Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016 FJÖLSKYLDAN Þegar barnið kemur heim úr skólanumgefðu þér þá tíma til að spyrja hvernig dag-urinn hafi gengið. Segðu svo barninu frá þínum degi. Fjölskylda á að njóta sín saman. Segið litlar sögur Ferðalög erlendis heilla flesta.Við sem búum hér á hjaraveraldar og eigum ekki landamæri að öðrum löndum stöndum frammi fyrir því að ferða- kostnaður getur verið umtals- verður. Flestir kjósa flugleiðina út í heim og þegar þangað er komið þarf að borga fyrir gistingu og mat. Margir kjósa einnig að leigja bíl. Íslendingar hafa uppgötvað nýja og ódýrari leið til að komast í draumafríið til útlanda. Það er hægt að skiptast á heimilum við fólk erlendis en margar vefsíður bjóða upp á slík skipti. Kostirnir eru fjölmargir. Þú sparar gisti- kostnaðinn sem oft er stærsti kostnaðarliðurinn; þú getur eldað „heima“ og oft er hægt að skiptast á bílum líka. Þannig gæti til dæm- is stór fjölskylda farið í nokkurra vikna frí hvert sem er í heiminum og borgað einungis fyrir flug og uppihald. Margt í boði á vefsíðunum Heimasíðurnar sem bjóða upp á þessa þjónustu taka þóknun fyrir sem nemur á bilinu 12-50 þúsund krónum á ári sem er í raun mjög lítið ef af skiptum verður, eða sem nemur einni eða tveimur nóttum á hóteli. Fyrst þarf að skrá sig á síðu, borga og setja inn upplýsingar og myndir. Þá hefst leitin. Ef draumahúsið finnst er send út fyr- irspurn um hvort viðkomandi sé til í skipti og ef það gengur upp er bara eftir að panta flug. Einnig eru margir að skiptast á sum- arbústöðum og þannig þurfa fríin ekki endilega að vera samtímis hjá báðum fjölskyldunum. Hús í franskri sveit Algengt er að fyrirspurnum sé hafnað og að þú hafnir einnig mörgum fyrirspurnum því margt þarf að ganga upp til að skiptin geti orðið. Blaðamaður ákvað að prófa eina síðuna og valdi love- homeswap.com. Eftir nokkra leit fékk ég fyrirspurn frá franskri konu en sú á hús í sveitum Frakk- lands. Úr varð tveggja vikna skipti í júlí þar sem hún kemur hingað og ég og mín fjölskylda förum til Frakklands og fáum við þar hús í sveitinni nálægt Lyon. Hún lánar mér einnig bílinn sinn og fær minn í staðinn ásamt heimilinu mínu. Þannig kemst fjölskyldan í dásam- legt tveggja vikna frí fyrir and- virði þriggja flugmiða sem kostuðu samtals 150 þúsund. Gott er að plana ferðina með nokkurra mánaða fyrirvara en einnig er hægt að detta niður á góð skipti með styttri fyrirvara. Enn eru að berast mörg girnileg tilboð fyrir sumarið 2016 á síðunni minni sem ég hef þurft að hafna. Skynsamlegur kostur fyrir fjölskyldur Guðrún Ragnarsdóttir hefur fimm sinnum notfært sér húsaskipti og segist eindregið mæla með því. Fjölskyldan hefur dvalið í húsum á Ítalíu, í Barcelona, í Washington, Flórida og Danmörku. „Þetta hef- ur gengið rosa vel. Þegar maður er með fjölskyldu er þetta svo miklu ódýrari kostur. Og þegar maður er með krakka er svo gott að vera inni á heimili því þau nenna ekki að vera að dandalast úti á kvöldin,“ segir Guðrún. Þau hafa samið um að fá bíl með og sparað þar með kostnaðinn við að leigja bílaleigubíl. Hún segir marga kosti við húsaskiptin. „Mað- ur fer á staði sem maður væri kannski ekki annars að fara á, eins og til dæmis fórum við til Sardin- íu,“ segir hún. Guðrún notar homeexchange og segist borga aðeins 100 dollara á ári. Hún segir að hún hafi fyrst verið treg að prófa en segir að það þurfi að treysta á að fólk sé heið- arlegt. „Maður verður að vera tilbúinn til að fara inn í gagn- kvæma skuldbindingu,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið mjög heppin með fólk sem hefur dvalið í hennar húsi. Öðruvísi tilfinning fyrir landinu Berglind Helgadóttir er ein þeirra sem notað hafa þessa leið en hún og fjölskylda hennar hafa þrisvar skipst á heimilum á síðustu tveim- ur árum; tvisvar á Ítalíu og einu sinni í Frakklandi en hún notaði síðuna Homeexchange.com. Berg- lind segist vera mjög ánægð með þetta fyrirkomulag. „Mér fannst þetta æðislegt. Þetta er leiðin til að ferðast. Það er miklu þægilegra að vera í húsi með eldhúsi og þar sem krakkarnir fá sín eigin her- bergi. Svo er þetta mikið ódýrara þar sem við borguðum bara flug- ið,“ segir Berglind. „Húsin sem við höfum verið í voru mjög flott. Við höfðum allt til alls sem er ekki á hóteli. Maður fær líka öðruvísi til- finningu fyrir landinu og menning- unni þegar maður er inni á heimili fólks. Margir bjóða líka upp á sumarbústaðina sína. Okkur finnst þetta alveg meiriháttar og það hef- ur alltaf verið tekið mjög vel á móti okkur. Allt vel undirbúið. Og við gerum það sama. Það hefur alltaf verið mjög vel gengið um húsið okkar hér heima,“ segir hún. „Það þarf að greiða áskrift fyrir þessa þjónustu og ég held að hugafar fólks sé öðruvísi þegar það þarf að greiða fyrir aðgang heldur en þegar það er frítt.“ Berglind segist hiklaust ætla að nota þetta áfram í framtíðinni. Ekkert er planað í sumar en hún segist vera að fá fullt af tilboðum. „Sumir geta farið með stuttum fyrirvara og við höfum fengið fyr- irspurnir frá mörgum stöðum, Ástralíu og Simbabve til dæmis,“ segir hún og bætir við að hún gæti hugsað sér að eyða ellinni í húsa- skiptum um víða veröld. „Þetta er leiðin til að ferðast!“ Að skiptast á húsum við fólk í öðrum löndum er sérstaklega hentugt fyrir fjölskyldufólk sem vill ferðast á ódýrari og þægilegri máta. Getty Images/iStockphoto Að ferðast til útlanda er kostnaðarsamt og ekki á allra færi. Margir hafa nýtt sér þann möguleika að skiptast á heimilum við fólk úti í heimi. Íslenskar fjölskyldur eru farnar að nýta sér þennan valkost í auknum mæli og eru hæstánægðar. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Húsaskipti eru góð leið fyrir fjölskylduna að ferðast fyrir lítinn pening og kynnast menningu þjóðar á annan hátt. Hér eru nokkrar til- lögur að góðum síðum sem bjóða upp á húsaskipti.  homeexchange.com  lovehomeswap.com  homeforexchange.com  ivhe.com  homelink.org.uk  homebase-hols.com  exchangezones.com ÓDÝR FERÐAMÁTI Húsaskipti á netinu Berglind Helgadóttir Guðrún Ragnarsdóttir Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari SÆLKERA SÚRDEIGSBRAUÐ bökuð eftir aldagömlum hefðum SÍÐDEGISBAKSTUR Um kl. 15 alla virka daga tökum við nýbökuð súrdeigsbrauð úr ofninum, fást einungis í Iðnbúð 2 Skoðið úrvalið á okkarbakari .is Við getum skipulagt árshátíðir fyrir stóra sem smáa hópa. Gistihúsið Hrauneyjar er í aðeins 150 km. fjarlægð frá Reykjavík. Árshátíð á hálendi Íslands

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.