Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Qupperneq 56
SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2016
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þreytti frumraun
sína í nýja landsliðsbúningnum í æfingaleikjum gegn
Danmörku og Grikklandi á dögunum. Kvennalandsliðið
mun á hinn bóginn klára undankeppni EM 2017 í gömlu
búningunum en ekki er hefð fyrir því að skipta um bún-
inga í miðri keppni. Ekki frekar en hest í miðri á. Kven-
sniðið hefur en ekki verið fáanlegt í verslunum en Ómar
Gestsson hjá Sport Company ehf., sem hefur umboð fyr-
ir Erreà, segir það standa til bóta og gerir ráð fyrir að
það verði komið í verslanir eftir næstu helgi. Búning-
arnir sem nú standa áhangendum íslensku landsliðanna
til boða eru unisex, það er ætlaðir báðum kynjum, og
hafa þeir selst vel. Kvensniðið er aðeins aðþrengdara, að
sögn Ómars. Karlalandsliðið mun á hinn bóginn leika í
enn þrengri búningum í sumar, svokölluðum „slim fit“-
búningum, sem henta vitaskuld ekki öllum línum.
Ljósmynd/KSÍ
Kvensniðið væntanlegt
Kvensnið af nýja landsliðsbúningnum væntanlegt í verslanir innan tíðar.
Á almennum fundi kvenna sem
haldinn var í Góðtemplarahús-
inu í Reykjavík í byrjun apríl
1946 kom glöggt í ljós að mikill
áhugi var fyrir því, að konur um
land allt hæfust handa til að
stöðva hina miklu drykkjuskap-
aröldu, sem yfir landið fór.
Frá þessu var greint í Morg-
unblaðinu fimmtudaginn 4. apríl
en að fundinum stóðu flest kven-
félög bæjarins.
Málshefjandi var frú Aðal-
björg Sigurðardóttir, en fjöldi
annarra kvenna tók til máls.
Var samþykkt fundarályktun,
er mótmælti því harðlega, að
ríkið gerði áfengisverslunina að
tekjulind fyrir sig, því að slíkt
framferði hlyti að enda með því
að þjóðin liði andlegt og
menningarlegt skipbrot.
Fjölda margar tillögur komu
fram á fundinum og var ákveðið
að kjósa sérstaka nefnd til þess
að athuga þær og samræma og
leggja þær svo fyrir annan fund
seinna. Í nefndina voru kosnar
frú Jóhanna Egilsdóttir, ungfrú
Jóhanna Knudsen, frú Soffía
Ingvarsdóttir, frú Sigríður Ei-
ríksdóttir og frú Ólöf Kristjáns-
dóttir.
GAMLA FRÉTTIN
Vildu stöðva
drykkju
Góðtemplarahúsið við Vonarstræti. Þar komu konur saman fyrir sjötíu ár-
um og skáru upp herör gegn drykkjuskaparöldunni sem yfir landið fór.
Ljósmynd/Magnús Ólafsson
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
John Goodman
kvikmyndaleikari
Magnús Eiríksson
tónlistarmaður
Brad Boothe
sauðfjárbóndi í TexasSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Natuzzi Ítalía Capriccio Model 2896
Lengd 195 cm. Áklæði ct.70. Verð 275.000,-
▲
Natuzzi Italia Borghese Model 2826
Lengd 220 cm. Leður ct.15. Verð 515.000,-
▲
Natuzzi Italia Quadro Model 2849
Lengd 200 cm. Leður Ct.10. Verð 475.000,-
Lengd 167 cm. Leður Ct.10. Verð 435.000,-
▲
▲ Natuzzi Italia Duse Model 2829
Lengd 206 cm. Áklæði ct.83. Verð 399.000,-
Flottir sófar í
Þar sem hönnun og gæði fara saman
Natuzzi