Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 23
* Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og
jafngildir 19,35% afslætti.
Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt
af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað
Húsgagnahallarinnar.
CLEVELAND
Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljós-
grátt slitsterkt áklæði. Stærð: 308 × 140/203 × 81 cm
153.218 kr.
189.990 kr.
CLEVELAND
Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga.
Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði.
Stærð: 231 × 140 × 81 cm
96.766 kr.
119.990 kr.
LOKA-
HELGIN
Gamla hafnarvigtin í Grindavík hefur sérstakamerkingu fyrir þær mæðgur, en afi systrannabyggði húsið á sínum tíma. Þar óku menn drekk-
hlöðnum fiskitrukkum fyrr á árum og létu vigta farminn. Í
dag ber húsið fá merki um fisk en starfsemin í húsinu fékk
að halda nafninu og merkið heitir einfaldlega VIGT.
Byrjaði allt á einum bakka
Í fyrirtækinu VIGT vinna þær fjórar saman; Arna, Guð-
finna, Hrefna og Hulda og eru miklir fagurkerar. Þær
hanna hillur, ilmkerti, bakka, púða og ýmislegt annað sem
gleður augað og prýðir falleg heimili. „Við byrjuðum með
bakka árið 2011. Þá vantaði Örnu bakka fyrir brúðkaupið
sitt,“ segir Guðfinna en foreldrar þeirra reka smíðaverk-
stæði sem er í næsta húsi. Mæðgurnar hafa allar með ein-
um eða öðrum hætti unnið hjá fjölskyldufyrirtækinu
Grindin ehf. Hrefna hefur unnið sem smiður á trésmíða-
versktæðinu frá unglingsárum og Arna er tækniteiknari
og sér um hönnun, bæði fyrir trésmíðaverkstæðið og
VIGT þar sem hún hannar munina út frá hugmyndum
þeirra mæðgna.
Stílhreint og elegant
Eftir þennan fyrsta bakka fyrir brúðkaupið fór boltinn að
rúlla og fóru þær í þróunarvinnu um áframhaldandi hönn-
un. „Við erum eitt. Viljum helst ekkert gera hver án ann-
arrar,“ segir Guðfinna. „Það verður margt til út frá því
hvað okkur langar sjálfar í,“ segja þær og lýsa stílnum
sem einföldum. „Stílhreint og elegant. Það er þannig sem
við myndum lýsa okkur.“
VIGT er opin á laugardögum milli kl. 12 og 14 og eftir
samkomulagi en þær segja að sjálfsagt sé að opna fyrir
viðskiptavinum þegar það hentar. Einnig er hægt að skoða
og kaupa vörur á vigt.is. Kassar með glerloki eru fallegir á borði með gömlum ljósmyndum.
Ilmkertin eru búin til hjá Vigt og er hvert lok sérsmíðað á smíðaverkstæðinu.
Hulda saumar vandaða og fallega púða. Hornin eru innflutt og eru af afrískum nautum.
Hönnun í gömlu
hafnarvigtinni
Systurnar Hrefna, Guðfinna og Arna Magnúsdætur og móðirin Hulda
Halldórsdóttir eru hugmyndaríkar og fjölhæfar konur úr Grindavík.
Þær eiga VIGT, hönnunarbúð sem selur fallegar og stílhreinar
vörur sem þær hanna, smíða, mála og sauma sjálfar.
Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Ævintýrið hófst þegar Örnu vantaði bakka fyrir brúðkaupið sitt og eftir það
fór boltinn að rúlla. Bakkarnir eru til í ýmsum stærðum.
24.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23