Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 16
var í svitabaði í nokkra daga, þetta var með því erfiðara sem ég hef gert. En eftir að ég tók þessa ákvörðun þá byrjuðu góðir hlutir að gerast. “ Hann segir að hann hafi þekkt svo lítið annað líf um helgar en stanslaus partíhöld að það hafi tekið dálítinn tíma til að átta sig á því hvað hann ætlaði að gera í staðinn. „Ég fór mikið inn á við og að hugsa um hvað tæki við í lífi mínu.“ Breytti algjörlega um lífsstíl Fleiri ákvarðanir fylgdu í kjölfarið, fljótlega tók Heiðar Logi mataræði sitt í gegn og hætti að neyta munntóbaks. „Ég ákvað að borða aðeins mat sem vex,“ segir hann og hlær. „Það þýðir það að ég borða engan sykur, engan unninn mat, ekkert hveiti, bara hreinan mat. Þetta var í raun bara framhald af nýjum lífs- stíl. Mig langaði bara að fara með þetta alla leið. Ekki borða hamborgara, pitsur eða pylsur fjórum sinnum í viku. Nú borða ég nokkurnveginn „paleo“-mat eða steinaldarfæði, aðaluppi- staðan er fiskur og grænmeti.“ Ég er heppinn að vera í góðum samskiptum við Hafið fiskverslun og borða gæða fisk frá þeim nokkrum sinnum í viku. Ég borða aðallega lax sem inniheldur mikið af vítamínum og omega fitusýrum sem eru nauðsynlegar fyrir líkamann. Þrátt fyrir að vera hættur að drekka þá starfaði Heiðar Logi lengst af á skemmtistöðum, veitingastöðum og börum. „Það hentaði mér nefnilega ágætlega því þá gat ég farið í frí í nokkra daga og bara verið á brimbretti, eða unnið á kvöldin og „sörfað“ á daginn. En þetta var skemmandi vinna til lengdar að vinna í kringum drukkið fólk. Eftir að hafa verið rekstrarstjóri á Loft- inu í eitt ár þá eiginlega brann ég bara svolítið út. Ég fór með kærustunni minni til Indónesíu í frí, en áður en ég fór hafði ég borið upp nokkrar hugmyndir undir íslenska útivistarfyr- irtækið 66°Norður. Hugmyndirnar snerust um að sinna mark- aðsstarfi fyrir þá. Mig langaði að vinna með þeim af því þeir eru rótgróið, gamalt íslenskt fyrirtæki að gera góða hluti sem pöss- uðu við minn lífsstíl og að það sem ég væri að gera passaði þeim. Úr varð að þeir urðu mínirstyrktaraðilar og þetta er þétt og gott samstarf í báðar áttir.“ Hann segir samstarfið hafa gengið vonum framar og hann sé þeim afar þakklátur. „Ég er gríðarlega þakklátur fyrir að geta nýtt mína aðalástr- íðu til að afla mér tekna. Það er náttúrlega ekki mikið upp úr þessu að hafa, ég enda auðvitað alltaf á núlli en ég get lifað af því að „sörfa“ sem er snilld.“ Hann bætir við að í bígerð séu allskyns spennandi hlutir með fyrirtækinu sem komi í ljós í sumar og haust. En hvernig lýsir þetta samstarf sér í meginatriðum? „Sam- starfið er farsælt á báða bóga. Þeir sjá mér fyrir hlýjum fatnaði sem er bráðnauðsynlegt fyrir mig, sérstaklega þegar ég er á ferðalögum að vetrarlagi og auðvitað þegar maður kemur blautur upp úr ísköldum sjónum í 10 stiga gaddi. Ég ferðast svo um landið með teymi af færum ljósmyndurum og upp- tökumönnum og efnið sem við búum til sýnir þeirra vörur í eins raunverulegum aðstæðum og hugsast getur. Þeir hafa þá möguleikann á að nota það í vörukynningu og í markaðsskyni. Ég hef ekki ferðast mikið til útlanda eftir að ég byrjaði sam- starfið með 66. Íslenski veturinn er erfiður þar sem skamm- degið er mikið. Áður fyrr flúði ég skammdegið og fór í 3 mánuði í burtu á veturna, til Bandaríkjanna eða Asíu.“ Í maí 2015 ákvað hann að hætta að fara til útlanda á veturna og eyða frekar tíma sínum á ferðalögum og á brimbretti við Íslandsstrendur. „Ég fór bara að uppgötva hvað það eru merkilegir staðir til á Ís- landi. Ég er oft miklu spenntari finnst mér fyrir Íslandi en túr- istarnir sem koma hingað. Ég er stöðugt að uppgötva nýja staði. Það er fátt sem heillar mig meira en að vera á brimbretti í sjónum, umkringdur snævi þöktum fjöllum eða jafnvel í snjó- komu.“ Hann segist eyða mestöllum tíma sínum í að ferðast um landið og skapa sér minningar hér. „Ég hef líka ferðast með mikið af erlendum brimbrettaköpp- um, tekið þátt í heimildarmyndagerð um íþróttina og tekið þátt í verkefnum eins og til dæmis þegar tímaritið Marie Claire var að gera grein sem fjallaði um brimbrettastelpur á Íslandi.“ Var eitt sinn næstum drukknaður Spurður hvort brimbrettaiðkun fari vaxandi á Íslandi svarar hann að íþróttin hafi vaxið og dafnað undanfarin ár og fleiri út- lendingar hafi uppgötvað Ísland sem „sörf“-áfangastað. „Þetta kemur samt í sveiflum. Það koma færri útlendingar núna en til dæmis fyrir fjórum árum. Að sörfa á Íslandi er bara ekki fyrir alla, þetta er allt of kalt. En fyrir mig persónulega skiptir kuld- inn ekki máli, maður harkar bara af sér.“ Hann segir mér að það séu ótal staðir við strendur Íslands þar sem hægt er að stunda brimbretti. „Maður verður bara að keyra um og leita að stöðum þar sem öldurnar eru að brotna.“ Er þetta ekki stórhættulegt? „Það fer eftir stærðinni á öld- unni, hvar hún brotnar. Maður verður að læra á sjóinn og bera mikla virðingu fyrir honum. Og kynnast aðstæðum. Ef maður lendir í því að aldan grípur mann á vitlausum stað þá getur maður ekkert gert.“ En hvað er það hættulegasta sem hefur komið fyrir hann? „Einu sinni fór ég einn að sörfa, sem er ekki góð hugmynd, alls ekki. Ég var mjög nálægt því að drukkna. Mér var haldið niðri af mörgum öldum og rétt náði að anda inni á milli, var fastur upp við sker ogvar alltaf að skolast fram og tilbaka á það. Brettið mitt mölbrotnaði. Ég gat ekkert gert. Ég rétt náði að bjarga mér upp á klöppina áður en ég missti með- vitund. Þetta er það versta sem ég hef lent í , auk þess var ég einn og vissi að enginn gæti bjargað mér og í raun þrátt fyrir að einhver hefði verið á staðnum hefði hann ekkert getað gert.“ Ég spyr hvort íþróttin hafi breytt viðhorfi hans til náttúrunn- ar. „Að sjálfsögðu. Maður myndar í raun afskaplega sterka tengingu við náttúruna og þetta hefur breytt viðhorfi mínu gagnvart náttúruöflunum. Ég var hræddur við sjóinn þegar ég var lítill, en núna kann ég á hann og kann að horfast í augu við hætturnar.“ Á ferðalögum sínum um landið segist Heiðar Logi stundum keyra bara út í buskann með brettið á þakinu, þar sem hann og ferðafélagar hans finna áhugaverða staði til að heimsækja, baða sig í heitum laugum, tjalda í snjónum, klífa fjöll eða bregða sér á mótorhjól. „Aðalfjörið er ekki bara að sörfa, þetta snýst um ævintýrið, lífsstílinn og nýjar uppgötvanir.“ Spurður um uppá- haldsstaði á landinu segir hann Þakgil á Suðurlandi standa upp úr. „Ótrúlega fallegur staður. En svo var ég leiddur á leynistað á Vestfjörðum síðasta haust. Hann er rétt hjá Suðureyri, dalur sem heitir Sæból. Þar býr kona sem heitir Bettý. Maður þarf að VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.