Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016
LESBÓK
Fram að því að Merkt kom úthafði Schepp unnið á auglýs-ingastofu og starfað við hand-
ritsgerð. Það var einmitt vinna við
kvikmyndir sem varð til þess að hún
tók að skrifa skáldsögur, eins og hún
lýsir því.
„Ég skrifaði kvikmyndahandrit en
gekk erfiðlega að koma þeim á tjald-
ið. Þá las ég viðtal við einn þekktasta
kvikmyndagerðarmann Svíþjóðar
sem barmaði sér yfir því hve erfitt
það væri að fjármagna kvikmyndir.
Þegar ég las þau orð spurði ég sjálfa
mig hvort það væri ekki ómögulegt
fyrir óþekktan handritshöfund eins
og mig að koma ár minni fyrir borð
fyrst það væri svona erfitt fyrir svo
þekktan listamann.
Ég leit því til þess að í kvikmynd er
svo dýrt að gera alla hluti, að segja
sögu, en í skáldsögu er hægt að skapa
allt með orðum og því ákvað ég að
prófa að skrifa skáldsögu. Til þess að
undirbúa mig fór ég út og keypti
bækur eftir alla vinsælustu glæpa-
sagnahöfunda sem ég gat fundið og
settist svo niður og lærði af þeim. Ég
las bækurnar og punktaði hjá mér
hvernig þeir byggðu upp persónur,
hvernig þeir lýstu umhverfi og að-
stæðum og hvernig þeir miðuðu at-
burðarásinni áfram. Eftir tveggja
mánaða heimanám fannst mér ég svo
vera vel undir það búin að skrifa
skáldsögu, ég lærði af þeim bestu,“
segir Schepp og hlær.
„Að því sögðu þá er þetta ekki bara
heimalærdómur, heldur verður mað-
ur að hafa einhverja sögu til að segja
og hún kemur að innan.“
Sænskir krimmar vöktu athygli á
sínum tíma fyrir það að í þeim fór oft
meira rými í að lýsa tilfinningum og
aðstæðum persónanna í bókunum en
í glæpinn sjálfan og lausn hans og
eins að þær verkuðu oft sem þjóð-
félagsspegill frekar en hrein spennu-
bók. Schepp segir og að henni hafi
ekki þótt spennandi að skrifa bækur
bara fyrir spennu og hraða, heldur
hafi hana langað til að skrifa bók þar
sem hún gæti fjallað um hluti sem
fólk ræddi ekki.
„Mig langaði að skrifa sögu sem
speglaði þjóðfélagið og tæpti líka á
því sem ekki er rætt. Mér finnst því
mikilvægt að nota eittvað sem er að
gerast í samfélaginu og þar sem ólög-
legir flóttamenn koma við sögu í bók-
inni má segja að ég sé einmitt að gera
það.“
- Í bókinni kemur einmitt við sögu
flótta- og farandfólk og vandamál því
tengd, en líka hvernig það virðist ger-
ast í mörgum þeim löndum sem glíma
við slík vandamál að upp koma mál
þar sem fólk hyggst græða á flótta-
fólkinu eða misnota það á einhvern
hátt.
„Það er einmitt eitt vandamál sem
ekki hefur verið rætt nóg. Þegar ég
vann að bókinni kynnti ég mér meðal
annars hvernig málum væri háttað
með börn sem hverfa á leið sinni til
Evrópulanda eða eftir að þau eru
komin þangað og komst að því að það
var miklu algengara en mig hefði
grunað. Þúsundir barna hafa horfið á
síðustu árum og enginn veit hvert þau
fóru eða hvað varð um þau og ekki er
langt síðan birt var alþjóðleg skýrsla
einmitt um þetta mál. Málið er að ég
skrifaði þessa bók fyrir nokkrum ár-
um, en hún á því miður við enn þann
dag í dag.
Ég einsetti mér að skrifa sögu sem
gæti skemmt fólki og stytt því stund-
irnar en hún er því miður nær veru-
leikanum en mig grunaði, heimurinn
er því miður ekki betri staður en raun
ber vitni.“
Eins og getið er gaf Emelie Schepp
Merkt út sjálf og óhætt að segja að
hún hafi slegið í gegn með hana því
hún seldi af henni 40.000 eintök í Sví-
þjóð. Hún segir að það hafi verið
skemmtilegur tími en líka gríðarlega
erfiður, kallað á mjög gott skipulag og
mikla vinnu. Með því að gera útgáfu-
samning við stórfyrirtæki fái hún frið
til að skrifa, en þurfi ekki að keyra um
Svíþjóð með bækur í skottinu.
Upphaflega átti bækurnar um
Jönu Berzelius aðeins að vera þrjár,
en nú segist hún sjá það fyrir sér að
þær verði átta, eða jafnvel fleiri. „Það
fer auðvitað eftir lesendum, hvað þeir
vilja lesa margar bækur um hana, mig
skortir ekki hugmyndir, þar er frá svo
mörgu að segja.“
Það er frá svo
mörgu að segja
Sænski rithöfundurinn Emelie Schepp sló í gegn með fyrstu bók
sinni, Märkta för livet, sem kom út á íslensku fyrir stuttu undir
heitinu Merkt, en bókina gaf hún út sjálf, en gerði síðan útgáfu-
samning við einn helsta forleggjara Svíþjóðar.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Nýlega kom út hér á landi bókin Kanínan sem
vill fara að sofa. Hún er hugsuð til að gera það
auðveldara fyrir barn að sofna heima eða í leik-
skólum.
„Þetta er óvenjuleg saga til að lesa fyrir
svefninn, sem byggir á sálfræðilegri tækni.
Henni er ætlað að auðvelda börnum að sofna
fyrr og að sofa betur á hverri nóttu. Sögunni
fylgir slökun og leiðir til að innst inni vill barnið
sofna,“ segir á bókarkápu.
Í formála segir meðal annars: „Til að tryggja sem bestan árangur
ætti barnið að vera búið að losa sig við umframorku áður en það hlust-
ar á söguna. Stundum þarf barnið að hlusta nokkrum sinnum á sög-
una, áður en það nær að slaka alveg á og líður notalega. Gefðu þér
tímann sem þú þarft til að lesa bókina og notaðu bestu ævintýrarödd-
ina þína og sjáðu einnig til þess að þú verðir ekki fyrir truflunum
meðan á lestri stendur. Sé þessum einföldu ráðleggingum fylgt, skap-
ast bestu skilyrði fyrir barnið til að slaka á, verða rólegt og sofna.
Efni bókarinnar byggist á öflugum sálfræðilegum aðferðum til slök-
unar og ráðlagt er að sagan sé lesin frá upphafi til enda, jafnvel þó að
barnið sofni áður en þú hefur lokið lestrinum. Best er að barnið liggi
fyrir meðan það hlustar, í staðinn fyrir að skoða myndirnar, þannig
að það nái að slaka enn betur á.“
Lesendum er jafnframt leiðbeint hvernig best er að bera sig að og
gefið til kynna með sérstökum merkjum: stundum að lesa orð eða
setningu hægt og frekar lágt og stundum er gert ráð fyrir að lesarinn
geispi.
„Nafnið á kanínunni, Kalli, er hægt að lesa eins og Kaaaallllliii eins
og geispað sé tvisvar,“ segir meðal annars.
Höfundur bókarinnar er Carl-Johan Forssén Ehrlin. Hún kom fyrst
út 2010 í Svíþjóð. Útgefandi á Íslandi er Bókaormurinn. Sigurður
Helgason þýddi.
Börnum gert auðvelt að sofna
með sálfræðilegri tækni
Gerður Kristný verður aðalgestur á þriggja
daga langri bókmenntahátíð á Möltu í næstu
viku. Dagskrá hátíðarinnar er ansi fjölbreytt en
meðal annars heldur Gerður klukkutíma langan
upplestur og heldur utan um ritsmiðju, að því er
segir í frétt á heimasíðu Forlagsins.
„Gerður er afar duglegur og afkastamikill
höfundur en fyrir jólin í fyrra kom út barna-
hryllingssagan Dúkka og árið þar á undan veg-
legt ljóðasafn í tilefni af 20 ára skáldaafmæli
Gerðar auk nýs ljóðabálks, Drápu, sem gagnrýnendur kepptust um að
lofa,“ segir Forlagsmenn um sína konu.
Gerður aðalgestur á Möltu
Handskrifuð 400 síðna dagbók Alf-
reds Rosenberg, samverkamanns
Adolfs Hitlers, fannst 2013 eftir
margra ára leit og er varðveitt á
Helfararsafninu í Washington. Nú er
komin út bók þar sem fjallað er um
leitina, en hún er sögð hafa verið í
meira lagi ævintýraleg.
Alfred Rosenberg var einn kenn-
ingasmiða Hitlers og er sagður
helsti hvatamaður að ofsóknum nas-
ista gegn gyðingum. Rosenberg var
í hópi þeirra sem dæmdir voru til
dauða fyrir stríðsglæpi í Nürnberg
1946 og hengdir í kjölfarið.
Í bókinni, The Devil’s Diary: Alfred
Rosenberg and the Stolen Secrets of
the Third Reich, rekja Robert K.
Wittmann, fv. starfsmaður banda-
rísku alríkislögreglunnar, FBI, og
blaðamaðurinn David Kinney, leit
starfsmanna FBI og annarra að dag-
bókinni sem þeir fundu á skrifstofu
bókaútgefanda í New York. Vitað var
um hana í Þýskalandi í stríðslok en
hún hvarf. Sagan um leitina mun á þá
lund að ekki kæmi á óvart þótt hún
rataði einhvern tíma á hvíta tjaldið.
Frá réttarhöldunum frægu yfir nasistunum 22 í Nürnberg í október 1946.
AFP
Æsileg leit að dagbók
KENNINGASMIÐUR HITLERS IÐINN MEÐ PENNANN
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN
Snjallara heyrnartæki
Beltone First™
Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad
og iPod touch. Komdu og prófaðu, það er engu líkt!
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.