Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016
L
itagleðin ræður ríkjum
í höfuðstöðvum Plain
Vanilla á Laugavegi.
Ungt fólk er þar að
vinna í hverju horni;
sumir virðast vera í tölvuleikjum
og nokkrir eru í klippingu. „Já,
það er verið að klippa fólk í dag,“
segir viðmælandinn minn, Vala,
eins og ekkert væri sjálfsagðara
en að fá hárgreiðslumeistarann til
sín í vinnuna. En þetta er enginn
venjulegur vinnustaður því þarna
vinnur fólk við að fá góðar hug-
myndir og sjálfsagt er þetta frá-
bær hugmynd og góð sparnaðar-
leið.
Markmið á þrítugsafmæli
Við fáum okkur kaffi og ég byrja á
viðkvæmri spurningu; um aldur
konu. Vala segist vera nýorðin 31
árs sem var að hennar sögn erf-
iðara en að verða þrítug. „Mér
fannst mjög spennandi að verða
þrítug, þá fór ég í djúpa lífs-
skoðun,“ segir Vala sem bjó til
langan lista af hlutum sem hún
ætlaði að klára á því ári. „Ég er
mjög markmiðadrifin,“ segir hún
en hún er vön að gera lista í upp-
hafi hvers árs. Þrítugsafmælislist-
inn var enn lengri en venjulega en
á honum var m.a. að hlaupa heilt
maraþon. Hún lét verða af því síð-
asta haust og hljóp New York-
maraþonið. „Það var geðveikt!“
segir Vala sem hljóp á 3 klst. og
36 mínútum. „Það var svo gaman
að hlaupa í gegnum öll hverfin. Í
hverju hverfi komstu inn í nýtt
umhverfi og nýja upplifun. Þegar
maður fór í gegnum blökkumanna-
hverfi var geggjað stuð og tónlist
og þegar maður fór í gegnum Gyð-
ingahverfið var alveg þögn. Og
þegar maður kom inn á Manhatt-
an var það alveg „crazy“. Ég mæli
með þessu, þetta er algjör upp-
lifun,“ segir hún. „Ég fór líka í
Wow-ið með mjög skemmtilegum
konum,“ segir Vala og á við Wow-
hjólamaraþonið um Ísland. Hún
náði þessum og fleiri markmiðum
og vissi varla hvað hún ætti að
gera þegar árinu lauk.
Draumasumar ungmenna
Vala er iðnaðarverkfræðingur og
útskrifaðist það örlagaríka ár,
2008. „Ég útskrif-
aðist um vorið og
fór að vinna á
verkfræðistofu um
sumarið og vann
þar þegar allt
hrundi. Mér var
sagt upp í kringum
áramótin. En ég
hef nú alltaf sagt
það að þetta er
það besta sem hef-
ur komið fyrir
mig. Annars hefði
ég kannski ílenst
þarna og dregist
inn í þennan heim.
Þetta voru svo
fyndnir tímar. Allir misstu vinn-
una og þetta var virkilega
skemmtilegt sumar fyrir fólk á
okkar aldri. Það voru allir ann-
aðhvort enn á launum en ekki að
vinna eða komnir á atvinnuleys-
isbætur þetta sumar 2009. Það var
einhver kæruleysisandi í gangi.
Þetta var virkilega gott sumar,“
segir hún og hlær.
Heilaspuni seldist upp
En það kom að því að alvaran tók
við og Vala dó ekki ráðalaus. Hún
og vinkona hennar, Sesselja Vil-
hjálmsdóttir, tóku höndum saman
og gerðust frumkvöðlar. „Það var
enga vinnu að fá og allir að fara út
í nám en okkur langaði að gera
eitthvað geggjað saman. Þá byrj-
uðum við að leggja drögin að
spilinu, Heilaspuna. Við gerðum
það á mettíma þarna um haustið
og það kom út fyrir jólin 2009,“
segir Vala en spilið sló í gegn og
seldist upp strax.
Þær höfðu aldrei áður komið ná-
lægt slíkri vinnu. Hugmyndin
kviknaði út frá áhugamálunum.
„Við vorum í spilaklúbbi, báðar
spilamann-
eskjur. En svo
var þetta bara
„brainstorming“
um hvað við
gætum gert og
hvað myndi
virka. Við vorum
með alls konar
hugmyndir en
duttum niður á
þetta,“ segir
Vala en þær
stöllur gengu
um með eitt
skrifað A4-blað
til að kynna
hugmyndina fyr-
ir ýmsum fyrirtækjum. „Við náð-
um að selja fyrir framleiðslukostn-
aði frekar fljótt, án þess að vera
byrjaðar að framleiða,“ segir hún
en spilið seldist upp á hálfum
mánuði. „Þetta var kveikjan að
næstu verkefnum,“ segir Vala en
þær Sesselja störfuðu saman í
rúm þrjú ár og stofnuðu tvö fyr-
irtæki, Matador Media og annað í
kringum app sem heitir Kinwins.
Kvikmynd um frumkvöðla
Eftir Heilaspunaævintýrið langaði
þær að færa sig meir út í tæknina.
„Þá datt okkur í hug að gera
þessa mynd um unga frumkvöðla í
tæknigeiranum. Eiginlega var eini
tilgangur þeirra myndar sá að þá
fengum við að hitta allt þetta fólk
sem við gætum spurt hvernig við
ættum að gera þetta! Og fá dálítið
„inspó“. Við ferðuðumst um Evr-
ópu og Bandaríkin og fengum við-
töl við ótrúlegustu hetjur. Svo
komum við heim og bjuggum til
„trailer“ og settum á Kickstarter.
Það gekk svona ótrúlega vel, það
verður bara einhver sprengja þar.
Það varð einhver sjúklegur áhugi
á þessari mynd sem við ætluðum
bara að henda í smá vídeó og setja
á netið. Við ætluðum ekkert að
gera svona mikið úr þessu, þetta
var meira svo við gætum ferðast,“
segir Vala brosandi.
„Þá skynjuðum við þennan
svakalega áhuga á þessu og átt-
uðum okkur á að við værum með
eitthvað flott í höndunum. Við
fengum fjármagn og leituðum eftir
meira fjármagni til að fara aftur
og taka myndina eiginlega upp á
nýtt,“ segir Vala. „Þá gerðum
þetta af meiri alvarleika.“
Ástríðan er nauðsynleg
Í ferðinni hittu þau unga tækni-
frumkvöðla og segir Vala að marg-
ir þeirra hafi gert það gott síðan
þá. Myndin hefur gengið mjög vel
og hefur verið sýnd víða um heim.
„Það er svo skemmtilegt að það er
verið að nýta hana mikið í kennslu
í háskólum og grunnskólum út um
allan heim til að kynna það fyrir
krökkum að það er raunhæfur
kostur að vera frumkvöðull. Svo
höfum við ferðast mikið með
myndina og haldið fyrirlestra,“
segir Vala sem lýsir hvað þurfi til
að vera frumkvöðull. „Það þarf að
fá hugmyndina og vera ástríðu-
fullur, það verður að vera ástríða.
Það eru hæðir og lægðir, þetta er
alger rússibanareið. Svo þarf að
vera úrræðagóður, maður þarf að
redda öllu. Allt frá bókhaldinu, í
tæknilegar útfærslur yfir í söluna.
Þú þarft að hugsa um allt.“
Raunhæfur kostur
að vera frumkvöðull
„Við erum að fara að bylta sjónvarps-
upplifun af því að við ætlum að tengja
saman að horfa á sjónvarp og vera í
símanum þínum. Þannig að þú getur
tekið þátt í gegnum símann og spilað
með,“ segir Valgerður Halldórsdóttir
hjá Plain Vanilla.
Valgerður Halldórsdóttir, ávallt kölluð Vala, er ung kona á uppleið. Hún er verkfræðimenntuð en
stjórnar nú þróunarvinnu við QuizUp-leikinn hjá Plain Vanilla og er þar einn af fimm yfirmönnum.
QuizUp mun brátt verða að sjónvarpsþætti í Hollywood, sem Vala bindur miklar vonir við. Í frítím-
anum hendist Vala upp á fjöll með kærastanum, annaðhvort á hjóli eða á skíðum.
Blaðamaður og ljósmyndari:
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Það var gaman að heimsækja Völu í höfuðstöðvar Plain Vanilla. Hún er
hress, orkumikil og lífsglöð og eins og hún segir sjálf, mjög markmiðadrifin.
Hún virðist bæði fá góðar hugmyndir og framkvæma þær enda sannur frum-
kvöðull. Það verður gaman að sjá hverju hún tekur upp á í framtíðinni.
Vala og kærasti hennar, Emil Þór Guðmundsson, eyða frítíma sínum uppi á fjöllum. Þau fara mikið um landið á fjallahjólum en nýjasta æðið er fjallaskíðamennska.
’Fólk er mikið aðkynnast þarna og þaðer fullt af hjónaböndumsem hafa komið út úr
þessu. Við fáum reglulega
pósta frá fólki sem þakkar
okkur fyrir að hafa breytt
lífi sínu. Það sé að fara
að flytja til Ástralíu af
því að hinn Game of
Thrones-aðdáandinn
sem það hefur talað við
síðustu mánuði býr þar“
VIÐTAL