Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 17
keyra yfir heiði til að komast ofan í dalinn og þar er gersamlega
ófært yfir vetrartímann. Strákurinn hennar er í skóla á Ísafirði
og býr þar á veturna, en hún þarf að sinna skepnunum sínum og
býr alein með þeim á veturna og fær birgðir sendar á vélsleða.
Hún er alveg grjóthörð. Þetta er yndislegur og töfrandi staður.
“ En hverjir eru draumastaðirnir til að „sörfa“ úti í hinum stóra
heimi? „Mig langar til Namibíu og til Skotlands og Írlands. En
það hefur sýnt sig hingað til að mér finnst Ísland samt best í
heimi.“
Hreyfing heilbrigðari lausn en lyfjagjöf fyrir
börn með ofvirkni
Næst á dagskrá hjá Heiðari Loga er þátttaka í tveimur brim-
brettamyndum og áframhaldandi verkefni með 66°Norður.
„Svo er ég nýbyrjaður að kenna jóga í Sólum úti á Granda, ég
hef stundað jóga í nokkur ár og það passaði svo vel við allt ann-
að sem ég er að gera. Það átti ekki við mig að fara í ræktinaog
fann mig fullkomlega í jóga. Jóga er gott fyrir alla, það hefur
góð áhrif á líkamlega og andlega líðan. Það hefur einnig hjálpað
mér afskaplega mikið með ofvirknina, það færir mér innri ró.“
Heiðar Logi segist oft hugsa til krakka sem eru í sömu spor-
um og hann var og glíma við ofvirkni. „Mig langar til að miðla
því til þeirra barna, og foreldra þeirra, að ég persónulega hef
fundið fyrir því að sama hvað, þá líður mér betur þegar ég fæ
útrás í hreyfingu. Það eru til ótal mörg dæmi um að ofvirkir
krakkar hafi fundið sig í íþróttum. Vellíðan sem fylgir því að fá
útrás og hreyfa sig er ómetanleg. Mín reynsla er sú að mat-
aræði hefur um helmings áhrif á mig á móti líkamsrækt. Ég
trúi því að það skipti höfuðmáli hvað maður setur í líkamann.
Það hefur margt breyst hjá mér bara með breyttu mataræði.
Ég hef fundið að ef maður setur drasl í líkama sinn, hvort sem
það er áfengi, vímuefni eða óhollur matur, þá uppsker maður
bara drasl í staðinn. Ef maður hugsar vel um sig uppsker mað-
ur bara góða hluti.“ En myndi hann telja heilbrigt líferni og
mikla hreyfingu betri lausn en að setja börn á lyf?
„Alveg klárlega, það finnst mér, út frá minni reynslu. Ég er
núna fullkomlega sáttur við líf mitt eins og það er.“ Morgunblaðið/Golli
Heiðar Logi að
sörfa einn síns liðs á
Vestfjörðum síðast-
liðinn vetur.
Ljósmynd/Erlendur Þór Magnússon
24.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17