Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 38
LESBÓK Þess er minnst út um löndin að í dag, 23. apríl, eru 400 ár frá andlátileikskáldsins mikla Williams Shakespeare. Meðal viðburða hér á landi er frumsýning Kómedíuleikhússins á Daðrað við Sjeikspír. Fjórar aldir frá andláti jöfurs 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016 V ika bókarinnar verður haldin í kringum alþjóðlegan dag bók- arinnar, sem er í dag, 23. apríl, en vikan hófst á miðvikudaginn var. Dagskrá tengd vikunni verður víða á landinu, að sögn Láru Aðalsteinsdóttur hjá Bókmenntaborginni. Dagskráin er fjöl- breytt og fyrir alla aldurshópa og stendur hún til mánaðamóta. Fæðingardag Halldórs Kiljans Laxness ber upp á dag bókarinnar, 23. apríl, en skáldjöfrarnir Shakespeare og Cervantes, sem samdi Don Kíkóta, létust báðir þennan dag. Þá voru Vorbókatíðindi Félags íslenskra bókaút- gefenda borin út í vikunni um allt land en þar getur fólk kynnt sér flóru íslenskra bókmennta nú í vor. Bóksala eykst í kjölfarið „Hvaða áhrif vika bókarinnar hefur mun ekki hafa verið mælt en bóksalar sjá greinilega aukningu í bóksölu í öllum flokkum,“ segir Lára. Hún bendir á að í ár hafi dagskráin m.a. verið tengd við Barnamenningarhátíð sem stað- ið hefur yfir þessa vikuna. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá að nú í ár voru afhent í fyrsta sinn Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í þremur flokkum og var at- höfnin í Höfða. Verðlaunin voru veitt fyrir frum- samda bók, Koparborgina eftir Ragnhildi Hólmgerirsdóttur, þýddar bækur úr erlendu máli á íslensku, Skuggahliðina og Villtu hliðina eftir Sally Green, og svo fyrir myndskreytingar en þær hlaut Linda Ólafsdóttir fyrir myndir í bókinni Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þetta eykur vægi barnabóka enn frekar,“ segir hún og tekur fram að dagskrá bókavikunnar teygi sig um allt land og taki bæði skólar og bókasöfn þátt auk þess sem viðburðir verða á kaffihúsum og víðar. „Síðan má benda á skemmtilegan við- burð sem er sýningin Áður en Íslendingar féllu fyrir Prins Polo sem hófst 20. apríl á Kjarvals- stöðum en hún stendur yfir til 24. apríl og eru allir velkomnir,“ segir Lára. Á sumardaginn fyrsta voru síðan Bókaverð- laun barnanna afhent en þar völdu börnin sína uppáhaldsbók, bæði þýdda og svo íslenska rit- aða bók: Mömmu klikk eftir Gunnar Helgason og Dagbók Kidda klaufa: besta ballið, sem Helgi Jónsson þýddi. „Þá verða útgáfuhóf í bókaverslunum í vik- unni og 22. apríl, á fullu tungli, komu út bækur hjá forlaginu Tunglinu, Lególand - leiðarvísir eftir Andra Snæ Magnason og Sönn saga - lyga- saga eftir Lúkínaos frá Samósata,“ segir Lára. Fjölbreytt dagskrá í safninu Í Borgarbókasafninu er dagskrá tileinkuð ævi- sögum og sjálfsævisögum. Dagskráin er fjöl- breytt að vanda en gestir geta komið og skrifað sinn eigin ævisögutitil, sem hverjum og einum finnst hæfa best, en auk þess verður stillt út ýmsum ævisögubókum og fjöldi titla verður til sýnis. Þá getur almenningur skemmt sér við að fylgjast með skemmtilegum og furðulegum ævi- sögutitlum á fésbókarsíðum safnanna. Þá hefur verið opnuð í Þjóðarbókhlöðunni sýning um verk Snorra Hjartarsonar sem nefn- ist Inn á græna skóga og um leið var fagnað þriðju útgáfu Forlagsins á ljóðum skáldsins. Hægt er að láta fara vel um sig í safninu og hlýða á ljóðalestur Gunnars Þorsteinssonar á ljóðum Snorra í spjaldtölvu í stólum sem Ólöf Jakobína Ernudóttir hönnuður hefur komið fyr- ir. Í dag koma rithöfundar síðan saman í Borg- arbókasafninu í Grófarhúsi kl. 13.30 og kynna rit sem hlotið hafa tilnefningu til viðurkenninga Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Féllum fyrir Prins Polo Áður en Íslendingar féllu fyrir Prins Polo nefn- ist sýning sem opnuð hefur verið á Kjarvals- stöðum og er samstarfsverkefni íslenskra nem- enda í 9. og 10.bekk Landakotsskóla og pólskra grunnskólanema frá Wroclav í Póllandi. Sýn- ingin er hluti verkefnis sem kallast „Story Tell- ing Lab for Young Adults“ og eru sýndir textar og ljósmyndir frá Íslandi og Póllandi. Á mánudaginn mun Vilborg Davíðsdóttir ræða í Borgarbókasafni Spönginni kl.17.15 bók sína Ástin, drekinn og Auður djúpúðga, undir yfirskriftinni „Að skálda (í) söguna“. Dagskrá tileinkuð Laxness Og fleira er á döfinni. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur mun á þriðjudaginn kemur spjalla um verk Halldórs Laxness í Kaffislipp, Hótel Reykjavík Marina og hefst erindið klukkan 16.30. Halldór fæddist, eins og fram hefur komið, 23. apríl, á degi bók- arinnar og fer dagskráin fram á ensku. Jón Yngvi fjallar um verk Halldórs og stöðu hans innan íslenskra bókmennta og lesið verður úr verkum skáldsins. Sumri fagnað er yfirskrift dagskrár í Bóka- safni Seltjarnarness á miðvikudag, 27. apríl, sem hefst kl. 17.30. Bergrún Íris, barnabóka- höfundur og myndskreytir, les þá upp úr bók sinni Sjáðu mig sumar. Á bókasafni Reykja- nesbæjar kynnir Ásgerður Guðrúnardóttir sma dag klukkan 19.30 bók sína Mínímalískur lífsstíll. Á fimmtudaginn 28. apríl mun Guðrún Ásmundsdóttir síðan vera í Menningarhúsinu í Kringlunni í gervi Elísabetar Englands- drottningar klukkan 17 og kynna bók eftir Al- an Bennett, Enginn venjulegur lesandi. Samræður og spurningalist Gagnrýni og gaman nefnist opinn kynning- arfundur í Laugalækjarskóla, kl. 17 á föstu- deginum, 28. apríl, þar sem Jón Thoroddsen kynnir bók sína Gagnrýni og gaman: samræð- ur og spurningalist. Henni er ætlað að efla sjálfstæða hugsun barna og unglinga. Að- gangur er ókeypis. Þann 30. apríl, um næstu helgi, verður Halla Karen loks í Bókasafni Reykjanesbæjar klukkan 11.30, les upp, syng- ur og gæðir ævintýri nýju lífi. Nánar má lesa um dagskrá bókavikunnar á bokmenntaborg- in.is. Gestir Eymundsson virða fyrir sér bækur fyrir síð- ustu jól. Bóksala eykst í viku bókarinnar, segir Lára Aðalsteinsdóttir. Morgunblaðið/Styrmir Kári Vegleg vika bókarinnar Vika bókarinnar er haldin um allt land með þátttöku skóla, bókasafna og kaffihúsa. Dagskráin er fjölbreytt og fyrir alla aldurs- hópa en hún hófst 20. apríl og stendur út mánuðinn. Dagur bókarinnar, 23. apríl, er fæðingardagur Halldórs Kiljans Laxness. Ragnheiður Linnet ragnheidur.linnet@gmail.com ’Hvaða áhrif vika bók-arinnar hefur mun ekkihafa verið mælt en bóksalar sjágreinilega aukningu í bóksölu í öllum flokkum.“ Lára Aðalsteinsdóttir fagnar nýjum Barna- bókaverðlaunum Reykjavíkurborgar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.