Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016 ÁSTARLÍFIÐ Fyrsti eiginmaður Kim var tón- listarmaðurinn Damon Thomas en þau skildu árið 2004 eftir fjögurra ára hjónaband. Hún giftist á ný árið 2010 NBA-leikmanninum Kris Humphries. Til- hugalífið og brúðkaupið var sýnt í Keeping Up with the Kardashians. Sambandið varð ekki langlíft en Kim sótti um skilnað eftir aðeins 72 daga í hjóna- bandi. Skilnaðurinn gekk þó ekki í gegn fyrr en 3. júní árið 2013. Hún var því ennþá gift Kris þegar hún byrjaði með tónlistarmanninum Kanye West. Þau fóru að draga sig saman í apríl 2012 og eign- uðust sitt fyrsta barn, dótturina North West, þann 15. júní 2013. Þau trúlofuðu sig á 33 ára afmæl- isdegi Kim, þann 21. október sama ár og gengu síð- an í hjónaband 24. maí 2014 í Flórens á Ítalíu. Þau eignuðust síðan soninn Saint West 5. desember 2015. Kanye er mikil stjarna í tónlistarheiminum og tók hann upp myndband við lag af nýrri plötu sinni The Life of Pablo í Íslandsheimsókninni, sem verð- ur spennandi að sjá. Hjónin Kim og Kanye í partíi hjá Rihönnu í september í fyrra en Kim var þá ólétt að öðru barni þeirra. AFP Gift með tvö börn KIM KARDASHIAN WEST Hver er þessi Kim Kardashian? spyrja margir sig um þessar mundir eftir að allt varð vitlaust í Ís- landsheimsókn hennar í vikunni. Hún er vissulega fræg fyrir að vera fræg en hvernig byrjaði þetta? Á miðjum fyrsta áratugnum var Kim Kardashian alls ekki fræg eins og vinir hennar Nicole Ric- hie og Paris Hilton en Kim var stílisti hjá Paris. Hún átti fræga foreldra og var mikið úti á lífinu en var ekki búin að vekja athygli á sjálfri sér með sama hætti og nú. Það breyttist allt þegar kynlífs- myndbandi með henni og þáverandi kærastanum, Ray J. Norwo- od, var lekið. Í nýrri bók eftir Ian Halperin sem ber nafnið Kar- dashian Dynasty er því haldið fram að lekinn hafi ekki verið neinn leki heldur þaulskipulögð auglýsingaherferð. Kris, móðir Kim, er sögð hafa staðið á bak við þetta en hún neitar því. Þetta var árið 2007 og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. Hún hefur ásamt fjölskyldu sinni byggt upp mikið við- skiptaveldi, sem snýst um persón- ur þeirra. Hvort sem það er á skjánum í þættinum Keeping Up with the Kardashians eða á samfélagsmiðlum. Hún er mynduð að kaupa pulsu og að stíga út úr bíl eða á göngu umkringd áhorfendum. Systurnar Kim, Khloé og Kourtney reka saman fatabúðina DASH, sem er að finna á þremur stöðum í Bandaríkjunum. Kim hóf ferilinn með því að vera í ýmsum smá- hlutverkum í kvik- myndum og þáttum. Hún hefur líka gert marga auglýsinga- samninga og sent frá sér vörulínur. Það nýj- asta er tvö öpp fyrir snjall- síma, sem hafa notið mikilla vinsælda og að því er fram kom í grein á mbl.is í vikunni er veldi hennar metið á um 10,5 milljarða íslenskra króna. Faðir Kardashian-systranna er Robert Kardashian sem lést árið 2003 en hann komst í sviðljósið sem lögfræðingur O.J. Simpson. Hann var af armenskum ættum. Móðir Kim giftist síðan afreksíþróttamann- inum Bruce Jenner sem er núna transkonan Caitlyn. Kylie og Kendall eru börn hennar en Kendall er ein frægasta fyrirsæta heims um þessar mundir. ingarun@mbl.is INSTAGRAM Kardashian- systurnar eru allar á topp 20 yfir vinsælasta fólkið á In- stagram. Kim er efst. Hún situr í 5. sæti með 67,5 milljónir fylgjanda. Fyrir ofan hana eru Beyoncé, Ariana Grande, Tay- lor Swift og Selena Gomez, sem trónir á toppnum með 75,4 milljón fylgjenda. Úr fjöl- skyldunni þá er Kylie Jenner næstvinsælust, í 7. sæti með 58,4 milljón fylgjenda, því næst kemur Kendall Jenner með 54,7 milljónir í 9. sæti, Khloé situr í 15. sæti með 46,9 millj- ónir aðdáenda og loks er það Kourtney í 20. sæti með 38 milljónir fylgenda. Vinsælasta systirin Kim er 5. vinsælasta stjarnan á Instagram. ÞÆTTIRNIR Keeping Up with the Kardashians er raunveruleika- sjónvarpsþáttur um Kardashian- fjölskylduna sem er sýndur á sjón- varpsstöðinni E! Fyrsti þátturinn var á dagskrá 14. október 2007 og er þetta því orðin ein langlífasta veruleikaþáttaröðin í sjónvarpi. Fyrsti þátturinn í tólftu þáttaröð- inni verður frumsýndur 1. maí næstkomandi. Það verður spenn- andi að sjá hvernig Íslands- heimsóknin verður sýnd í þátt- unum. Kim, Kourtney og Khloé eru mest áberandi í þáttaröðinni þó að aðrir fjölskyldumeðlimir komi líka við sögu. Þáttaröðin hefur getið af sér nokkur afkvæmi eins og t.d. Kourtney and Kim Take Miami. Tólfta þátta- röðin í maí Kardashian kann þetta Fjölskyldan í öllu sínu veldi saman komin á tískusýningu Kanye West fyrir merki hans Yeezy í New York í febrúar. Frá vinstri má sjá Khloé Kardashian, Lamar Odom, Kris Jenner, Kendall Jenner, Kourtney Kardashian, Kanye West, Kim Kardashian, Caitlyn Jenner og Kylie Jenner. AFP Kendall og Kylie Jenner hafa mikið verið í sviðsljósinu að undanförnu. ’Kim hefur ásamt fjöl-skyldu sinni byggt uppmikið viðskiptaveldi, semsnýst um persónur þeirra. AFP Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.