Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 41
24.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 DC, en Rose mun víst syngja með áströlsku sveitinni þegar hljómleikaferð Guns N’ Roses lýkur. Kannski hefði það verið fyrir bestu að þessir kappar hefðu látið ógert að endurlífga sveitina og þannig haldið orðstír sínum. Það virðist hins vegar oft vera erfitt fyrir sumar rokk- stjörnur að hafna þeim peningum sem í boði eru. Annars náðu rapparinn Ice Cube og fyrrver- andi félagar hans í NWA upp mun betri stemmingu á stóra sviðinu rétt á undan Guns N’ Roses. Stór hluti hátíðargesta yfirgaf svæð- ið fyrir framan aðalsviðið áður en rokkararnir hófu leik. Orkumikill endir Á lokadeginum var raftónlistin allsráðandi. Major Lazer – enn eitt dæmið hjá rafplötusn- úðinum Diplo – laðaði að stærsta hóp fyrir framan aðalsviðið í manna minnum og fólk hélt kyrru fyrir þegar skoski raftónlistarmaðurinn Calvin Harris lauk fyrri helginni með fjöl- breytilegum tónleikum. Harris er þekktur fyr- ir að vinna með öðru listafólki og láta það syngja með. Í þetta sinn var það söngkonan Rihanna, enski sálarsöngvarinn John Newman og hiphop-listamaðurinn Big Sean frá Detroit. Harris er vanur að vera aðalnúmerið á mörgum útitónlistarhátíðum og kann vel að nota annað listafólk, sérstaklega söngvara, til að auka á fjölbreytileikann fyrir áhorfendur. Þetta virðist vera nýja stefnan hjá raflistafólki og röppurum, að fá gesti á sviðið til að auka fjölbreytni. Sannarlega orkumikill endir á hátíðinni í ár. Hægt er að sjá fleiri myndir af hátíðinni á eftirfarandi síðu: www.latimes.com/entertainment/la-et-2016- coachella-big-picture-gallery-htmlstory.html Rokksveitin Guns N’ Roses olli Gunnari vonbrigðum. Hér sjást þeir Duff McKagan og Axl Rose, en sá síðarnefndi var í gifsi og sat í hásæti á tónleikunum, eins og sjá má. AFP Þetta árið hefur Of Monsters and Men ferðast um Suður-Ameríku og Suður-Afríku. Sveitin heldur svo til Ástralíu þar sem hún heldur sex tónleika og fer svo aftur til Norður-Ameríku í júní og heldur 15 tónleika áður en tónleika- haldi lýkur í Evrópu síðsumars. Við hér á Morgunblaðinu áttum þess kost að fá stutta heimsókn frá Ragnari Þórhalls- syni söngvara, Arnari Hilmarssyni trommu- leikara og Kristjáni Kristjánssyni bassaleik- ara í fjölmiðlatjaldinu á hátíðarsvæðinu, um þremur tímum fyrir tónleika sveitarinnar. Betra skipulag Að sögn Ragnars ákváðu meðlimir sveit- arinnar að breyta aðeins til frá fyrri tónleika- ferð sem fylgdi fyrstu plötu hennar. „Við reyndum að skipuleggja þetta betur hvað varðar álagið á okkur. Eftir fyrstu plötuna fórum við í átján mánaða hljómleikaferð með lítilli hvíld, en í þetta sinn vissum við betur hvernig við vildum hafa þetta. Sérstaklega hvað varðar tækifæri til að geta stoppað við á Íslandi inn á milli,“ segir Ragnar. „Það var alltaf að hlaðast aftan við dag- skrána hjá okkur eftir því sem vinsældirnar jukust, enda tók það mikið á,“ bætir Arnar við. Félagarnir eru spurðir að því hvort þeir hafi fengið mörg tækifæri til að skoða sig um á þeim stöðum sem þeir hafi heimsótt. Ragnar segir tónleikaferðalögin mikla vinnu og því sé sá tími sem hljómsveitin fær til afslöppunar dýrmætur. „Við náum ekki að sjá mikið utan vinnunnar,“ segir hann. Viðhorfið skiptir máli Eftir að hafa litið á tónleikadagskrána hjá hljómsveitinni er augljóst að það er fátt um frídaga hjá þeim félögum. Svo virðist sem það séu annaðhvort daglegir tónleikar eða meir- háttar ferðalög. Hvernig ná þeir að halda dampinum svo lengi? Að sögn Kristjáns er það viðhorfið sem liðs- menn hljómsveitarinnar hafa til tónleika- haldsins sem skiptir máli. „Við reynum að skemma ekki fyrir okkur á þessu tónleika- ferðalagi með röngum lífsstíl,“ segir hann og Ragnar tekur í sama streng: „Við erum ekk- ert að misbjóða okkur í ruglinu sem hægt er að koma sér í í skemmtanabransanum. Við reynum bara að finna hvað virkar fyrir okkur. Það koma tónleikar þar sem ekki gengur allt upp, en mikið af því sem við erum að gera er mjög skemmtilegt þannig að við reynum okk- ar besta hvert kvöld.“ Annað andrúmsloft Að lokum eru þeir kappar inntir eftir því hver sé munurinn, að þeirra mati, á því að spila á útihátíðum og þeirra eigin tónleikum. Að sögn Arnars er venjulega annað andrúmsloft á útihátíðum. „Þar er venjulega fullt af fólki sem er bara að koma til að sjá hvað við erum að spila, rétt eins og hvert annað band. Á okk- ar eigin tónleikum eru það okkar eigin áhang- endur sem hafa keypt miða,“ segir hann. „Við styttum lagalistann venjulega á útihá- tíðum,“ segir Ragnar. „Við spilum þá meira af vinsælustu lögunum okkar. Á okkar eigin tón- leikum getum við bætt við allskonar aukalög- um og efni sem við erum að reyna.“ Með það þurftu þeir kappar að fara í undir- búning fyrir tónleikana. Geðþekkir ungir menn allir saman. Afslöppunin dýrmæt Thousand Eyes Empire King and Lionheart Mountain Sound Crystals Wolves Without Teeth Lakehouse Little Talks Six Weeks LAGALISTI OMAM ÞRÍR LIÐSMANNA OMAM TEKNIR TALI FYRIR TÓNLEIKA Litadýrðin var mikil á tónleikum Calvin Harris og mannfjöldinn mikill, eins og sjá má. Rihanna, ein vinsælasta tónlistarkona heims, kom fram á þriðja degi Coachella. Coachella-hátíðin er grunnurinn að vel- gengni skemmtanafyrirtækisins Golden- voice hér í Los Angeles. Fyrirtækið var stofnað fyrir um 35 árum og einbeitti sér lengst af að því að bóka pönksveitir á staði sem önnur fyrirtæki vildu ekki hafa viðskiptasamband við. Allt breyttist þetta 1999 þegar fyrirtækið setti upp fyrstu Coachella-hátíðina. Sú hátíð tap- aði peningum fyrir fyrirtækið og það tók tvö ár að setja upp næstu hátíð. Í ár urðu tekjur af hátíðinni 84.3 millj- ónir dalir, sem er þrisvar sinnum hærri upphæð en nokkur önnur tónlistarhátíð í heiminum hefur fengið. Miðar á Coac- hella kosta 400 dali. Kántrítónlistarhátíðin Stagecoach, sem Goldenvoice hefur rekið árlega síð- an 2007, vikuna eftir Coachella, bætir síð- an 22 milljónum dala við þá upphæð. 84,3 milljónir dala

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.