Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016 H vað eiga Píratar og Donald Trump sameiginlegt? Þessi spurning er ekki af léttara tag- inu. Og þótt hún sé líkleg til að móðga báða, þá er hún ekki al- veg fráleit. Það er a.m.k. eitt sem einkennir bæði fyrirbærin, í hlutlausri merkingu orðsins. Horft í vestur Þegar Donald Trump náði bæði athygli og fylgi með- al kjósenda úr röðum Repúblikana, á fyrstu vikum prófkjörsbaráttu flokksins, gerðu helstu forkólfar hans lítið úr. Mörg dæmi væru til, sögðu þeir, um stjörnur og tilheyrandi stjörnuhröp í sögu beggja stóru flokkanna. Þeir bættu því við að síendurtekin innantóm slag- orð Trumps í bland við barnalegt sjálfshól og glannalegar gloppur í staðreyndum stjórnmálanna myndu fljótlega skola honum út og skilja „al- vörumennina“ eftir. En flokkseigendafélögum repúblikana um Banda- ríkin þver og endilöng brá mjög, þegar „alvöru- mennirnir“ voru sigtaðir út í hverju prófkjörinu af öðru. Alvörumennirnir gættu sín og héldu sjálfshóli innan við pínlegu mörkin. Og þeir fóru lipurlega með utanbókar svör sem erfitt var að hanka. En vandinn var sá að kjósendur voru komnir með kórrétt svör upp í kok. Þeir höfðu heyrt þau alla sína hundstíð og þau höfðu litlu skilað. Þeir þráðu mest að heyra aft- ur í manni sem talaði óþvingað mál, helst í líkingu við það sem Ronald Reagan hafði átt svo létt með. Reagan hafði augljósa unun af því að spjalla við landa sína og þótt tugir þúsunda hlustuðu varð það samt eins og tveggja manna tal. Orð hans og áreitn- islaus kímnin, létu eins og ljúf tónlist í eyrum. En nú var enginn Reagan í augsýn svo langt sem augað eygði. En Trump var mættur. Þótt Trump sé eins ólíkur Reagan og hægt er að hugsa sér hafði hann kost sem bætti þann galla upp að hluta. Þótt Trump væri ólík- ur Reagan var hann enn ólíkari frambjóðendum flokkseigenda. Það var meginástæða þess að því ein- kennilegri og stórkarlalegri sem yfirlýsingar Trumps urðu því betur vegnaði honum. Þegar flokkseigendum tókst með herkjum að smala 500 manns á fund með frambjóðendum sínum mættu 50 þúsund á boltavellina hjá Trump. Vonarpeningar virðulegri hluta flokksins týndu tölunni einn af öðr- um. Nú er svo komið að forystumennirnir spyrja sig hvort orðið sé of seint að stöðva Trump. Ótti grefur um um sig í forystunni. Hann er margbrotinn. Hún óttast að von um að repúblikanar nái Hvíta húsinu sé úti með Trump í framboði. Sumir þeirra bæta því við að hitt sé jafnvel meira áhyggjuefni að frú Clinton hafi marga annmarka sem frambjóðandi, og Trump kynni þrátt fyrir allt að slysast til að ná kjöri. En ekki eru öll óttaefnin þar með upp talin. Repú- blikanar eru nú með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þriðjungur þingmanna öldungadeildar þarf að leita eftir endurnýjuðu umboði. Og þannig háttar til að repúblikanar eru í verulegum meiri- hluta þeirra sæta sem koma til kjörs núna. Neikvæð áhrif af Trump í leiðtogahlutverki gætu því hæglega orðið til þess að flokkurinn tapaði meirihluta sínum í öldungadeildinni. Hann væri einnig líklegur til að tapa fjölda sæta í fulltrúadeildinni. En meirihlutinn er þar svo ríflegur nú að ólíklegt er að hann færi, þrátt fyrir mjög slæm úrslit. Er galdurinn að gufa upp? En hvað svo? Nýliðin vika var ekki hagfelld fyrir Trump. Honum urðu á margvísleg taktísk og efnisleg mistök og varð að éta ofan í sig vanhugsaðar yfirlýsingar. Sam- kvæmt Trump-lögmálinu hefur hann oftast grætt á slíkum atvikum. Fréttaskýrendur telja að lögmálið hafi ekki virkað í þetta sinn. En nýliðin saga sýnir að ekki má útiloka að fram- bjóðandinn nái að hrista mistökin af sér og draga at- hygli fjölmiðla að öðru. Verði ekki þáttaskil núna þykir einsýnt að Trump muni mæta á landsþing repúblikana með fleiri kjörmenn á bak við sig en nokkur annar. Ekki þó nægilega margra til að tryggja kjör í fyrstu eða annarri atkvæðagreiðslu. Kjörmenn eru bundnir frambjóðendum í fyrstu at- kvæðagreiðslu flokksþingsins. En þurfi fleiri at- kvæðagreiðslur til þá taka flóknar reglur að hafa áhrif. Í annarri umferð losnar þannig um 5% lands- þingsfulltrúa. Væri betri sátt en nú er um þann sem kemur til fundar með flesta kjörmenn, mætti gera ráð fyrir að þeir fulltrúar sem losnar um í 2. atkvæðagreiðslunni myndu flytja sig yfir á forystusauðinn, til að tryggja kjör hans og flýta því þannig að þingið næði að sýna samstöðu út á við. Því fer fjarri að öruggt sé að þetta eigi við um Trump. Æðisleg atburðarás Eftir aðra atkvæðagreiðslu losnar hratt um kjör- menn og flokkseigendafélagið metur það svo að hraðast muni eyrnamerktir kjörmenn hlaupa frá Trump. Hann reynir nú að styrkja stöðu sína með hótunum um upplausn á þinginu og sérframboð sitt verði þetta atburðarásin. Óvíst er að flokksþingið myndi treysta sér til að velja einhvern þeirra sem Trump hefur sett aftur fyrir sig í prófkjörsslagnum í hans stað eða Ted Cruz, sem kemur til þings með næstflesta kjörmenn. Vangaveltur eru uppi um að leitað verði til Pauls Ryans, forseta fulltrúardeildarinnar. Hann var vara- forsetaefni Romneys í kosningunum 2012 og er vin- sæll meðal repúblikana. Þótt Ryan yrði valinn mundu repúblikanar senni- lega koma vængbrotnir frá þessum hremmingum. Fyrir því eru margar ástæður. Fleiri hafa kosið í prófkjörum flokksins nú en áður vegna áhuga á Trump. Hann hefur einnig náð til fjölda staðfastra repúblikana sem munu telja Trump sæta afarkost- um. Obama forseti er illa þokkaður af kjósendum repúblikana og vaxandi fjölda þeirra sem teljast hugsanlegir kjósendur repúblikana. En hitt er jafn- rétt að stór hluti þessara hópa, ekki síst þess síðar- nefnda, hafa lítið álit á meirihlutum repúblikana í öldungadeild og fulltrúadeild. Flokkurinn lofaði því að næðu repúblikanar meirihluta í þessum þing- deildum myndi fjölmargt breytast til batnaðar. Meirihlutinn vannst en þau fyrirheit fóru fyrir lítið. Repúblikanaflokkurinn stendur því frammi fyrir mörgum ólíkum kostum en flestum afleitum. Samlíkingin En hvað kemur þetta okkar ágætu pírötum við? Svo sem ekki mikið. En hitt er víst að þegar Píratar tóku að hækka í skoðanakönnunum tóku fáir það alvar- lega. Hér, eins og í dæmi Trumps, var sagt sem svo að nýir flokkar hefðu oft siglt með himinskautum en úrslit orðið önnur. Kvennalisti var lengi með mynd- arleg fylgi sem ekki skilaði sér. Flokkur Vilmundar Gylfasonar einnig. Borgaraflokkur, Þjóðvaki og Frjálslyndir voru meðal sigurvegara í skoðanakönn- unum sem urðu fyrir vonbrigðum í kosningum. Flokkar fóru jafnvel mikinn um hríð en komu svo ekki manni á þing. Er Trump sjóræningi og hafa Píratar þegar týnt trompásnum? Reykjavíkurbréf 01.04.16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.