Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016 LESBÓK KVIKMYNDIR Emily Blunt er í aðalhlutverki í kvikmyndinni The Girl on the Train en fyrsta stikl- an úr myndinni var frumsýnd í vikunni. Þetta er sálfræðitryllir og þykir minna á Gone Girl sem var með Ben Affleck í aðalhlutverki. Myndin verður frumsýnd í haust. Hún fjallar um konu sem ferðast á hverjum einasta degi með lest framhjá húsinu þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar býr ásamt nýju konunni sinni. Blunt leikur Rachel, en hún er alkó- hólisti sem var gift Tom (Justin Theroux). Inn í þetta fléttast dularfullt morð og Rachel sjálf er grunuð en hún man ekki hvað gerðist eitt örlagaríkt kvöld. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Paulu Hawkins. Stúlkan í lestinni Emily Blunt uppáklædd á frumsýningu. AFP TÓNLIST Sýning tileinkuð pönkhljómsveit- inni Ramones var opnuð í Queens-safninu í New York í mánuðinum. Sýningin ber nafnið Hey! Ho! Let’s Go! Ramones og fæðing pönks- ins. Sýningin hefur verið þrjú ár í undirbún- ingi og mun síðan ferðast víða. Sýningin fagnar lífi og ferli Joey, Johnny, Dee Dee og Tommy Ramone. Þetta er fyrsta sýningin sem er tileinkuð Ramones. Á henni er að finna alls kyns gripi tengda sveitinni sem vekja áreiðanlega skemmtilegar minningar, ekki síst hjá eldri aðdáendum. Fyrir áhuga- sama er rétt að geta þess að hún stendur yfir til 31. júlí. Sýning um Ramones Aðdáandi skoðar sýninguna. AFP Íslendingar kjósa sér forseta ísumar, eins og varla hefur fariðframhjá nokkrum manni í lýð- veldinu undanfarna daga. Níu vikur eru til kjördags. Nú eru sjö vikur til annars merkisviðburðar; þegar gera má ráð fyrir að meginþorri lands- manna, fótboltaáhugamenn og aðrir, verði með hugann við Evrópumótið í Frakklandi. Margir munu án nokkurs vafa sitja límdir við Skjá 1 þegar flautað verður til fyrsta leiks karlalandsliðs Íslands á stórmóti. Þá verða næstum því jól hjá mörgum! Endalausar vangaveltur verða í aðdraganda forsetakjörs um hver hreppir hnossið en litlu minni, ef að líkum lætur, um mögulegt gengi Ís- lands á Evrópumótinu í Frakklandi og hverjir verði fulltrúar okkar þar. Enginn nennir lengur að velta fyr- ir sér hvort landsliðsbúningurinn nýi er fallegur eður ei svo hægt er að snúa sér að aðalatriðinu á ný: að hlakka til EM af miklum krafti! Allir lykilmenn liðsins frá undan- keppninni eru öruggir með sæti í landsliðshópnum ef þeir sleppa við meiðsli, en jafnframt verður spenn- andi að sjá hvort þjálfararnir Lars og Heimir draga eitthvað óvænt upp úr hattinum þegar tilkynnt verður hverjir skipa endanlegan hóp og hvað það verður þá. Hannes Þór Halldórsson mark- maður meiddist illa í haust og missti af síðasta leik undankeppninnar en er blessunarlega orðinn heill heilsu á ný og stendur án efa á milli stang- anna. Samspil hans og varnarinnar er svo gott að best er að halda öllu óbreyttu þar. Meiðist enginn verða því Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason í vörn. Akkerið á miðjunni verður sem fyrr Aron Ein- ar Gunnarsson, fyrirliði, ódrepandi baráttujaxl sem er liðinu gríðarlega mikilvægur og ekki síður starfs- bróðir hans, Gylfi Sigurðsson – óum- deild stjarna liðsins, sem borið hefur lið Swansea á herðum sér í ensku úrvalsdeildinni síðustu vikur. Það góða við Gylfa er að velgengnin stígur honum ekki til höfuðs; hann er besti leikmaður Íslands en ekki of fínn til að vinna skítverkin líka þegar með þarf. Hjálpar í raun ótrúlega mikið til í vörn en er samt iðulega hættulegasti sóknarmaðurinn í sömu andrá. Jó- hann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason eru óumdeilanlega fyrstu kostir í stöðu vængmannanna tveggja á miðjunni og í fremstu víg- línu hafa mest leikið Kolbeinn Sig- þórsson og Jón Daði Böðvarsson, en nú gera aðrir framherjar líka tilkall til stöðu í byrjunarliðinu, ekki síst Alfreð Finnbogason sem hefur heldur betur náð sér á strik á ný eftir að hann fluttist til Þýskalands í vetur. Svo er það kóngurinn, Eiður Smári Guðjohnsen, sem gengur í endurnýj- un lífdaga með Molde í Noregi; maðurinn sem hugsar hraðar en aðrir, eins og Norðmenn hafa átt- að sig á. Ég segi (næstum því) eins og í auglýs- ingunni: Hann verð- ur að vera með! Ari Freyr Skúlason, Birkir Bjarnason og Gylfi Sigurðsson fagna sigurmarki þess síðastnefnda á móti Hollandi í Amsterdam í fyrrahaust. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fyrsti leikur Íslands á EM verður gegn Cristiano Ro- naldo og samherjum hans frá Portúgal þriðjudaginn 14. júní klukkan níu um kvöld að staðartíma, í borginni Saint- Etienne í suðausturhluta Frakklands. Spáð er góðu veðri og fjölda skælbrosandi og lífsglaðra Íslendinga í borginni! Annar leikur Ís- lands er við Ungverja í Mar- seille við Miðjarð- arhafið, næststærstu borg landsins, laug- ardaginn 18. júní klukk- an fimm að staðartíma. Hannes Halldórsson, sem á myndinni fagnar sigrinum glæsilega á Hollandi í Amst- erdam í haust, og félagar hans mæta svo Austurrík- ismönnum í Saint-Denis, út- borg Parísar, miðvikudag- inn 22. júní kl. fimm að staðartíma. Af stað í Saint-Etienne Allir fara að hlakka til … Rúmlega sjö vikur eru þar til Aron Einar og Cristiano Ronaldo heilsast í Saint-Etienne, fyrir fyrsta leik íslensks karlalandsliðs á stórmóti í fótbolta. Portúgalir, Ungverjar og Austurríkismenn eru mótherjar í riðlinum. Svo fara menn annaðhvort heim eða … Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Þeir verða vafalítið allir á EM: Viðar Örn Kjartansson, Birkir Már Sævarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.