Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 31
RÓM Á vefnum www.mypremiu- meurope.com bloggar höf- undur meðal annars um Róm, en líklega hefur um fáar borgir jafnmikið verið skrifað. Flestum er kunn- ugt um helstu kennileiti borgarinnar á borð við Co- losseum, Trevi-gosbrunn- inn og fleira. Í færslu sem höfundur nefnir Hidden gems of Rome, eða Leyndar perlur Rómar, er farið yfir nokkra staði sem eru utan alfaraleiðar og ferðamenn horfa oft framhjá. Monte Mario er 139 metra hæð rétt utan Rómar en af toppi hennar er útsýni yfir alla borgina. Hæðin er norðvestur af borginni og það tekur um korter að keyra þangað frá miðborg Rómar. Þar eru fallegar gönguleiðir og almenningsgarður sem er þess virði að heimsækja. Það vantar ekki kirkjurnar í Róm en bloggarinn bendir á Santa Prassede-kirkjuna sem fáir heim- sækja. Kirkjan er frá 8. öld og óskaplega falleg, en fellur gjarnan í skuggann af öðrum stærri og þekkt- ari kirkjum borgarinnar. PARÍS „En viltu í alvörunni koma aftur heim og hljóma eins og þú hafir bara fylgt eftir hefðbundnum leiðarvísi um París?“ Svona spyr bloggari sem heldur úti blogginu www.parisyearabroad.com um leið og upplýst er um fjölda leynistaða í borginni sem ekki eru tilgreindir í almennum upplýsingum sem gefnar eru ferðamönnum. Færsluna kall- ar bloggarinn: Hidden Paris: The Secret Spots That Parisian Locals Don’t Want Us to Find sem á íslensku myndi útleggjast sem Dulda París: Leynistaðirnir sem Parísarbúar vilja ekki að við finnum. Bent er meðal annars á þá áhugaverðu staðreynd að alla miðvikudaga og laugardaga er hægt að fara á nám- skeið býflugnarækt í Jardin du Luxembourg eða Lúx- emborgargarði. Áhugasömum er bent á að bý- flugnaræktin þar sem námskeiðin eru haldin eru í suðvesturhorni garðsins. Höfundur bloggsins bendir ennfremur á verslunina Deyrolle (www.deyrolle.fr) sem sérhæfir sig í uppstopp- uðum dýrum. Heimsókn í hana ku vera vel þess virði, ekki aðeins fyrir safnara heldur fyrir þá sem vilja sjá eitthvað svolítið skrýtið og öðruvísi. Arkitektúr Strawberry Hill House er áhugaverður. Utan alfaraleiðar í London, París og Róm Opinberar vefsíður stórborga geta verið ágæt leið til að afla grunnupplýsinga um staðinn sem ferðast á til. Vilji fólk kafa dýpra og fá nánari innsýn í staðinn eru ferðablogg prýðileg leið til upplýsingaöflunar. Oft er þar að finna ábendingar um „leynistaði“ sem oft vilja gleymast. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is LONDON Á blogginu www.theeverygirl.com er skrifað um leynistaði Lundúnaborgar í færsl- unni 10 hidden sights in London, England. Margir telja sig þekkja London en bloggarinn telur sig geta bætt ýmsu við þá þekkingu. Hún bendir til að mynda á Strawberry Hill House sem er víst mögnuð upplifun sem jafnast á við góða leikhúsferð. Frekari upplýsingar um þetta sögu- fræga hús, sem ferðamenn heimsækja þó ekki í stórum stíl, er að finna á vefnum www.strawberryhillhouse.org.uk en þar eru einnig leiðbeiningar um hvernig má komast þangað. Bloggarinn telur upp fleiri leyni- staði í London. Hún bendir á að það séu fleiri hverfi sem skarti fögrum litum en Notting Hill-hverfið, sem er þekkt fyrir litrík hús. Bywater Street í Chelsea-hverfinu státar af húsum í öllum regnbogans litum og það er vel þess virði fyrir ferðalanga að leggja lykkju á leið sína til að ganga um þessa fallegu götu. Getty Images/iStockphoto Útsýnið frá Monte Mario hæðinni yfir Róm að kvöldlagi. Lúxemborgargarður í París laðar marga að, en færri vita að þar er hægt að fara á nám- skeið í býflugnarækt. Deyrolle verslunin í París selur uppstoppuð dýr. Bjartir og sumarlegir litir einkenna húsin við Bywater Street. 24.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Allt lín fyrir: Hótelið - Gistiheimilið - Bændagistinguna - Airbnb Rúmföt og lök Handklæði Sængur og koddar Sloppar og inniskór ÚRVALS SÓSUR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Santa Prassede-kirkjan í Róm er gullfalleg en færri ferðamenn heimsækja hana en margar aðrar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.