Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Page 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Page 53
3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 TÓNLIST „Erum við svona leiðinlegir? Hvað er svona mikilvægt á seyði í heiminum að þú þurfir að vera að sms-a alla tón- leikana?“ grenjaði David Draiman, söngvari bandaríska málm- bandsins Disturbed, á konu nokkra á tónleikum sveitarinnar í Texas á dögunum. Allra augu beindust að aumingja konunni. Dagblaðið The Dallas Observer setti sig í samband við kon- una, Shannon Pardue, í kjölfarið til að heyra skýringar hennar á atvikinu. Í fyrsta lagi kvaðst hún ekki hafa byrjað að sms-a fyrr en í uppklappinu og í annan stað hafði hún verulegar áhyggjur af fjórtán ára gamalli dóttur sinni sem var á faraldsfæti í kafaldsbyl í grenndinni. Pardue segir Disturbed frábært band en hún muni aldrei borga sig inn á tónleika þeirra aftur. „Svona leiðinlegir?“ SJÓNVARP Það var sjónvarpssögulegt augnablik þegar nýjasti meðlimur Gallagher- fjölskyldunnar í gaman-dramanu Shameless var skírður í höfuðið á afa sínum, Frank gamla Gallagher. Að vísu er um stúlkubarn að ræða og hlaut það strax við fæðingu nafn- ið Frances. Móðirin er eitt fjölmargra barna Franks (sem vitað er um), hin fimmtán ára gamla Debbie. Nafngiftin sætir miklum tíð- indum í ljósi þess að Frank Gallagher er lík- lega versti faðir sjónvarpssögunnar enda þurftu systkini Debbie að láta segja sér þetta tvisvar. En gamli maðurinn varð glaður. Eins langt og það nær. Skírð í höfuðið á afa sínum Frank og Debbie Gallagher í ómskoðun. Hún vakti fyrst athygli sem af- brýðisama systirin í Ferris Buell- er’s Day Off 1986 og sló svo ræki- lega í gegn sem hin tápmikla Frances „Baby“ Houseman í Dirty Dancing ári síðar. Lék þar í eld- heitum senum á móti einum vin- sælasta leikara þess tíma, Patrick heitnum Swayze, og var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna. Síðan hefur afskaplega lítið spurst til Jennifer Grey. Hún fæddist í New York 26. mars 1960 og fagnaði því 56 ára afmæli sínu um páskana. For- eldrar hennar eru báðir leikarar og faðir hennar, Joel Grey, vann Óskarsverðlaunin fyrir frammi- stöðu sína í Cabaret árið 1972. Það kom því fáum á óvart þegar stúlkan ákvað að leggja fyrir sig leik og dans. Eftir útskrift úr Neighbourhood Playhouse í New York 1978 vann hún um tíma fyrir sér sem gengilbeina meðan hún beið eftir bitastæðum hlut- verkum. Gömul saga og ný. Milljón myndbönd Grey byrjaði, eins og svo margir leikarar, í auglýsingum en fyrsta kvikmyndahlutverkið kom 1984 í Reckless eftir James Foley. Heims- frægðin var handan við hornið. Af öðrum myndum frá þessum tíma má nefna The Cotton Club og Red Dawn. Dirty Dancing var ekki dýr kvik- mynd í framleiðslu en féll óvænt í frjóa jörð og hefur öðlast költ- stöðu í huga margra. Hún er óvíða til í einkasöfnum en Dirty Dancing var fyrsta kvikmyndin í sögunni til að seljast í einni milljón eintaka á myndbandi. Grey naut þó ekki hyllinnar enda var hún að jafna sig eftir árekstur sem hún lenti í ásamt ástmanni sínum á þeim tíma, leik- aranum Matthew Broderick, á Norður-Írlandi skömmu áður. Mæðgur, sem voru í hinum bíln- um, biðu bana. Auk andlega áfallsins varð Grey fyrir slæmum áverkum á hálsi. Snemma á tíunda áratugnum gekkst Grey vegna kvilla undir tvær aðgerðir á nefi sem gjör- breytti útliti hennar. Þetta hafði mjög slæm áhrif á kvikmynda- ferilinn. „Ég lagðist heimsfræg inn á spítala en sneri óþekkt til baka,“ hefur Grey látið hafa eftir sér. „Mér leið eins og ég væri í vitna- vernd eða hreinlega ósýnileg.“ Hún hugleiddi meira að segja að skipta um nafn, það er taka sér listamannsnafn, og byrja frá grunni en ekki varð af því. Grey hefur leikið í fjölmörgum myndum, einkum sjónvarps- myndum, og sjónvarpsþáttum síð- an, þeim síðustu 2014. Hún hefur hins vegar verið víðsfjarri því að endurheimta fyrri vinsældir. Og mun líklega alla tíð lifa í skugga „Baby“ Houseman. Grey og Broderick hættu sam- an fljótlega eftir slysið og síðar sló hún sér upp með Johnny Depp. Grey gekk að eiga leikarann og leikstjórann Clark Gregg árið 2001 og eiga þau eina dóttur, Stellu, fædd sama ár. Heimili þeirra er í Venice, Kaliforníu. Jennifer Grey ásamt Patrick Swayze í hinni vinsælu mynd Dirty Dancing 1987. HVAÐ VARÐ UM JENNIFER GREY? Nef-nilega það Svona lítur Grey út í dag. Heimurinn beið með öndina í hálsinum eftir hverju einasta stökki. Myndi hann standa í fæturna? Myndi hann detta? Myndi hann brjóta í sér hvert bein? Myndi hann yfirhöfuð lifa af? Eddie „The Eagle“ Edwards var enginn venjuleg- ur skíðastökkvari; stíllinn var með afbrigðum und- arlegur og ótraustvekjandi í alla staði. Eigi að síður skilaði Örninn sér alla leið á Ólympíuleikana í Calgary 1988 og varð þar með fyrsti Bretinn til að keppa í skíðastökki á því ágæta móti í sex ára- tugi. Nú er þessi merkilega saga komin út á kvikmynd. Kallast hún einfaldlega „Eddie the Eagle“ og er leikstýrt af Dexter Fletc- her. Nýstirnið Taron Egerton fer með tit- ilhlutverkið en af öðrum leikurum má nefna Hugh Jackman, sem leikur þjálfara Eddies, og Christopher Walken. Eddie Edwards hafði dreymt um að keppa á Ólympíu- leikum frá blautu barnsbeini en gekk bölvanlega að finna íþróttagrein sem hentaði honum. Þangað til hann átt- aði sig á því hvað kröfurnar í skíðastökkinu voru litlar í Bretlandi enda ekki nokkur lifandi maður að æfa greinina. Edwards náði lágmarkinu með naum- indum en var ákaft hvattur til að fara ekki á leikana og vera hafður að athlægi. Hann lét ekki segjast og vann á endanum hug og hjörtu áhorfenda, ekki bara á leikunum sjálfum, heldur um heim allan, og sneri heim sem þjóðhetja. Þrátt fyrir að hafa hafnað í síðasta sæti í skíða- stökkskeppninni í Calg- ary. En hann lifði af. Það var ekki lítill sigur! Taron Egerton og Hugh Jackman sem Eddie „The Eagle“ Edwards og þjálfari hans í kvikmyndinni um ævintýrið. GOÐSÖGN Í HEIMI SKÍÐASTÖKKSINS Arnarflug kvikmyndað Eddie „The Eagle“ Edwards. David Draiman. Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Cloudy loftljós frá

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.