Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2016
Fyrir sirkusáhugafólk er Æsku-
sirkusinn með sirkussýninguna
Hvar er ljónið? á sunnudag klukkan
16 og 18 á litla sviði Borgarleik-
hússins. Hópurinn sem sýnir
samanstendur af 29 hressum
sirkuskrökkum á aldrinum 8-15 ára,
frá öllu höfuðborgarsvæðinu. Nem-
endurnir sjá sjálfir um sýninguna
og hafa samið öll atriðin sjálf.
Klukkan 13, 14 og 15 á laugardag
í Þjóðleikhúsinu tekur brúðu-
listamaðurinn snjalli Bernd Ogrod-
nik vel á móti fólki, en hann vinnur
nú að nýrri sýningu sem verður
frumsýnd á Brúðuloftinu í haust.
Hann býður fólki að heimsækja
Brúðuloftið og kynnast því ferli
sem það er að setja upp heila
brúðuleiksýningu. Nauðsynlegt er
að tryggja sér miða klukkustund
fyrir sýningu en aðgangur er
ókeypis.
Fjölmargt annað er í boði fyrir
alla aldurshópa en dagskrána má
finna á barnamenningarhatid.is.
asdis@mbl.is
Æskuskirkusinn
sýnir sirkusatriði á
sýningunni Hvar
er ljónið?
Síðustu dagar barnamenningar
Brúðulistamaðurinn Bernd Ogrodnik
sýnir fólki hvernig brúðuleikhús verð-
ur til á laugardaginn í Þjóðleikhúsinu.
Enn er tími til að skemmta sér saman á barnamenn-
ingarhátíðinni, en henni lýkur nú um helgina
Alls voru 75 erlend veiðiskip á Ís-
landsmiðum í gær, þar af voru 53
brezkir togarar og hafa ekki ver-
ið fleiri í langan tíma.
Þannig hófst frétt í Morgun-
blaðinu fyrir nákvæmlega 40 ár-
um, 24. apríl 1976.
Þriðja og síðasta Þorskastríðið
stóð þá sem hæst, eftir að Íslend-
ingar færðu landhelgi sína út í 200
sjómílur haustið áður. Bretar
mótmælu mjög og samþykktu
ekki útfærsluna enda voru miklir
hagsmunir þarlendra sjómanna í
húfi. „Að undanförnu hefur lítið
borið til tíðinda á miðunum, en í
fyrrakvöld tókst varðskipinu Tý
að klippa á veiðarfæri 3 brezkra
togara, sem voru að veiðum um
43 sjómílur ANA af Bjarnarey.
Varðskipin Ægir og Óðinn voru
einnig á þessum slóðum, gerðu
þau mikinn usla meðal togar-
anna, þótt ekki tækist þeim að
klippa á togvíra,“ sagði í blaðinu.
„Klippur“ Landhelgisgæsl-
unnar komu sér vel; græja sem
menn þar á bæ létu smíða og var
fyrst notuð haustið 1972, í raun
fjórir hnífar sem voru dregnir
þvert yfir togvíra bresku togar-
anna og skáru vírana í sundur.
GAMLA FRÉTTIN
Þorskastríð
í hámarki
Freigátan Leander kemur öslandi upp að bakborðssíðu varðskipsins Þórs á
Íslandsmiðum árið 1976, þegar þriðja og síðasta Þorskastríðið stóð yfir.
Ljósmynd/Friðgeir Olgeirsson
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mán. - fös. 11-18:30
Svartur leðursófi. L 212 cm.299.900kr.
Nú224.900kr.
Taranto-þriggja sæta
Grátt áklæði. H93 cm. 99.900kr.
Nú74.900kr.
Chantal-hægindastóll
Fallegt grátt áklæði. L 232 cm. 239.900kr. Nú179.900kr. Verðflokkur A2. Þennan
sófa er hægt að fá ímismunandi áklæðum.
Kingston-þriggja sæta sófi
Grátt áklæði og eikarfætur. L 257 xD287cm. 229.900kr. Nú169.900kr.
Lissabon-hornsófi
Fallegt dökkgrátt áklæði. H95 cm.
149.900kr. Nú109.900kr.
Albi-hægindastóll
Legubekkur +1½ sæta. Sandlitað áklæði.
L 205 xD161cm. 219.900kr. 164.900kr.
Þennansófa er hægt að fá ímismunandi
áklæðum.
Kingston city-sófi
*Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði og vörum merktum ”Everyday Low Price”.
169.900
SPARAÐU
60.000
224.900
SPARAÐU
75.000
164.900
SPARAÐU
45.000
SÓFADAGAR
25% AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM* SÓFUM & HÆGINDASTÓLUM
SÓFI MEÐ ENDALAUSA MÖGULEIKA
Houston
217.425
SPARAÐU
72.475
74.900
SPARAÐU
25.000
179.900
SPARAÐU
60.000
109.900
SPARAÐU
40.000
Fallegur þriggja sæta sófimeð legubekk. L286 xD200cm. 289.900kr.
Nú217.425kr. Þennansófa er hægt að fá ímismunandi áklæðum. Verðflokkur A2.
Houston-sófi