Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 12
Staðan er önnur á forsetavakt-inni nú en fyrir viku, vægt tilorða tekið. Þessi vika hófst
nefnilega með sannkallaðri bombu
og því síst tíðindaminni en vikurnar
á undan, sem einkenndust öðru
fremur af því að sífellt fleiri ein-
staklingar bættust í hóp þeirra sem
töldu sig eiga erindi á Bessastaði.
Bollaleggingar um möguleg nöfn í
viðbót viku snarlega er Ólafur Ragn-
ar Grímsson boðaði til blaðamanna-
fundar síðastliðinn mánudag, án
þess að gefa út hvert tilefnið væri.
Forseti vor er eldri en tvævetur og
sýndi það með því að boða til fundar
nánast við aftureldingu en halda
sjálfan fundinn ekki fyrr en langt
var liðið á síðdegið. Þannig yfirtók
hann mánudaginn með húð og hári;
það komst varla neitt annað að en
pælingar fram og til baka um til-
efnið.
Getur verið að hann ætli fram?
Enn og aftur?
Óvissan, blóðið og skyldan
Ojú, á minn sann. Aðstæður eru slík-
ar í þjóðfélaginu, óvissan svo yfir-
þyrmandi og loft svo lævi blandið, að
ekki varð skorast undan þeirri
skyldu sem Ólafur Ragnar segir
hvíla á sínum herðum – þótt frómt
frá sagt hvíli skyldan í reynd ein-
ungis á herðum þess einstaklings
sem kjörinn verður forseti í júní
næstkomandi. Hann hefur því
ákveðið að svara kalli skyldunnar og
hætta við að hætta. Kollegi minn á
öðrum fréttamiðli hér í borg setti
þaulsætni forsetans í ágætis sam-
hengi þegar hann benti á að börn
sem komu í heiminn þegar Ólafur
Ragnar var fyrst kjörinn forseti eru
mörg hver að búa sig undir að setja
upp hvíta kolla sem nýstúdentar;
kynslóð sem þekkir ekkert annað en
Ólaf á Bessastöðum.
Fæstir áttu von á því að hann byði
sig fram á ný (meira að segja Guðni
Ágústsson virtist sáttur við að for-
setinn setti hér punkt), ekki síst þar
sem hann hafði tilkynnt það í árlegu
ávarpi sínu um síðustu áramót að
hann hygðist draga sig í hlé. En hlýj-
an frá sviðsljósinu er bara svo ósköp
notaleg, að því er virðist. Að ekki sé
minnst á áðurnefnda óvissu í þjóð-
félaginu. Ólafi Ragnari rennur því
blóðið til skyldunnar.
Framboð í uppnámi
Við þessi tíðindi afréðu þeir Guð-
mundur Franklín Jónsson, Vigfús
Bjarni Albertsson og nú síðast
Heimir Örn Hólmarsson að leggja
árar í bát, enda umhverfið talsvert
annað þegar sitjandi forseti er með í
slagnum. Þegar ekki er gerð krafa
um lágmarkshlutfall atkvæða geta
frambjóðendur náð langt jafnvel
þótt þeir séu að flestu leyti óskrifað
blað með tilliti til embættisins sem
þeir sækjast eftir, hái þeir snagg-
aralega og málefnalega kosninga-
baráttu. Þegar allir koma nýir að
borðinu getur allt gerst – í það
minnsta flest. En að fara á móti sitj-
andi forseta er allt annað mál. Eng-
inn hefur boðið sig fram gegn sitj-
andi forseta, í lýðveldissögu Íslands,
og haft sigur. Á hitt ber að líta að
forsetaframbjóðandi hér á landi sem
býr að yfirlýstum stuðningi forsætis-
ráðherra hefur heldur aldrei haft
sigur, en Sigurður Ingi Jóhannsson
lýsti einmitt velþóknun sinni og jafn-
framt stuðningi við framboð Ólafs í
vikunni. Kosningarnar í júní munu
því brjóta blað með einum eða öðrum
hætti, bæði vegna framangreindra
atriða og líka, að óbreyttu, fyrir
fjölda frambjóðenda. Þegar þetta er
ritað hafa aðrir ekki enn helst úr
lestinni en þó er ekki útséð um það.
Guðni Th. og feldurinn
Sumir eru semsé af og aðrir eru á,
enn sem komið er. Stóra spurning-
armerkið í þessu sambandi hverfist
um sagnfræðinginn Guðna Th. Jó-
hannesson. Hann varð skyndilega
heimilisvinur landsmanna með vask-
legri framgöngu í sjónvarpssal í kjöl-
far uppljóstrana um Wintris-kafla
Panamaskjalanna margumræddu,
sem varð að endingu til þess að Sig-
mundi Davíð Gunnlaugssyni varð
ekki vært í embætti forsætisráð-
herra. Svo mjög hreif Guðni lands-
menn að þeir fóru að gjóa augum
hver á annan og spurðu sig sem svo;
„Seisei, er þetta ekki eitthvað?“
Raddirnar gerðust háværari og
Guðni hugðist svara kalli þeirra.
Þangað til Ólafur ákvað að standa
ekki ótilneyddur upp úr forseta-
stólnum og setti þar með kosninga-
baráttuna í nýjan ham. Guðni er enn
undir feldinum, áþekkum þeim er
gerði Þorgeiri Ljósvetningagoða
auðveldara að taka mikilvægar
ákvarðanir hér í eina tíð, og ógern-
ingur er að segja á hvern veg
ákvörðun hans verður. Guðni Th. á
sjálfsagt alveg jafn mikla möguleika
og aðrir áskorendur; hvort einhver
þeirra eigi möguleika gegn Ólafi
Ragnari yfirleitt er alls óvíst.
Í sérstökum félagsskap
Ólafur Ragnar er að sönnu með
þaulsætnustu þjóðarleiðtögum
heims, situr í 17. sæti heimslistans
eins og mál standa. Það skapar hon-
um algera sérstöðu með lýðræð-
islega kjörinna þjóðarleiðtoga því öll
þau ríki sem við miðum okkur við frá
degi til dags hafa takmörk – venju-
lega tvö fjögurra ára kjörtímabil – á
því hversu lengi einn einstaklingur
getur setið að embætti þjóðar-
leiðtoga. Slíkum lögum er hins vegar
ekki til að dreifa hérlendis og því er
það svo að nágrannar Ólafs Ragnars
á þaulsætnilistanum eru þokkapiltar
á borð við Alexander Lúkasénkó frá
Hvíta-Rússlandi, nágrannarnir Nur-
sultan Nazarbajev frá Kazakstan og
Islam Karimov frá Úsbekistan og
svo þvaga leiðtoga í Afríkjuríkjum
sunnan Sahara, með Robert Mugabe
frá Simbabve ofarlega á lista. Ekki
er meiningin að líkja Ólafi Ragnari á
nokkurn hátt við þessa menn, enda
væri það með öllu ómaklegt, en það
breytir því ekki að Íslendingar
hljóta að leiða hugann að því hvort
ekki sé tímabært að setja þak á þaul-
sætni forseta lýðveldisins, í takt við
þær lýðræðisþjóðir sem við viljum
almennt líkjast frá degi til dags. Það
getur ekki verið eðlilegt að þjóðhöfð-
ingi Íslands sé á lista með valdasjúk-
lingum þessa heims sem ríghalda,
kynslóð eftir kynslóð, í valdastólinn.
Eins mætti athuga hvort ekki sé
tímabært að efna til seinni umferðar
milli tveggja efstu frambjóðenda ef
enginn fær hreinan meirihluta í
fyrstu umferð. Það er eitthvað skrýt-
ið við að þjóðhöfðingi sé kosinn í
embætti með innan við 20% fylgi.
Fögur er forsetans hlíðin;
Forsetakosningabaráttan tók alveg nýja stefnu við
óvænt útspil sitjandi forseta í byrjun vikunnar.
Framboð sumra er í uppnámi meðan aðrir sitja sem
fastast við sinn keip. Einn efnilegasti áskorandinn,
sagnfræðingurinn og sjónvarpsstjarnan Guðni Th.
Jóhannesson, hefur ekki enn gert upp hug sinn.
Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
tilkynnir framboð sitt til síns sjötta kjör-
tímabils á blaðamannafundi að Bessastöð-
um. Langur skuggi hans yfir embættinu gæti
því hæglega orðið enn lengri, alls 24 ár.
FORSETAVAKTIN
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016
9 vikur
TIL KOSNINGA
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
Frábært verð
2 í herbergi m/allt innifalið
Áskriftarverð kr. 179.900
Almennt verð kr. 211.900
Þú sparar kr. 32.000
Iberostar Founty Bay
Frábært verð
2 í herbergi m/allt innifalið
Áskriftarverð kr. 119.900
Almennt verð kr. 162.900
Þú sparar kr. 43.000
LTI Agadir Beach Club
MOGGAKLÚBBURINN
Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík
Sími 595-1000, netfang: sala@heimsferdir.is
Opnunartími skrifstofu: mán.-fös. 09.00-17.00
EINKAFERÐ MOGGAKLÚBBSINS
MEÐ HEIMSFERÐUMTIL AGADIR
UPPLIFÐU
STÆRSTI
SÓLARSTRANDARSTAÐUR
Í MAROKKÓAGADIR
Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábært til-
boð til Agadir 7. maí í 12 nætur. Fjölbreytt gisting í boði á afar hagstæðum kjörum.
Frá kr.
89.900
m/hálfu fæði
Allt að
43.000 kr.
áskrifendaafsláttur
á mann!
Allir sembóka Agadireiga möguleikaá að vinnafría ferð!
Stökktu
til Agadir!
3* hótel m/hálfu fæði
89.900 kr. - á mann
Stökktu
til Agadir!
4* hótel m/hálfu fæði
99.900 kr. - á mann