Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 45
24.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
KVIKMYNDIR Kvikmynda- og sjónvarpssagan er mikil
uppspretta alls kyns frasa sem eru notaðir manna á milli
og margoft er vísað í vissar myndir. Það fleytir fólki
ákveðið langt að hafa séð Simpsons, Seinfeld, Friends eða
Game of Thrones en dægurmenning er líka uppfull af til-
vísunum í eldri myndir. Vefsíðan Refinery 29 gerði lista
yfir sígildar myndir sem fólk ætti að sjá, helst fyrir þrí-
tugt. Á listanum er m.a. að finna The Graduate (1967),
West Side Story (1961), Vertigo (1958), Metropolis (1927),
One Flew Over the Cuckoo’s Nest (1975), Mr. Smith Goes
to Washington (1939), It’s a Wonderful Life (1946), Mid-
night Cowboy (1969), Gone with the Wind (1939), Rebel
Without a Cause (1955), Goldfinger (1964) og Citizen
Kane (1941). Listann í heild má finna á Refinery29.com.
Ómissandi kvikmyndir
The Graduate er á listanum.
TÓNLIST Brian Johnson, söngvari AC/DC,
hefur sent frá sér langa yfirlýsingu vegna
brotthvarfs síns úr tónleikaferð sveitarinnar.
Eins og greint hefur verið frá mun Axl Rose,
söngvari Guns N’Roses, koma í stað hans á
þeim tónleikum sem eftir eru. Hann segir að
læknar hafi tilkynnt sér að ef hann héldi
áfram að koma fram á tónleikum ætti hann á
hættu að verða heyrnarlaus. Hann sagði að
heyrnin væri farin að hafa áhrif á frammi-
stöðu sína og hann ætti erfitt með að heyra í
gíturunum á sviðinu. Hann upplýsti að þó
væri möguleiki á því að hann gæti farið í
hljóðver og tekið upp plötu.
Hræddur við heyrnarleysi
Brian Johnson er með skaddaða heyrn.
AFP
Bretaprinsarnir Vilhjálmur og
Harry börðust með geislasverðum
þegar þeir heimsóttu Pinewood-
upptökuverið vestur af London í
vikunni. Þeir skoðuðu settið á nýj-
ustu Star Wars-myndinni og hittu
leikarana Daisy Ridley, Mark Ha-
mill og John Boyega, sem eru sem
stendur að mynda Episode VIII,
framhald Episode VII - The Force
Awakens, sem sló í gegn í lok síð-
asta árs.
Kensingtonhöll sagði í tilkynn-
ingu að heimsóknin hefði verið
skipulögð til að fagna þeim fjölda
breska hæfileikafólks sem komi að
gerð Stjörnustríðsmyndanna. Bret-
ar voru í mörgum hlutverkum bæði
fyrir framan og aftan myndavélina
í The Force Awakens. Ridley og
Boyega eru bæði ensk en þau eru í
hlutverkum Rey og Finns.
Ennfremur var hluti mynd-
arinnar tekinn upp í Vatnahéruðum
Englands og í Skotlandi. Einnig
hafa allar sjö Star Wars-myndirnar
verið teknar upp að hluta til í ensk-
um kvikmyndaverum.
Bræður munu berjast og það með geislasverðum. Vilhjálmur og
Harry gengu í barndóm þegar þeir fengu sverðin í hönd.
HEIMSÓTTU PINEWOOD-KVIKMYNDAVERIÐ
Prinsar í
Stjörnustríði
NÝTT
BRAGÐ
!
Prófaðu
sítrónukre
m
á kökuna
Konungbornir Bretar hittu stjörnur Hollywood í
heimsókn í Pinewood-upptökuverið í vikunni.
Prinsarnir Vilhjálmur og Harry knúsuðu Chewa-
bacca og börðust með geislasverðum.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Harry fékk að setjast við stýrið og spjalla um leið við Mark Hamill
en prinsinn var þyrluflugmaður í breska hernum.
Þeir eru bara svolítið líkir. C-3PO og Vilhjálmur
prins, hertoginn af Cambridge (til hægri).
AFP
Vilhjálmur var kumpánlegur, beygði sig niður og spjallaði við vélmennið BB-8.
Hver vill ekki knúsa Chewbacca? Vilhjálmur í mjúkum faðmi og Boyega brosir.