Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016
„Það var karl sem kenndi okkur!“
Sú hugmynd að skrifa um þettaefni kviknaði þegar ég fór ímitt fyrsta vettvangsnám. Ég
fékk að kenna á unglingastigi og þá
gerist það að einn strákurinn spyr
mig hvers vegna ég vilji vera kenn-
ari; ég sé karlmaður og geti svo hæg-
lega unnið við eitthvað annað og
betra,“ segir Andri Rafn Ottesen
kennaranemi.
Andri skilaði nýlega BEd-ritgerð
þar sem hann skoðaði upplifun karl-
kyns kennara af skólastarfinu. Hon-
um þótti forvitnilegt að reyna að
skilja hvers vegna ekki eru fleiri
karlmenn í kennarastétt og hvað
mætir þeim þegar komið er inn fyrir
veggi skólans. Hann segir það
áhyggjuefni hversu lítið karlmenn
sækja í þetta starf og þó svo að konur
og karlar geti sinnt kennslunni af
jafn mikilli hæfni þá felist í því viss
verðmæti að kennarastéttin sé ekki
einsleit. „Kyn ætti í sjálfu sér ekki að
hafa nein áhrif, en hefur það samt.
Nemendahópurinn er fjölbreyttur,
sem ég held að kalli á fjölbreyttan
kennarahóp líka: að kennarar séu af
báðum kynjum, á ólíkum aldri, með
menntun í ólíkum sérgreinum, svo að
hægt sé að ná betur til nemendanna.“
Eins og fjögurra
laufa smárar
Í dag eru karlmenn tæplega 20%
allra kennara á leik-, grunn- og fram-
haldsskólastigi. „Á leikskólastigi eru
karlmenn svo sjaldgæfir að það er
eins og að finna fjögra laufa smára að
finna karlkyns leikskólakennara. Í
grunnskólunum er algengt að hlut-
fallið sé einn karl á móti hverjum tíu
konum en kynjahlutföllin verða ögn
jafnari þegar komið er upp á fram-
haldsskólastig,“ segir Andri. „Þessi
mikli munur á skólastigunum tengist
kannski því viðhorfi að á yngri stig-
um sé kennarinn meira í mótunar- og
uppalendahlutverki, sem þykir síður
hæfa karlmanni, á meðan á eldri stig-
um snýst starfið meira um að ná
ákveðinni sérhæfingu í tiltekinni sér-
grein og fræða frekar en að ala nem-
endurna upp.“
Lágt hlutfall karla þýðir að það
getur gerst að sumir nemendur fara í
gegnum allan leik- og grunnskólann
án þess að sitja nokkurntíma
kennslustund hjá karlkyns kennara.
Í ritgerðinni vitnar Andri í viðtal sem
hann tók við kennara sem hafði starf-
að við afleysingar og einmitt upplifað
hvað sumir nemendurnir voru hissa
að sjá karlmann í kennarasætinu.
Hann heyrði á tal barnanna við skóla-
liða þar sem þau lýstu því alveg gátt-
uð: „Það var karl sem kenndi okkur!“
Samskiptin á öðrum nótum
Að börnin fái að njóta leiðsagnar
karlmanns er eitthvað sem Andri
segir að skipti máli fyrir bæði piltana
og stúlkurnar. „Mér finnst að fljót-
lega upp úr fimmta bekk sé orðið æði
mikilvægt fyrir nemendur að hafa að-
gang að kennurum af báðum kynjum.
Á þeim aldri er kynþroskinn farinn
að láta á sér kræla, sjálfsmyndin að
mótast og börnin byrjuð að pæla í
nýjum hlutum. Strákunum hugsa ég
að þyki, alveg sérstaklega, gott að
eiga þess kost að ræða málin við karl-
kyns kennara og geta þá talað á öðr-
um forsendum en þeir myndu við
kvenmann.“
Aftur ítrekar Andri að kynið hafi
ekkert með getu kennarans að gera,
en samskipti nemenda við kennara
geti haft ólík blæbrigði eftir því af
hvoru kyninu hann er. „Ég man t.d.
eftir því frá gagnfræðiskólanámi
mínu að samskiptin voru öðruvísi við
karlkennarana. Það virtist vera auð-
veldara fyrir okkur strákana að tala
við karlana, hvort sem það var vegna
þess að þeir deildu svipuðum áhuga-
málum með okkur eða höfðu einfald-
lega reynslu af því að ganga í gegn-
um það sem við vorum að glíma við
sem táningspiltar.“
Ranghugmyndir um starfið
En þá vaknar spurningin: hvernig
má fjölga karlmönnum í kennara-
stétt? Andri segir vandann marg-
þættan. Launamálin eru þó það sem
oft er nefnt fyrst sem ástæða þess að
fáir karlar og velji að leggja fyrir sig
kennarastarfið. Að sögn Andra á sú
staðalmynd ekki lengur við að laun
kennara séu afleit. „Samfélagið er
búið að gefa stéttinni þennan stimpil
og að sumu leyti geta kennarar sjálf-
um sér um kennt. Margir hafa þá sýn
á kennarastéttina að hún sé stöðugt í
verkföllum og eigi í miklu basli með
að tryggja sér sanngjörn laun. Í dag
er það svo að þó starfið gæti vissu-
lega verið betur borgað, þá hafa
kennarar það nokkuð fínt um þessar
mundir og voru síðustu kjarasamn-
ingar mjög góðir.“
Andri nefnir einnig að kenn-
arastarfið glími við ímyndarvanda
vegna neikvæðs umtals sem kemur
frá kennurunum sjálfum. „Mér finnst
bera meira á því hjá kennurum en
öðrum stéttum að fólk talar starfið
niður. Það gerist alveg hjá öðrum
stéttum, rétt eins og hjá kennurum,
að sumir dagar eru erfiðari en aðrir,
en hjá kennurunum virðist nei-
kvæðnin oftar fá að koma upp á yf-
irborðið. Ég held að kennarar þurfi
að taka sig á að þessu leyti og hrópa
einum rómi hvað kennarastarfið er á
margan hátt frábært.“
Skólastofan nútímavæðist
Hugsar Andri að ímynd kennara-
stéttarinnar muni m.a. breytast með
unga fólkinu sem núna er að taka við
keflinu. „Ég held að kynslóðaskipti
séu að fara að eiga sér stað og ég sé
það hjá þeim árgöngum sem núna
eru að fara í gegnum kennaranámið
að þar er á ferðinni ungt og metn-
aðarfullt fólk sem mun koma með
aðrar áherslur og nýjungar inn í
kennslustofuna. Við munum sjá
kennarastarfið taka stórt stökk í þá
átt að nútímavæðast og um leið
hugsa ég að margir fari að átta sig á
að spennandi hlutir eru að gerast í
skólunum.“
Það gæti mögulega líka hjálpað að
haga námi og störfum kennara þann-
ig að auðveldara sé að færast inn og
út úr stéttinni. Ekki er langt síðan
kennaranámið var lengt úr þremur
árum í fimm og segir Andri ákveðin
verðmæti í því fyrir tilvonandi kenn-
ara að fá svona langan og ítarlegan
undirbúning fyrir starfið. Hann skil-
ur samt vel að það geti fælt áhuga-
sama frá kennslustörfunum að
standa frammi fyrir fimm ára há-
skólanámi. „Verður líka að hafa í
huga að þegar komið er inn í stéttina
eru fá tækifæri til að færast upp á
við, nema þá upp í starf skólastjórans
sem er allt annars eðlis en kennslu-
störfin.“
„Strákunum hugsa ég að þyki, alveg sér-
staklega, gott að eiga þess kost að ræða
málin við karlkyns kennara,“ segir Andri
um hlutverk karla í kennarastétt.
Morgunblaðið/Eggert
Af hverju sækja ekki fleiri karlmenn í kennslustörf og hvernig er upplifun karlanna í stéttinni? Andri Rafn Ottesen skrifaði
bachelors-ritgerð um hvernig það er að vera karlkyns í stétt þar sem konur eru í miklum meirihluta.
Andri segir það eiga þátt í því hve fáir karlar hugsa sér að vinna við kennslu að
starfið hefur fengið á sig of neikvæða ímynd, m.a. vegna langrar kjarabaráttu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Menntun er öflugasta vopnið sem
nota má til að breyta heiminum.
Nelson Mandela
INNLENT
ÁSGEIR INGVARSSON
ai@mbl.is