Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 20
Í MYNDUM 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016 Oddný Sara Smáradóttir úr Tindastóli á Sauðárkróki á fleygiferð í stórsvigskeppni 14 ára. Monika Rós Martin úr Brettafélagi Hafnarfjarðar sigraði í 11 ára flokki. Jóhanna María Gunnarsdóttir og Karen Linda Sigmarsdóttir í skrúðgöngunni fyrir opnunarhátíðina á miðvikudagskvöldið. Fjarkinn var vel nýttur á fimmtudaginn enda margir í Hlíðarfjalli. Hrannar Snær Magnússon frá Ólafsfirði var öþreyttur eftir glæsilegan sigur í göngu 14-15 ára. KR-ingurinn Aron Bjarni Arnórsson í svigkeppninni. Hann sigraði í 9 ára flokki. Skíðaæska landsins hefur safnast saman í paradísinni Hlíðarfjalli ofan Akureyrar hvert vor síðan 1976 á leikum Andrésar And- ar, sannkallaðri uppskeruhátíð í lok vertíðar. Sá sem fylgst hefur grannt með allar götur síðan sér að keppnisgleðin er söm og að æska fyrri ára, sem nú er foreldrar keppenda, jafnvel afar og ömmur, skemmtir sér ekki síður vel en á árum áður þegar hún var í aðalhlutverkinu. Ljósmyndir SKAPTI HALLGRÍMSSON SKAPTI@MBL.IS ANDRÉS ÖND

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.