Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 32
Eftir því sem stafrænni ljósmyndatækni hefur fleygt framhafa vasavélarnar orðið minni og léttari, en atvinnuvél-arnar hafa aftur á móti stækkað með tímanum. Að hluta til er það vegna þess að menn hafa viljað troða í vélarnar alls- kyns viðbótum til þess að auka fjölhæfni þeirra, gera þær til að mynda næstum því nothæfar kvikmyndatökuvélar, en fyrir vik- ið verða þær líka klunnalegri að mörgu leyti og þyngri, ekki síst ef menn eru bara að leita að frábærri myndavél, en ekki að myndavél, kvikmynda- tökuvél og hljóðupptöku- stúdíói. Ný vél frá F- ujifilm, Fujifilm X-Pro 2, fer aðra leið, er fyrst og fremst frábær myndavél og fyrir vikið nett og meðfærileg vél fyrir atvinnumenn og eins fyrir þá sem vilja taka framúrskarandi myndir sér til skemmtunar. Útlitið ber þetta með sér - við fyrstu sýn er hún eins og filmu- vél af gamla skólanum, en fljótlega kemur í ljós að þetta er há- tæknivætt hörkutól. Eitt af því sem gerir vélina gamaldags að sjá, er að ofan á henni eru rofar fyrir hraða og ljósnæmi, hnappahjól sem allir þekkja eflaust frá fyrri tíð, en það getur óneitanlega verið fljótlegra að snúa rofa, en að kalla upp val- mynd á skjánum á bakinu og fletta í gegnum hana til að velja rétta stillingu. Að því sögðu þá er það ókostur að skjárinn á bakinu sé ekki snertiskjár, sem myndi eðlilega flýta mikið fyrir við stilling- arnar, en reyndar hefur Fujifilm sett stýripinna ofan við skjá- inn sem hjálpar óneitanlega mikið. Einhverjum finnst það ef- laust líka ókostur að ekki sé hægt að velta skjánum til og frá. Í samanburði við eldra módelið, ef einhverjir þekkja það, Fujifilm X-Pro 1, þá er X-Pro 2-vélin lítið breytt hvað varðar boddíið, sem er reyndar veðurvarið, en talsvert þegar litið er til innvolsins og þar ber hæst að hún er með X-Trans CMOS III 24 milljóna díla myndflögu, 24 MP, en eldri vélin var með 16 MP. Mynd- vinnsluörgjörvinn er líka nýr. Fókusinn á vélinni er líka miklu betri og hraðvirkari með fleiri fókuspunkta, 273 alls. Þá er hægt að stækka ef vill eft- ir því hvort maður er að leita að ná- kvæmni eða hraða. Svo kemur áð- urnefndur stýripinni að góðum notum við að velja fókuspunkt ef vill, þó óneit- anlega hefði verið snjallt að geta ein- faldlega smellt á skjáinn. Eins og ég nefndi er boddíðið á vél- inni ekki mikið breytt frá X-Pro 1 en heldur betra þó að halda á henni. Jafn- vægið í henni er fínt, en verður eðlilega verra eftir því sem linsan er stærri. Þeir sem nota að staðaldri stórar linsur geta þó keypt sér sérstakt handfang fyrir vélina. Sjónglugginn er tvennskonar, ef svo má segja. Stafrænn sjóngluggi birtist á skjánum á bakinu, en ef augað er borið að sjónglugganum efst til vinstri á vélinni þá slökknar á skjánum og litli sjónglugginn verður virkur. Líka er hægt að skipta á milli sjónglugga með rofa á baki vélarinnar. Framan á vélinni er rofi til að skipta á milli stafræns sjónglugga og sjónræns og svo má leggja upplýsingar úr rafræna sjóngluggum yfir það sem sést í minni glugganum og fá því það besta af báðum. Mér fannst það snjöll viðbót að geta stækkað myndina í sjónglugg- anum án þess að nota aðdráttinn í vélinni áður en mynd er tekin. Annað mjög forvitnilegt við vél- ina, og nokkuð sem aðrir framleið- endur munu eflaust taka upp, er að í henni eru tvær raufar fyrir minn- iskort, hlið við hlið. Raufarnar eru ekki eins, því aftari raufin, rauf 1, styður UHS-II minniskort sem gef- ur skrifhraða upp á allt að 250 MB á sek., en rauf 2 styður UHS-I sem gefur hraða upp á allt að 90 MB á sek. Hægt er að stilla vélina þannig að ef kort 1 fyllist byrjar vélin að nota kort 2, hægt er að láta hana geyma samtímis á báðum kortum sem gefur þá aukið gagnaöryggi, en líka má búa svo um hnútana að hún geymi JPG-myndir á öðru kortinu en RAW á hinu. Í ljósi hraðans á kortunum hentar fyrra kortið fyrir víd- eó, en þá tæpt að nota hægvirkara kortið til að taka við þegar hitt fyllist. Í þessu sambandi má geta þess að hægt er að sýsla með JPG-stillingar í vélinni, þ.e. hvernig hún þjappar skránum, og þá ekki bara með tilliti til skráarstærðar. Fujifilm X-Pro 2 boddí kostar 275.000 hjá Ljósmyndavörum. Fyrst og fremst frábær myndavél Ný vél frá Fujifilm, X-Pro 2, virðist gam- aldags við fyrstu sýn, en í henni er þó sitthvað að finna sem aðrir framleið- endur munu taka upp síðar. Morgunblaðið/Golli ’Ný vél frá Fujifilm,Fujifilm X-Pro 2, feraðra leið, er fyrst ogfremst frábær myndavél og fyrir vikið nett og með- færileg vél fyrir atvinnu- menn og eins fyrir þá sem vilja taka framúrskar- andi myndir sér til skemmtunar. Útlitið ber þetta með sér – við fyrstu sýn er hún eins og filmu- vél af gamla skólanum, en fljótlega kemur í ljós að þetta er hátæknivætt hörkutól. Græjan Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þessa mynd tók Kjartan Þorbjörns- son á Fujifilm X- Pro 2. Myndin á forsíðu Sunnu- dagsmoggans er tekin á sömu vél. TÆKNI 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016 Veitingastaðurinn Taste and Aroma í Guiyang-borg í Kína kynnti í vikunni nýja þjónaróbóta. Það þykir þó ekki sérstök nýjung þar í landi enda hafa róbótar komið í stað þjóna frá 2014. Margir hafa þó verið teknir úr umferðog skipt út fyrir manneskjur á ný, enda þykja þeir ekki jafn fjölhæfir Róbótar í stað þjóna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.