Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 19
24.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
lega. „NBC er stærsta sjónvarps-
stöð í heiminum og þeir eru að
leggja allt í þetta. Þannig að mitt
starf hefur breyst mjög mikið. Ég
byrjaði í spurningadæminu og
þróaði ritstjórnarteymi í kringum
það. Svo stofnuðum við skrifstofu í
New York í fyrra og einblíndum á
tekjur og þróun og ég flutti þang-
að og leiddi það starf. Þar bjó ég í
hálft ár. En út af þættinum þá
lokuðum við í New York og opn-
uðum skrifstofu í LA. en þátturinn
hefst í haust. Það sem ég er að
gera núna er að leiða tekjuteymið;
leita leiða til að búa til tekjur af
QuizUp. Þetta er eiginlega við-
skiptaþróun. Við erum líka í sam-
starfi við mörg brönd í Bandaríkj-
unum sem geta komið inn og átt
sína spurningaflokka í QuizUp,“
segir Vala sem hefur í nógu að
snúast. „Það er ekki búið að op-
inbera allt í kringum þetta,“ segir
Vala leyndardómsfull en Íslend-
ingar koma til með að sjá um
tæknilegu hliðina á þáttunum.
Vala segir að þau bindi miklar
vonir við þáttinn og vonast eftir að
hann muni fara út um allan heim,
svipað og The Voice. „Þetta er bú-
ið að vera ævintýralegt. Að taka
þátt í bæði hæðum og lægðum
hér. Það er ótrúlegt að taka þátt í
að byggja upp fyrirtæki svona
fljótt.“
Fjallaskíði nýtt áhugamál
Þegar Vala er ekki í vinnunni sit-
ur hún ekki auðum höndum. Hún
situr í stjórn Sagafilm og í frítíma
sínum ferðast hún um landið, ann-
aðhvort á hjóli eða gangandi á
skíðum upp brattar skíðabrekkur.
„Ég er algjört útivistarfrík. Ég og
kærastinn minn erum mjög dugleg
að hreyfa okkur. Förum oft á
fjallahjólum upp á hálendi. Og
nýjasta súperhobbíið okkar er
fjallaskíði. Þá setur maður skinn
undir skíði, labbar upp og rennir
sér niður. Við höfum alltaf verið
bæði á snjóbretti og stunduðum
það mikið en ákváðum að skipta
yfir á skíði, fyrir þetta sport, fyrir
svona tveimur árum. Við erum al-
gjörlega „húkkt“. Svo er hægt að
fara á fjöll allt árið. Þetta er svo
mikil upplifun, ég mæli sko með
þessu! Þetta er svo skemmtilegt
og opnar svo margar nýjar leiðir.
Þú ert að fara á ókunnugar slóðir,
kannski þangað sem enginn hefur
verið áður,“ segir Vala í anda
frumkvöðulsins. Að fara þangað
sem enginn hefur verið áður.
Að búa til spurningabanka
Eftir heimildarmyndina héldu þær
stöllur áfram að þróa og fram-
kvæma sínar hugmyndir. „Þarna
fengum við mikið „inspó“ og vorum
samhliða þessu að vinna að okkar
eigin fyrirtæki. Vorum að gera
heimasíður og buðum upp á ýmsa
þjónustu. Og árið eftir gerðum við
Kinwins sem er snjallsímaleikur,“
segir hún. „Stuttu síðar fór Sesselja
í nám og ég fór til Plain Vanilla.
Það var í byrjun 2013 en þá vorum
við bara sjö manns,“ segir hún en
nú vinna þarna sjötíu. „Við ætl-
uðum að búa til stærsta spurninga-
leik í heimi en við áttum engar
spurningar í það. Þannig að fyrsta
verkefnið var að skala upp spurn-
ingabanka. Það er ekki samið hér
innanhúss heldur er það gert úti í
heimi. Við vorum í samstarfi við
margar „fan“-síður,“ útskýrir hún
en þar fundu þau fólk sem vissi allt
um ákveðin málefni.
QuizUp-hjónabönd verða
til
QuizUp-spurningaleikurinn hefur
slegið í gegn í heiminum og tengir
fólk saman. „Eins og með Game of
Thrones, það er rosalega flottur
Game of Thrones-flokkur í QuizUp
og er fjöldi fólks að spila það og
tala saman um það,“ segir hún og
útskýrir fyrir blaðamanni að innan
hvers flokks er hægt að finna fólk
sem hefur sama áhugamál og þú og
er að spila og spjalla saman. „Fólk
er mikið að kynnast þarna og það
er fullt af hjónaböndum sem hafa
komið út úr þessu. Við fáum reglu-
lega pósta frá fólki sem þakkar
okkur fyrir að hafa breytt lífi sínu.
Það sé að fara að flytja til Ástralíu
af því að hinn Game of Thrones-
aðdáandinn sem það hefur talað við
síðustu mánuði býr þar,“ segir hún
og hlær.
Að bylta sjónvarpsupplifun
Það er margt stórt á döfinni hjá
Plain Vanilla. „Svo erum við að fara
að gera sjónvarpsþátt í haust með
NBC. Þetta er svipað og Viltu
vinna milljón en þetta er QuizUp.
Við erum að fara að bylta sjón-
varpsupplifun af því að við ætlum
að tengja saman að horfa á sjón-
varp og vera í símanum þínum.
Þannig að þú getur verið að taka
þátt í gegnum símann og spilað
með,“ segir hún en þátturinn verð-
ur sendur út beint. Fólkið heima
getur því unnið en Vala segir að
ekki sé búið að þróa þáttinn endan-Morgunblaðið/Ásdís