Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 43
24.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Ég er núna að lesa Raddir frá
Tsjernobyl eftir Svetlönu Alexi-
evich frá Hvíta-
Rússlandi, sem fékk
Nóbelsverðlaunin í
bókmenntum. Hún
heitir Voices from
Chernobyl í enskri
þýðingu. Í bókinni eru mjög sterkar
og átakanlegar lýsingar fólks sem
upplifði slysið og einnig mjög
áhugavert viðbragðaleysi stjórn-
valda þá, en enn í dag er verið að
breiða yfir slysið. Alexievich gefur
fólkinu rödd og það segir okkur frá
nánum ættingjum og vinum sem
dóu rétt eftir slysið. Það er líka
áhugavert að það býr enn fólk á
svæðum þar sem geislavirkni er
mjög mikil. Oft er það fólk sem hef-
ur laumað sér inn á hættusvæði og
vill búa þar, en mikið af þessu svæði
verður óíbúðarhæft og
beinlínis stór-
hættulegt í tugþús-
undir ára.
Þetta er mjög
áhrifarík bók og væri
gaman að sjá hana í ís-
lenskri þýðingu.
Svo hlakka ég mikið
til að lesa bók númer tvö í Napólí-
fjórleik Elenu Ferrante í þýðingu
Brynju Cortes Andrésdóttur, Sögu
af nýju ættarnafni. Ég las Fram-
úrskarandi vinkonu í fyrra og var
mjög hrifin af henni og hef heyrt að
þær verði bara betri og betri.
María Rán
Guðjónsdóttir
Níunda sporið
segir frá ungum
piltum sem eru
hart leiknir og
það dregur dilk á
eftir sér.
Morgunblaðið/Eggert
BÓKSALA 13.-19.APRÍL
Listinn er tekinn saman af Eymundsson.
1 JárnblóðLiza Marklund
2 VonarstjarnaNora Roberts
3 Kryddjurtarækt fyrirbyrjendur
Auður Rafnsdóttir
4 Hælið Sankta PsykoJohan Theorin
5 Saga tónlistarinnarÁrni Heimir Ingólfsson
6 VinkonurRagna Sigurðardóttir
7 SmámyndasmiðurinnnJessie Burton
8 Taktu til í lífi þínuMarie Kondo
9 Aðeins ein nóttSimona Ahrnstedt
10 MömmubitarAníta Briem/
Sólveig Eiríksdóttir
1 JárnblóðLiza Marklund
2 VonarstjarnaNora Roberts
3 Hælið Sankta PsykoJohan Theorin
4 VinkonurRagna Sigurðardóttir
5 SmámyndasmiðurinnnJessie Burton
6 Aðeins ein nóttSimona Ahrnstedt
7 Meira blóðJo Nesbø
8 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante
9 Í hita leiksinsViveca Sten
10 MerktEmelie Schepp
Allar bækur
Íslenskar kiljur
MIG LANGAR AÐ LESA
Bandarísk-víetnamski rithöfund-
urinn Viet Thanh Nguyen hlaut
Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsögu
sína The Sympathizer. Nguyen er
prófessor í bókmenntafræði við há-
skóla í Kaliforníu, en hann kom til
Bandaríkjanna fjögurra ára gamall
1975 með fjölskyldu sinni á flótta
undan herjum kommúnista. Skáld-
saga hans gerist einmitt þetta ör-
lagaríka ár, en Saigon féll í hendur
kommúnista 1975.
Bókin hefst þar sem herforingi í
her Suður-Víetnams situr að sumbli
með undirmanni sínum og leggur á
ráðin með hverjir fái að fljúga með
síðustu flugvélunum áður en fug-
völlurinn í Saigon lokast. Í ljós
kemur að undirmaðurinn er flugu-
maður kommúnista og honum er
ætlað að fylgja herforingjanum til
Bandaríkjanna og njósna um hann
og félaga hans þar.
The Sympathizer var vel tekið og
var á fjölda lista yfir bestu bækur
ársins, þar á meðal hjá Guardian,
New York Times, Wall Street Jo-
urnal og Amazon.
Viet Thanh Nguyen flúði frá Víetnam með fjölskyldu sinni skömmu áður en
Saigon féll og kommúnistar náðu þar völdum.
Ljósmynd/Viet Thanh Nguyen/Anna Min
Víetnamskur flugumaður
PULITZER-VERÐLAUNIN
ÍSLANDSMÓTIÐ
PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2016
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánud. 25. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is | Sími: 569-1105
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
29. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um
Íslandsmótið í Pepsí-deild karla í knattspyrnu sumarið 2016.