja búnaðinn, eða fjár- festa í nýjum fyrir næsta vetur á niðursettu verði. Gönguskíði eru vinsæl til útivistar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gengið á skíðum og gengið í útsölur Þrátt fyrir að gagnreynd meðferð- arúrræði hafi verið þróuð fyrir helstu geðraskanir hjá börnum og unglingum er ennþá hátt hlutfall einstaklinga sem svarar ekki með- ferð. Dr. Þórhildur Halldórsdóttir heldur hádegisfyrirlestur í boði Sálfræðideildar Háskóla Íslands miðvikudaginn 6. apríl í stofu 103 í Lögbergi milli 12 og 13 þar sem hún fjallar um mögulegar ástæður þessa. Hún fjallar sérstaklega um áhrif fylgiraskana á birtingarmynd geðraskana og virkni meðferðar- úrræða. Morgunblaðið/Jim Smart Fyrirlestur um geðraskanir hjá börnum Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FREE af öllum snyrtivörum í apríl

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.