Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 24
Allt í
steik!
Nautakjöt er herramannsmatur sem hægt er að
elda á marga vegu. Það má steikja, baka eða grilla
nautakjöt en best er að bragðið fái að njóta sín án
þess að drukkna í kryddum eða maríneringu.
Nautið er tilvalið í helgarmatinn þegar fólk vill
gera vel við sig og fjölskylduna. Því hver vill ekki
mjúka og safaríka steik með góðri sósu?
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016
4 sirloin-steikur
1⁄4 bolli svartur pipar
1 ½ tsk. hvítur pipar
½ tsk. chili-pipar flögur
1 tsk. kóríander
1⁄4 bolli sykur
1 msk. salt
1 tsk. hvítlauksduft
Blandið öllum kryddunum saman
í skál. Nuddið kryddblöndunni á
báðar hliðar steikanna. Hristið af
það sem ekki festist. Setjið á heitt
grill og grillið í tvær mínútur. Snú-
ið og grillið í aðrar tvær.
Færið kjötið til á grillinu á minni
hita ef ykkur finnst það ekki tilbú-
ið og klárið að grilla það þar. Ber-
ið hverja steik fram með sneið af
sítrónusmjöri.
SÍTRÓNUSMJÖR
4 msk. smjör, linað
1 msk. fínt skorin steinselja
1 msk. safi úr sítrónu
1⁄4 tsk. hvítlauksduft
Hrærið kryddunum saman við
smjörið og leggið á plastfilmu og
rúllið í lengju. Kælið þar til hart.
Skerið svo sneiðar til að setja ofan
á steikurnar.
Sirloin-steikur
með sítrónusmjöri
MATUR
Ribeye með rauðvínssósu
4 beinlausar ribeye-steikur sem eru
ca. 1 kg (1-1 ½ cm þykkar sneiðar)
2 msk. matarolía
2 hvítlauksrif, rifin
3⁄4 bolli þurrt rauðvín
1⁄4 bolli vatn
1 ½ tsk. sojasósa
3 msk. ósaltað smjör, skorið í 3 búta
1 msk. skorin steinselja
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
Þerrið steikurnar og kryddið með
teskeið af salti og hálfri teskeið af
pipar. Hitið eina matskeið af olíu-
nni á góðri pönnu yfir háum hita
þar til vel heitt. Setjið þá steik-
urnar út á pönnuna. Þið gætuð
þurft að gera það í tveimur holl-
um. Snúið einu sinni. Steikið í
heildina í 4 mínútur ef þið viljið
hafa steikina miðlungs hráa
(medium rare). Færið steikina yfir
á disk og breiðið yfir með álpappír.
Helltu feitinni af pönnunni og
settu aðra matskeið af olíu á hana.
Láttu hvítlaukinn malla á pönn-
unni í u.þ.b. 30 sekúndur. Bættu
við víni og láttu koma upp suðu.
Með spaða skaltu skafa botninn á
pönnunni til að ná úr því leifum
eftir kjötsteikinguna. Láttu sjóða
niður þar til helmingur vökvans er
horfinn. Tekur 2-3 mínútur. Bættu
þá við vatni, sojasósu og safa sem
lekið hefur af kjötinu á diskinn og
láttu sjóða niður í 3-4 mínútur.
Lækkaðu hitann og hrærðu smjör-
bútunum við, einum í einu þar til
sósan þykknar. Hrærðu að lokum
steinseljunni saman við. Helltu yf-
ir steikurnar.