Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Page 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Page 41
3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Samsung Gear VR Suðurkóreski raftækjarisinn Sam- sung svipti hulunni af nýjum Galaxy- snjallsíma á dögunum og fengu fyrstu kaupendurnir ókeypis sýndarveru- leikasett í kaupbæti. Samsung Gear VR þar sem Galaxy-símanum er ein- faldlega komið fyrir, og svo boxinu smeygt yfir augun. Gear VR þykir nokkuð vel heppnað tæki, alls ekki dýrt, og notast við tækni frá Oculus. Vinnslugeta snjallsímans þýðir að sýndarveruleikaupplifuninni eru tak- mörk sett og eins þykir mörgum mið- ur að Samsung stýrir öllu framboði á sýndarveruleikaforritum fyrir sím- ann. Samsung Gear VR gæti verið sniðugur kostur fyrir þá sem eru á annað borð að fara að kaupa sér dýr- an snjallsíma og langar til að fá nasa- sjón af því sem sýndarveruleikinn hefur að bjóða. Microsoft HoloLens HoloLens er ekki beinlínis sýndar- veruleikahjálmur. Notandinn er ekki færður inn í annan heim, heldur varpa gleraugun nýjum veruleika of- an á umhverfið. Á ensku er talað um augmented reality og hefur verið þýtt á íslensku sem gagnaukinn veruleiki. Upplifunin sem hugbúnaðarrisinn Microsoft vill ná fram getur verið eitthvað á þá leið að tölvuheimurinn birtist á stofuborðinu í þrívídd sem hægt er að skoða frá öllum sjón- arhornum. Nýlega var sýnt hvernig koma má fyrir skynjurum sem geta búið til heilmynd af notandanum. Geta þá tveir einstaklingar, staddir á ólíkum stöðum, sett HoloLens á kollinn og látið skynjarana senda „afrit“ af sér yfir netið. Notendurnir tveir talast svo við með heilmynd hvor af öðrum fyrir framan sig, eins og þeir væru staddir í sama herberginu. HoloLens er enn í þróun og ekki ljóst hvenær almennir neytendur geta fest kaup á tækinu. Avgeant Glyph Hér er komið tæki sem á lítið skylt við sýndarveruleika annað en það að setja skjá fyrir augun. Glyph er ekki með innbyggða hreyfiskynjara og því ekki hægt að snúa höfðinu til að virða fyrir sér þann heim sem notandinn er að skoða. Tæknin á bak við Glyph er samt mjög merkileg en tækið notast við ótalmarga örspegla sem varpa mynd beint inn í sjónhimnuna. Útkoman á að vera mun skarpari mynd en í sýnd- arveruleikahjálmunum og líkja tækjagagnrýnendurnir upplifuninni við að sitja fyrir framan nokkuð stór- an háskerpuskjá. Græjan kostar 699 dali í Bandaríkjunum. Hin tækin Avgeant Glyph Microsoft HoloLens Samsung Gear VR Grunnur að góðum viðskiptum Hafsjór af þekkingu Sérhæfum okkur í sölu: • Fyrirtækja • Aflaheimilda • Skipa og báta Hamraborg 1 • Kópavogur • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.