Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 25
Getty Images/iStockphoto 165179023 Barbecue 24.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Fyrir 4 800 grömm ungnautalund 1 bakki sveppir (t.d. kastaníusveppir) 6 sneiðar parmaskinka eða serrano-skinka 4 plötur smjördeig (eða nóg til að hylja lundina) smjör sjávarsalt nýmalaður svartur pipar 1 egg dijon-sinnep Byrjið á að taka kjötið og snyrta það til. Stundum eru sinar utan á svona lundum sem þarf að taka af. Þerrið lundina og saltið og piprið hana vel á öllum hliðum. Þar sem lundir eru mjórri í annan endann er gott að brjóta þynnri endann undir kjötið þann- ig að stykkið sé allt um það bil jafn þykkt. Hitið pönnu vel á háum hita. Bræðið ca. 1 msk. af smjöri á pönnunni. Snöggbrúnið kjötið vel á öll- um hliðum og takið svo til hliðar og leyfið að jafna sig. Saxið sveppina svo mjög smátt og steikið á vel heitri pönnu í ca. 1 msk. af smjöri; salt og pipar. Sveppirnir eiga að brúnast vel. Þetta tekur kannski um 7 mínútur. Takið sveppina af hitanum og setjið í skál. Nú skulið þið leggja plastfilmu á bretti eða borð, ofan á plastfilmuna setjið þið parma- skinkusneiðarnar og dreifið svo úr sveppunum þar ofan á. Penslið síðan allt kjötið með dijon-sinnepi og leggið ofan á sveppina. Lyftið því næst plastfilm- unni þannig að auðvelt sé að vefja henni utan um kjötið. Vefjið þessu þétt saman og setjið inn í ís- skáp í um 30 mínútur. Á meðan skulið þið fletja út smjördeigið og gera það tilbúið þannig að hægt sé að pakka kjötrúllunni inn í deigið. Takið lundina úr ísskápnum og takið plastfilmuna utan af. Leggið kjötið ofan á smjördeigið. Penslið með eggi hlið- arnar á deiginu og pakkið kjötinu inn í deigið. Leggið innpakkað kjötið í eldfast mót þannig að samskeytin snúi niður. Penslið vel með eggi og skerið svo nokkrar rifur í deigið. Setjið kjötið inn í 180 gráðu heitan ofn án blásturs og bakið þar til deigið er orðið gullinbrúnt og kjötið er eldað eins og þið viljið hafa það. Ég tók kjötið út þegar hita- mælirinn sýndi 53 gráður (ca. medium rare). Síðan leyfði ég því að jafna sig í 20 mínútur áður en ég skar það. Á þeim tíma hækkaði hitinn upp í 56 gráður. Kjötið verður svo mjúkt að það þarf varla að skera það. Deigið utan um stökkt og bragðið af parmaskinkunni og sveppunum smellpassar við dúnmjúkt og safaríkt kjötið. Frá eldhusperlur.com. 6 21 3 4 5Innbökuð nautalund Wellington Nautalund (200-250 g á mann) gróft salt pipar Mjög mikilvægt er að kjötið nái stofuhita áður en það er grillað og hafi staðið á borði í a.m.k. hálftíma. Skerðu kjötið í 3-4 cm þykkar sneiðar. Hitaðu grillið í 230°C. Saltaðu og pipraðu kjötið. Settu steik- urnar á grillið og lokaðu grillinu. Grillaðu á annarri hlið í 5-6 mín- útur. Snúðu kjötinu eftir nokkrar mínútur til að fá köflóttar rákir. Snúðu kjötinu við og grillaðu á hinni hliðinni þar til tilbúið eða þegar innri hiti er orðinn 65°C (tekur oftast svipaðan tíma á báðum hliðum). Notaðu kjöt- mæli til að sjá hitastigið. Taktu kjötið af og láttu það standa í fimm mínútur. Gott er að breiða álpappír létt yfir það. Þetta er ofureinföld leið til að galdra fram fullkomna nauta- steik. Grilluð nautalund

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.