Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Síða 40
Sýndarveruleikabylting virðist við það að bresta á og tæknirisarnir komnir í harðan slagum að framleiða besta sýndarveruleikahjálminn. Sennilega er ekki seinna vænna aðbyrja að huga að því að fjárfesta í einu setti, til að missa ekki af öllu fjörinu – en hvaða sýndarveruleikahjálmur er bestur? Þrír stórir og nokkrir smærri Svarið við spurningunni er í senn einfalt og flókið. Í reynd er aðeins um þrjá „alvöru“ sýnd- arveruleikahjálma að velja: Oculus Rift, HTC Vive og PlayStation VR. Það eru til önnur tæki sem mætti kalla sýndarveruleikagræjur, en þau eru ýmist ekki nógu öflug, ekki fullþróuð, eða falla ekki alveg inn í þann ramma sem flestir eru að hugsa um þegar talað er um sýndarveruleika. Þetta eru tæki á borð við Samsung Gear VR, Micro- soft Hololens og Avegant Glyph. Tækið hans Zuckerbergs Byrjum á Oculus Rift, sem núna er loksins farið að berast í hendur neyt- enda og er tækið sem má segja að hafi komið sýndarveruleikabylting- unni á hreyfingu. Það var árið 2012 að söfnun fyrir smíði Oculus Rift fór af stað á Kickstarter og eins og hendi væri veifað voru 2,5 milljónir dollara komnar í kassann. Facebook keypti Oculus tveimur árum síðar fyrir 2 milljarða dala og hef- ur síðan þá lagt allt kapp á að þróa og fullkomna tæknina. Af stóru sýndarveruleikahjálmunum þremur er Ocu- lus Rift léttasta tækið og vegur um 470 gr. Þyngdin getur skipt máli fyrir langtímanotkun enda væntanlega þægilegra að hafa léttari hjálm á höfðinu svo klukku- stundum skiptir. Oculus Rift er líka næstdýrasta tækið af þrenningunni, og kostar 599 dali vestanhafs. Rift er með inn- byggðum hreyfiskynjara og fæst með Xbox One fjarstýringu og tveimur leikjum. Sá dýrasti og ódýrasti HTC Vive er næstléttasta tækið og vegur 550 gr. Vive er líka dýrasti sýndarveruleikahjálmurinn, verðlagður á 799 dali á Bandaríkjamarkaði. Með í pakkanum eru frístandandi hrey- fiskynjunarkubbar og tveir þráðlausir stýripinnar sem ættu að gera notandanum kleift að komast í betri „snertingu“ við sýndarveruleikaheiminn. Loks er PlayStation VR, ódýrasta tækið af þeim þremur á 460 dali, og líka það þyngsta eða um 610 gr. PlayStation VR kemur með tveimur PS Move stýripinnum og einum leik. Oculus Rift fór í dreifingu seint í mars, von á HTC Vive snemma í apríl og Sony segir PlayStation VR koma í októ- ber, rétt fyrir jólagjafavertíðina. Tæknilegir jafningjar Þegar tæknilegu tölurnar eru skoðaðar virðast sýndar- veruleikahjálmarnir nokkuð svipaðir. Allir eru með skjá með góða upplausn. Rift og Vive eiga að hafa 90 Hz skjá en PS VR allt að 120 Hz. Stærsti munurinn liggur kannski í upplifuninni, sem töl- urnar geta ekki endilega sýnt: hversu þægilega hjálmurinn sit- ur á höfðinu, og hversu vel hefur tekist til við að gera sýndar- veruleikaupplifunina þægilega og sannfærandi með hugvitsamlegri forritun. Eins og með leikjatölvurnar og snjallsímana skiptir líka máli hvaða afþreying og sniðug forrit eru í boði. Til hvers að eiga dýran og full- kominn sýndarveruleikahjálm ef ekki er hægt að gera eitthvað skemmtilegt við hann? Í dag má kaupa 30 leiki fyrir Oculus Rift, að sögn Tech Insider, ríf- lega 30 leiki fyrir HTC Vive og er reiknað með að í lok þessa árs verði búið að smíða 50 sýndarveruleikaleiki fyrir tækið frá Sony. PlayStation eða PC Þeir sem eru í leikjahugleiðingum ættu kannski að gefa PS VR meiri gaum en hinum tækj- unum tveimur, enda sýndarveruleikahjálmur smíðaður gagngert með PlayStation 4 leikjatölvuna í huga. Sony er nú þegar risi á leikjamarkaði og ekki erfitt að velja hvern ætti að veðja á að verði fyrstur til að búa til mergjaðan sýndarveruleikaleik. PS VR virkar hins vegar eingöngu með leikjatölvunni á meðan Oculus Rift og HTC Vive stóla á PC-tölvutæknina til að keyra hugbúnaðinn. Bæði Rift og Vive eru tengd leikja- veitunni Steam en Oculus er að auki með sinn eiginn for- ritamarkað. Það þarf öflugar PC-tölvur til að keyra sýndarveru- leika og þess vegna getur heildarpakkinn kostað mun meira ef fjár- fest er í Rift og Vive. Tech Insider skýtur á samtals 1.500 til 1.800 dali borið saman við þá rúmlega 800 dali sem það kostar að kaupa saman PS VR og leikjatölvu Sony. Spurning um forrit Hver er svo niðurstaðan? Hvaða græju á að velja? Kannski er besta svar- ið að láta forritin ráða, frekar en vélbúnaðinn. Kaupendur ættu að bíða átekta þar til þeir koma auga á forrit sem þeir geta ekki staðist, hvort sem það verður hugbúnaður gerður fyrir leik eða störf. Það gæti verið PlayStation leikur, sem þýðir að PS VR er það eina sem vit er í, eða PC undra- forrit og þá hægt að þrengja hringinn utan um Rift og Vive. Oculus Rift kom byltingunni af stað á Kickstarter. HTC Vive Ertu að hugleiða að flytja inn í sýndarveruleikann? Oculus Rift, HTC Vive og PlayStation VR munu keppa um yfirráðin, en hvaða sýndarveruleikatæki á að kaupa? Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Aðdáendur Star Trek þáttanna hafa lengi látið sig dreyma um að geta ferðast inn í sýndarheim. William Riker (Jonathan Frakes) ein af hetjum þáttanna, stígur inn í sýndarveruleikaklefann um borð i geimskipinu Enterprise. PS VR TÆKNI 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016 Triton Gills er græja sem er eins og beint út úr vísindaskáldsögu. Að sögn framleiðandans dreg- ur þetta köfunartæki súrefni úr vatninu jafnóðum, svo svamla má neðansjávar án súrefnistanks. Safnað er fyrir framleiðslunni á Indiegogo og gengur vel, þó margir hafi efasemdir um tæknina. Dregur súrefnið úr vatninu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.