Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016 Nafn Harriet Tubman hefurverið áberandi í fjölmiðlumvestanhafs eftir að til- kynnt var að mynd af þessari bar- áttukonu fyrir frelsi þræla og aukn- um réttindum kvenna kæmi í stað myndar af Andrew Jackson, fyrr- verandi forseta Bandaríkjanna, á tuttugu dollara seðlinum. Tubman þessi var leiðtogi hóps sem kallaðist Underground Rail- road og barðist ötullega gegn þrælahaldi á 19.öldinni. Það er kannski vel við hæfi að hún velti einmitt myndinni af Jackson af seðli, því hann var sjálfur þræla- haldari. Hann hverfur þó raunar ekki alveg af seðlinum heldur verð- ur mynd af honum færð aftan á seð- ilinn en Tubman fær framhliðina. Breytingin er ekki sú eina sem gerð verður á peningaseðlum Bandaríkjanna. Fimm dollara seðill- inn fær einnig andlitslyftingu en til stendur að mynd af nokkrum nafn- kunnum einstaklingum úr sögu þjóðarinnar, meðal annars Martin Luther King, rati á framhlið hans. Á tíu dollara seðilinn eiga að fara myndir af forkonum súffragetta. Breytingarnar eru merkilegar enda er Bandaríkjadollar útbreidd- asti gjaldmiðill veraldar. Náði að flýja úr þrældómi Tubman var fædd árið 1822 inn í fjölskyldu sem hneppt hafði verið í þrældóm. Hún náði að flýja úr prís- undinni ung að árum og varði tíma sínum í að bjarga öðrum úr þræl- dómi. Eftir borgarastríðið í Bandaríkj- unum varð Tubman einnig virk í baráttunni fyrir réttindum kvenna. Lengi hefur verið barist fyrir því að peningaseðlar í Bandaríkjunum hætti að vera bara með andlitum hvítra karla. Þykir mörgum afar vel til fundið að Tubman skuli vera fyrsta konan til að fá mynd sína á peningaseðil, enda hafi hún verið baráttukona á fleiri en einu sviði. Hún hafi barist ötullega og tekið mjög virkan þátt í að útrýma þræla- haldi og auk þess tekið upp málefni kvenna. Þar að auki þykir arfleifð Jack- sons, forsetans sem er fyrir á 20 dollara seðlinum, ekki endilega til þess fallin að hampa sérstaklega, einkum vegna þess hversu ákvarð- anir í hans forsetatíð höfðu skelfileg áhrif á samfélög frumbyggja. Aðalhöfðingi Cherokee-indíána í Bandaríkjunum sagði að það að henda Jackson yfir á bakið og Tubman á framhliðina væri „lítil en merkingarþrungin athöfn“. Tubman var baráttukona til dauðadags, en hún lést árið 1913. Sagt er að hún hafi lagt baráttu sína þannig upp að það væri í raun bara tvennt sem fólk ætti rétt á hafa val um: frelsi eða dauði. Ef hún gæti ekki verið frjáls þá vildi hún vera dauð. Væri hún ekki dauð þá ætti hún fá að lifa frjáls. Ekkert annað en þetta tvennt kæmi til greina. Andlit baráttukonu á peningaseðil Fram til þessa hafa aðeins andlit hvítra karla verið talin þess verð að skreyta peningaseðla í Bandaríkjunum. Brátt breytist það en í vikunni var greint frá því að andlit Harriet Tubman myndi brátt prýða 20 dollara seðlilinn. Tubman fæddist inn í þrældóm en varð síðar öflug baráttukona gegn þrælahaldi. Getty Images Harriet Tubman þjáðist alla tíð af verkjum sem voru til komnir vegna barsmíða þrælahaldara í barnæsku hennar. Hún ólst upp sem þræll í Maryland en náði að flýja 27 ára gömul til Fíladelfíu. Hún sneri þó fljótt aftur til að bjarga fjölskyldu sinni og átti svo eftir að bjarga hundruðum úr þrældómi. Á huldu af hverju Jackson er á seðlinum Andlit sjöunda forseta Bandaríkjanna, Andrew Jackson, er það sem nú prýðir tuttugu dollara seðilinn og hefur gert frá árinu 1928. Samkvæmt fréttum bandarískra miðla, m.a. Washington Post, virðist þó algerlega á huldu hvers vegna Jackson hlaut þenn- an heiðurssess til að byrja með. Enginn virðist vita hvers vegna hann var valinn og það virðist heldur enginn kvarta sérstaklega yfir því að honum verði skipt út. Bent hefur verið á að hann sé ekki sér- lega verðugur þess, hann hafi til dæmis haldið þræla sjálfurog í hans forsetatíð hafi frumbyggjar sætt miklu harðræði og neyðst til að flytjast búferlum. En þá hefur einnig verið bent á að það sé öfugsnúið að setja andlit Jacksons á peningaseðil því hann hafi sjálfur barist gegn notkun seðla og viljað nota silfur og gull sem gjaldmiðla. ’ Ég hafði það af. Ég var frjáls; en það var enginn sem bauð mig velkomna til lands frelsisins. Ég var ókunnug í ókunnu landi. ERLENT EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is BANDARÍKIN KALIFORNÍU Annar stofnenda Apple, Steve Wozniak, telur að stórfyrirtæki á borð við Apple eigi að greiða hærri skatta, en Apple sætir Wozniak segist sjálfur greiða allt að helming af því sem hann aflar í skatta og hann telji eðlilegt að stórfyrirtæki geri slíkt hið sama. KINBANDARÍ ENCHANHASS Tónlistarmaðurinn Prince lést á heimili sínu, 57 ára að aldri.Tónlist hans spannaði vítt svið og hann seldi yfir 100 milljónir platna væri gengin mikil fyrirmynd í sköpun og listum. Tilkynnt var í vikunni að til stæði að taka rafmagn af í landinu í fjóra tíma á dag í 40 daga vegna orkuskorts. Efnahagsástand er afar slæmt einkum sökum skarprar lækkunar á verði á olíu, sem er helsta útflutningsvara landsins. Þá hefur stærsta brugghús landsins greint frá því að það hafi ekki nægan gjaldeyri til að kaupa hráefni og því verði það að stöðva framleiðslu tímabundið. Fyrirtækið framleiðir 80% af innlendum bjór og stöðvunin hefur áhrif á 10 þúsund starfsmenn. MEXÍKÓ Forseti landsins, Enrique Pena Nieto, hefur lagt til að slakað verði á ströngum reglum í landinu um meðferð marijúana lækningaskyni og til einkanota.í Hyggst hann leggja til að heimilt afa 28 grömm afverði að h érefninu á s án þess að hljóta tað fimm grammagnrefsi u í s yfilegt er nú. Hanneins og le nlegt að breyta þessu í viðleitni til að snúatelur nauðsy fnu í fíkniefnamálum.frá harðri refsiste

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.